Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2009, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 20.11.2009, Qupperneq 62
42 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR Bókmenntir ★★★★ Snorri Ævisaga eftir Óskar Guðmundsson JPV Óskar Guðmundsson tók langt til- hlaup að fimm hundruð síðna ævi- sögu Snorra Sturlusonar og vinn- ur með henni það afrek að koma í samfellda sögu í sextíu þáttum afar flókinni og samslunginni atburðarás innan marka Deildar- tungumála og vígsins í Reykholti 1241. Á sama tíma og hann ræðst í að skipa ferli Snorra Sturlusonar niður í tímaröð með þeim útúrdúr- um sem hann telur skylt að draga til sögunnar og þeir eru ófáir og snúnir, ekki beint til þess falln- ir að ánetja lesanda nema hann hafi tekið þann þroska að takast á við þennan myrka og ofbeldis- fulla tíma og nenni að setja sig inn í samvaxnar grein- ar tímabilsins, reyn- ir Óskar að gefa skýra mynd svo sem hægt er af daglegu amstri þrettándu aldarmanna. Og þótt hann fari af mikilli gát í að geta í eyður varð þessum lesanda hugsað til þess að í hinu mikla heimildaleysi sem ríkir um þennan tíma í bland við gild- ar og mikilvægar heimildir samtíma- sagna hafi Óskar náð sér betur á strik ef þessi grunnur væri notaður til að smíða skáldsögu um þetta efni. Að því sögðu mega menn reka upp ramakvein. Því að biðja um súpu þegar á borðum er grautur? Þá er því til að svara að Ósk- ari eru sannarlega gefin stílefni til að vinna slíkt verk og nábýli hans við heimildir, könnun hans á öllum fáanlegum veitum sem geta skýrt þessa sögu og gert hana lif- andi, veittu honum slíka yfirburði í upplifun á efninu að dugað hefðu til enn ferskari sögu um manninn og tíð hans. Okkur er til dæmis, og það er máski aðalatriðið, ekki mikið ljósara hvern mann Snorri Sturluson hafði að geyma. Hann er okkur enn fjarlægur þótt öllu sé haldið til haga um ferðir hans og afskipti á mörgum sviðum af því sem gekk hér á meðan hann var upp á sitt besta. Sturlungaöldin er eitt sögufræg- asta skeið okkar sögu: átökin um lífsins gæði, jarðir, völd, sóma, voru einstaklega ofbeldisfull og hér eru söguefnin næg í margar bækur. Óskari tekst ekki frekar en öðrum að útskýra sagnahefðina og markaðinn sem hún átti að þjóna. Íslensk skáld höfðu sannarlega erindi þegar þau sóttu á erlend- ar slóðir og fluttu hirðkvæði, hás- temmt skjall og gjálfur bundið í brag, en til hvers voru sögurn- ar? Lesefni fyrir peningamenn og valdhafa? Sagan af Snorra er í þessari stóru versjón Óskars fyrst og fremst saga höfðingja, það eru ekki landsetarnir sem reka sög- una áfram en eru þó efnið sem allt er byggt á: þegar safnað er saman mannskap til að fara í fjar- læg héröð í þeim erindagerðum að misþyrma fólki og meiða eru karl- ar rifnir af teignum, stóðin rekin af fjalli og búin til langferða. Og þegar menn fóru í mörgum slíkum flokkum um land- ið má huga að því hverjir unnu verkin á meðan, konur, börn og gamalmenni. Texti verksins leggur sig upp á fimm hundruð síður. Hann er víða þungur yfirlestrar sökum upptalning- ar á mönnum í hinum ýmsu flokkum, hver var hvar og hverjum skyldur. Bregður höf- undur reglulega upp skýringartöflum um skyldleika svo lesandi átti sig á hinum margbreytilegu og flóknu tengslum sem liggja milli karlanna sem eru að murka lífið úr náfrændum sínum og vanda- mönnum. Óskar skrifar vandað- an og fjörmikinn stíl, víðast hvar nokkuð hátíðlegan og hlaðinn eldri