Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 20.11.2009, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 20. nóvember 2009 Skráðu þig í Sparitilboð N1 fyrir miðnætti á www.n1.is Allir þeir sem hafa skráð sig í Sparitilboðið geta sparað tugi þúsunda í rekstrarkostnaði bílsins og unnið ferðavinninga og fleira skemmtilegt. SÍÐASTI DAGURINN! DRÖGUM UM FJÖLDA VINNINGA UM HELGINA WWW.N1.IS Skráðu þig fyrir miðnætti! Ferð til USA · iPodspilarar frá Applebúðinni · Dekur í Laugum · Sushi frá OSUSHI · Snyrtivörur Ferðir til Evrópu Sektir á þjóðfundi UMRÆÐAN Þór Jakobsson skrifar um bílastæðamál Á laugardaginn var veittist mér sú ánægja að taka þátt í að semja nýjan þúsund radda brag um bjarta framtíð lands og þjóð- ar. Á sögulegum og vel skipulögðum Þjóðfundi var lagt á ráðin um hvað þjóðin ætti að hafa að leiðarljósi til að létta þrautagönguna eftir Hrunið mikla og stefna að þegar komið væri út úr eyðimörkinni. Verð- ur vonandi gagn að öllu því sem rætt var og skrifað á óteljandi litfagra miða í þétt setinni Laug- ardalshöll. Forsprakkar og allir sem lögðu hönd á plóginn eiga hrós skilið og þökk fyrir glæsi- legt þing með þeim þverskurði þjóðarinnar sem þarna var saman kominn. Það var logn og blíða þegar þjóðfundarmenn streymdu út úr höllinni léttir í lund hundruðum saman eftir skemmtilegan dag. En samkvæmt frétt í Fréttablað- inu í dag hefur tíunda hverjum fundarmanni brugðið í brún er hann nálgaðist bíl sinn. Kveðja frá laganna vörðum var komin á framgluggann: sekt. Og minn bíll var horfinn! Hafði honum verið stolið eða hvað? Skal ekki fjölyrt hér um þennan loka- hnykk á þjóðfundarþátttöku minni heldur kem ég hér með tillögu til íhugunar. Tekið skal fram að ég er alla manna argastur út í þá sem leggja bíl sínum út á gras eða fara um grasblett til að stytta sér leið ef önnur er til. En það er hætt við, á fjölmennum mann- fundum, að fleiri fylgi á eftir út á blett eða tylli sér upp á gangstétt í röð fyrir aftan þá sem hafa byrjað. Af óviðráðan- legum orsökum var ég t.d. seint á ferð, kom að austan meðfram Hús- dýragarðinum, bílar lagðir þá þegar tvist og bast á vegar- kanta og uppi á grasblettum þegar nær dró Laugardalshöll, allfjarri henni þó, og bílastæðið við Skautahöllina fullt. Það er í rauninni ekki ein- leikið hve margir þjóðfundar- menn fengu þarna sektir. Það hljóta að hafa verið þarna mjög margir ef ekki flestir sem sækja ekki oft stórviðburði í höllinni. Og er því hvorki fullkunnugt um bílastæði annars staðar í Laug- ardal né rösklegri framgöngu lögreglunnar meðan á atburðum stendur. Hér er tillagan. Annars vegar að merkja ætti bannsvæðin mun rækilegar og víðar en gert er nú. Hins vegar að kalla ætti til „varalið“ til að stjórna aðvíf- andi umferð fyrir upphaf stór- viðburða – og sérílagi mann- funda, svo sem landsfunda, þar sem ætla mætti að væntanleg- ir gestir væru ekki allir haga- vanir. Bílastæðasjóður hefur þénað um daginn nokkur hundruð þús- und krónur. Svona pening mætti nota í fyrirbyggjandi aðgerðir. Höfundur er veðurfræðingur. ÞÓR JAKOBSSON UMRÆÐAN Ari Trausti Guð- mundsson skrifar um