Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2009, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 20.11.2009, Qupperneq 38
6 föstudagur 20. nóvember ✽ nýtt og spennandi útlit Á stæðan fyrir að ég dreif í þessu var að það leitaði til mín dansk- ur dreifingaraðili sem var búinn að vera að nota vörurnar mínar. Hún spurði hvort ég gæti ekki gert lífræna snyrtivörulínu og sagðist vilja selja hana fyrir mig,“ segir Sóley Elíasdóttir leikkona. Fyrir tveimur árum hóf hún framleiðslu á græðissmyrslunum Græðir og Kisstu mig sem hafa notið mikilla vinsælda og nú hefur hún sett á markað íslenska húð- snyrtivörulínu sem er bæði umhverfis- væn og án allra aukaefna. Nýja línan heitir Sóley og samanstendur af eyGLÓ, andlits- kremi, Fersk, andlitsfroðu, Nærð, hreinsi- vatni, Hrein, andlitsmjólk, Mjúk, líkams- skrúbbi og GRÆÐIR, fjölskyldusjampói, ásamt birkiR, sérstakri herrasápu fyrir húð og hár. „Ég er að nota svipað jurtainnihald og í græðismyrslin svo vörurnar eru græð- andi og góðar fyrir húðina. Virku efnin í þessu eru jurtirnar, svo sem birki sem er mjög þekkt virkt efni og ég nota mikið,“ útskýrir Sóley sem hóf að þróa línuna fyrir um einu og hálfu ári síðan. „Ég var lengi búin að vera með hugmynd í kollinum um að gera lífrænar snyrtivörur, en ég ætlaði samt fyrst að gera barnavörulínu. Þessi upphringing frá Danmörku varð eiginlega til þess að ég gerði þessa línu fyrst,“ segir Sóley sem vinnur nú að barnavörulínu sem er væntanleg í mars. Sóley húðsnyrtivörurnar eru framleiddar hjá Fagvörum ehf., matvælaframleiðslu- fyrirtæki í Hafnarfirði, en Heilsa ehf. sér um dreifingu. Sóley vinnur einnig með alþjóð- legri markaðsstofu í London sem hyggst koma vörum hennar á framfæri erlendis, en mikill áhugi er á hreinum húðsnyrtivör- um með íslenskum lækningajurtum víða. „Það er að koma inn fjárfestir frá London inn í fyrirtækið mitt sem heitir Dominn- ique Caretsos. Hún var að vinna sem markaðsstjóri hjá stærsta snyrtivörufyr- irtæki í heimi, en ég komst í samband við hana eftir að ég fór á námskeiðið Konur í útrás. Hana langaði til að vinna með ís- lenskar snyrtivörur og svo er þetta búið að þróast þannig að hún er að fjárfesta og kaupa sig inn í fyrirtækið. Dominnique ætlar að vinna við þetta í fullu starfi og það má segja að maður hafi farið upp á nýjan „level“ við að fá hana inn í þetta,“ útskýrir Sóley. Aðspurð segir hún þær ekki stefna á að markaðssetja vörurnar í Bretlandi strax. „Bretlandsmarkaður er mjög erfiður svo við ætlum ekki að byrja þar. Stefnan er tekin á Skandinavíu í gegnum danska dreifingaraðilann og svo er það Suður- Afríka, en þar er Dominnique alin upp,“ segir hún. Spurð hvort slæmt efnahagsástand hafi áhrif á framleiðsluna segir Sóley svo ekki vera. „Af því að krónan er svo veik eru út- lendu fjárfestarnir spenntari fyrir Íslandi. Það er náttúrlega dýrt að kaupa aðföng frá útlöndum, en ég nota allt sem er framleitt íslenskt í vörurnar mínar. Það er nóg af möguleikum, maður verður bara að hugsa út fyrir rammann og út fyrir þessa eyju. Ég tel að möguleikarnir felist ekki í þessum massaiðnaði, eins og álinu, heldur fyrst og fremst í græna iðnaðinum,“ segir Sóley. - ag SÓLEY ELÍASDÓTTIR LEIKKONA: FRAMLEIÐIR ÍSLENSKA HÚÐSNYRTIVÖRULÍNU Í útrás Sóley hefur fengið fjárfesti inn í fyrirtæki sitt og stefnir á að markaðssetja snyrtivörulínu sína í Skand- inavíu og Suður-Ameríku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DAGATALSBÓKIN KONUR EIGA ORÐIÐ ALLAN ÁRSINS HRING er nú komin út fyrir árið 2010, þriðja árið í röð. Um 80 konur eiga heiðurinn að þessari bók með hugrenningum og ljósmyndum, en Myrra Leifsdóttir myndskreytir með teikningum. Bókin er kjörin í jólapakkann, en hluti af ágóða sölunnar rennur til Mæðrastyrksnefndar. V erslunin er orðin eins árs og okkur langaði að halda upp á það og frumsýna nýja fatalínu um leið. Þetta er önnur fatalínan sem við send- um frá okkur undir nafninu KALDA, en við sýnd- um fyrstu fatalínuna okkar á tískuviðburði sem haldinn var stuttu eftir hrunið í fyrra,“ segir Katrín Alda Rafnsdóttir, sem rekur verslunina Einveru ásamt systur sinni Rebekku Rafns- dóttur. Verslunin fagnar ársafmæli á laugardaginn og í tilefni þess munu systurnar blása til veislu. „Nýja línan inniheld- ur meðal annars pils, kjóla og boli. Fötin eru innblásin af tíunda ára- tugnum og við erum með svolítið asnalegar síddir, mikið af neta- efni og stutta boli,“ út- skýrir Katrín Alda. Að- spurð segir hún þær systur ekki vera hönn- unarmenntaðar held- ur komi þær óskum sínum á framfæri við saumakonu sem gerir hugmyndir systranna að raunveruleika. Veislan hefst klukk- an 16.00 á laugardag og verða veitingar og tónlist í boði auk þess sem gestir fá að líta nýja fatalínu KALDA í fyrsta sinn. - sm Einvera heldur upp á afmæli Hæfileikaríkar systur Katrín Alda og Rebekka Rafnsdætur reka saman verslunina Einveru sem verður ársgömul á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 20% afsláttur á meðan birgðir endast! Metasys er áhrifaríkt fæðubótaefni sem hefur hjálpað þúsundum Íslendinga við að létta sig. Að auki er Metasys mjög heilnæmt og þykir auka orku og úthald. Þeir sem hafa náð bestum árangri á Metasys hafa bætt inn hæfi- legri hreyfingu og viðhaft skynsamlegt mataræði Kíktu inn á www.metasys.is Þú færð Metasys í heilsu- og lyfjaverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. 100% náttúrulegt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.