Fréttablaðið - 20.11.2009, Side 16

Fréttablaðið - 20.11.2009, Side 16
16 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ ■ Flestir áfengir drykkir inni- halda aukaafurðir gerjunar sem mætti kalla aukaefni. Þessi aukaefni eru ein orsök timburmanna. Almennt gild- ir að eftir því sem drykkur er dekkri því meira er af auka- efnum í honum. En þótt drukkinn sé alveg hreinn spíri losnar maður ekki við timburmenn. Ástæðan er sú að lifrin byrjar að brjóta niður alkóhólið með því að breyta því í asetaldehýð sem er eiturefni og veldur timburmönnum. Ofþornun sem stafar af þvagræsandi áhrifum alkóhóls er önnur orsök timburmanna. Að lokum má nefna bein ertandi áhrif alkóhóls á magaslímu og taugakerfi sem leiða til ógleði, pirr- ings og handskjálfta. FRÓÐLEIKUR TIMBURMENN Heimilislegur andi svífur yfir vötnunum þegar inn er komið. Hópur fólks er að sinna ýmsum hugðarefnum. Sumir horfa á sjónvarp, aðrir eru á Netinu, eða að spila á spil og síðast en ekki síst eru nokkrir að búa til jólakort og mála á gipsmyndir fyrir jólin. Fólkið sem um ræðir lifir í hörðum heimi útigangsfólks, þar sem fíknin ræður för. Þeir eru skjólstæðingar Dagseturs Hjálpræðishersins á Eyjaslóð 7. Dagsetrið er rekið í sjálf- boðavinnu að langstærstum hluta. Það er opið frá klukk- an 12 til 17 daglega og þang- að geta skjólstæðingar þess komið, farið í bað, fengið heit- an mat, sinnt ýmissi afþrey- ingu eða bara lagt sig í upp- búin rúm. Hið síðastnefnda þiggja margir með þökkum, enda kaldir og lúnir eftir langa nótt á götunni. Margir skjólstæðinganna eiga lítinn fatabunka sem bíður þeirra hreinn og strok- inn á Dagsetrinu. Það er aleig- an þeirra. Þegar ekki er lengur þörf fyrir einhvern bunkann, kemur annar þegar í stað. „Ég veit ekki hvar maður væri ef við hefðum ekki þetta athvarf,“ sagði einn skjólstæðingurinn, sem sat við föndurborðið, við blaðamann. „Hingað er gott að koma og hér er fólk sem maður finnur að þykir vænt um mann. Það er svolítið meira virði en pening- ar. Ég er bara hluti af því sem hér er verið að gera. Hlýja og umhyggja er það sem skiptir mig mestu.“ Annar skjólstæðingur tók undir orð hins fyrri með gott atlæti á Dagsetrinu. „Hingað kemur maður til þess að láta renna af sér og dunda sér, svo tekur náttúru- lega eitthvað annað við. Hér eru allir vinir.“ - jss Synir götunnar farnir að undirbúa jólin með föndri FÖNDRAÐ FYRIR JÓLIN Skjólstæðingar Dagsetursins ásamt Birnu Vilbertsdóttur við föndurborðið, þar sem nú eru búin til jólakort og gipsmyndir málaðar. FRETTABLADID/GVA MYNDIN Þessi mynd var rétt að segja tilbúin. Stór frakki „Vinur minn, Gunnar Birgis- son bæjarstjóri, sem þarna var, hefði týnst í þessum frakka.“ GUÐNI ÁGÚSTSSON SÝTIR KASMÍR- ULLARFRAKKA SEM EINHVER DIGUR- VAXINN TÓK Í MISGRIPUM FYRIR SÍNA EIGIN STÓRU FLÍK. Fréttablaðið 19. nóvember Að trúa og treysta „Það er ætíð hættulegt að treysta valdi í blindni.“ ÁTTA GUÐFRÆÐINGAR BENDA Á HÆTTUR ÞESS AÐ TRÚA Á EITTHVAÐ SÉR ÆÐRA ÁN ÞESS AÐ GETA FÆRT FYRIR ÞVÍ RÖK. Fréttablaðið 19. nóvember. Hengjum okkur ekki í smáatriði! Vinátta – alveg óháð kerfi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.