eldfjallagarð Hugmyndir um eld-fjallagarð á Reykja- nesskaga hafa verið all- lengi á kreiki. Fyrir meira en ára- tug vann ég greinargerð fyrir Hafnarfjarðarbæ um safn til sögu eldvirkni og um eldfjalla- garð tengdan því. Með eldfjalla- garði er átt við mörg samtengd svæði eða staði þar sem áhuga- fólk getur fræðst með einhverj- um hætti (skilti, prentefni, hljóð- rænar upplýsingar o.s.frv.) um sögu eldgosa, eldstöðvar, gos- myndanir og jarðskorpuhreyf- ingar. Milli staða geta menn ýmist ekið, hjólað eða gengið, allt eftir stað, vegalengd og áhuga. Sýningar eða sérstök mannvirki sem varða jarðeld eða jarðhita geta verið hluti garðsins. Á Reykjanesskaga er að finna mest af því sem jarðeldur á Íslandi hefur skapað en þó ekki stóru, þroskuðu megineldstöðv- arnar, eldkeilur og fjöll með öskju. Hengill er samt þar í ætt sem ung megineldstöð. Gest- ir geta skoðað allan garðinn eða aðeins hluta, eftir því hvað tími eða áhugi segir til um og hann nýtist jafnt lærðum sem leikum. Og þessi garður þarf ekki að vera sá eini á landinu. Svæði eins og Eldgjá-Lakagíg- ar-Langisjór, Hekla-Torfajökull, Snæfellsjökull og nágrenni, land frá Hnappadal yfir í Hraunsfjörð og milli Gjástykkis og Mývatns eru líka hentug. Í sínu ítrasta formi tekur eld- fjallagarður á Reykjanesskaga til hans alls, þ.e. nokkurra svæða sem mynda heild og markast þau að mestu af landsvæðum og stöðum innan fjögurra eld- stöðvakerfa sem liggja skáhallt inn eftir skaganum. Af sjálfu leiðir að eldfjalla- garður af bestu gerð er samvinnuverkefni allra sveitarfélaga skagans. Og raunar fleiri aðila innan þeirra og utan. Gera þarf framsetning- una vel úr garði, heild- stæða og náttúruvæna, og hafa viðhald í lagi sem og allan rekstur. Ég hef skrifað nokkrar blaða- greinar um eldfjallagarða og enn fremur unnið lauslegar hug- myndir að Reykjaneseldfjalla- garði (eða hluta hans) fyrir ýmsa aðila síðan á öldinni sem leið og því fylgst með framvindunni. Áhuginn sýnist aukast jafnt og þétt og er það vel. Hann hefur til dæmis komið fram hjá náttúru- verndarsamtökum, meðal aðila í Reykjanesbæ, hjá forsvarsmönn- um Grindavíkur, í Hafnarfirði og nú síðast samfara vinnu við tillögur að opnun Þríhnúkagígs en hann er í landi Kópavogs. Fyrir meira en áratug var unnið að lagningu Reykjaveg- ar en það er um 130 kílómetra löng gönguleið, sjö daga ferð, frá Nesjavöllum, eftir endilöngum Reykjanesskaganum, að Reykja- nesvita. Leiðin var stikuð og koma átti upp gistiaðstöðu (litl- um skálum og tjaldstæðum) við hana. Verkið var unnið með sam- vinnu flestra þáverandi sveitar- félaga, frá Kjalarnesi til Garðs. Því miður tókst ekki að ljúka verkefninu með gistiaðstöðu og enginn rekstraraðili fannst. Auðvitað er verkefni sem þetta lítið miðað við gerð góðs eld- fjallagarðs en það kennir þó að samvinna er möguleg. Á það er minnt með þessum pistli. Enn fremur er augljóst að sam- vinnan verður að taka til þess hvernig menn samþætta slíkan garð og aðra auðlindanýtingu á skaganum öllum. Höfundur er jarðeðlisfræðingur. Eldfjallagarður er samstarfsverkefni ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.