orðmyndum sem er skemmtilegt, mál hans er menntað og þrosk- að. Hann er víða tilgátugjarn en forðast sviðsetningar og eru þó tækifærin ærin. Ævisaga Sturlu verður um leið ævisaga Órækju, Jóns murts, Sturlu Sighvatsson- ar og fleiri manna sem við þessa sögu koma en ekki er gætt frekar að, þótt þörf hafi verið á, í þessa stóru mynd sem svo mörg mynd- brot vantar í og enginn getur glætt lífi nema skáldsaga. Nú eru fáir færir að gagnrýna þessa bók að gagni, þótt strákar hafi hlaupið upp og ausið hana lofi á breiðsíðum, nema fræðingar sem hafa eytt jafnlöngum tíma í heim- ildakönnun og Óskar. Og þeir eru fáir. Fornleifar hjálpa okkur svo skelfing lítið. Tilgátuvinnsla er skemmtileg pæling varðandi Reyk- holtsstað en því var ekki gengið svo langt með konungsgarð í Nor- egi sem þó er vitað nokkuð um og Óskar hefur örugglega gert sér í hugarlund. En hann hefur skil- að mikilvægum áfanga í miðlun miðaldafræða sem mörgum kann að nýtast í framtíðinni. Saknað er eftir mála vígs Snorra og ekki er tæpt á þeirri kenningu að öll frá- sögnin af vígi hans sé samin og hugsuð til að smána hann. Og þá um leið vaknar sú spurning hvers vegna eftirmæli hans eru svo rýr, hvers vegna andskotar hans og frændur, vandamenn sáu sér hæg- ast að láta hann hverfa í heimilda- leysi sögunnar svo stór sem hann var. Óskar getur fagnað frábærlega könnuðu verki, vandlega unnu, skýringar, heimilda- og nafnaskrár eru til fyrirmyndar; hann er skýr í frumlegum eða aðsóttum túlkunum á stjórnmálalegum og hagfræðileg- um breytingum, ljósi bregður hann á hin flóknu tengsl og er ekki ólík- legt að nú brenni í akademíunni nokkur öfund er Óskar stendur keikur í sínu virki: Þetta tókst mér vel. Páll Baldvin Baldvinsson Sagan af Snorra Sturlusyni BÓKMENNTIR Óskar Guðmundsson ræðst á garðinn hæstan og smíðar af litlum efnum mikla samtímalýsingu af lífi jöfurs evrópskra bókmennta. MYND FRETTABLAÐIÐ Á fimmtugasta og fjórða aldurs- ári er Kammerklúbburinn bara nokkuð sprækur. Á sínum langa ferli hefur klúbburinn verið í fararbroddi í flutningi á kamm- ermúsík á landinu og hafa marg- ir sprotar vaxið frá honum. Á þessum vetri verða fimm tón- leikar á vetrardagskránni, allir tónleikarnir verða í Bústaða- kirkju, eru alltaf á sunnudags- kvöldum og hefjast kl. 20. Tveir eru að baki en þeir þriðju verða á sunnudagskvöld. Þar kemur fram hópurinn Camerarctica, en hann skipa Hildigunnur Halldórsdótt- ir fiðla, Bryndís Pálsdóttir fiðla, Svava Bernharðsdóttir víóla, Sig- urður Halldórsson selló, Ármann Helgason klarínetta, Guðrún Óskarsdóttir semball. Verk- in eru úr smiðjum Buxtehude, Shostakovitsj og Brahms. Dieterich Buxtehude (1637- 1707) fæddist í danska stórríkinu, á Skáni eða í Holstein. Að megin- starfi var hann organleikari og fór mikið orð af hæfni hans. Á efri árum hans gerðu bæði Händel og Bach sér ferð á hans fund – hinn síðarnefndi, þá tvítugur, gekk 400 km leið til að heyra hann spila. Buxtehude bauð Händel að gerast eftirmaður sinn sem organleikari í Lübeck þar sem hann hafði starfað lengst, með því skilyrði að hann kvæntist eldri dóttur sinni, sem Händel afþakkaði. Meginhluti tónverka Buxtehudes er til söngs, kórverk og óratoríur, og er margt glatað. Af kammermúsík voru aðeins gefnar út fjórtán sónötur á hans tíð, og sú í D-dúr, sem flutt var í Kammermúsíkklúbbnum 1958, og í G-dúr sem nú verður flutt eru úr því safni. Með flutningi 11. strengjakvart- etts Dmitris Shostakovitsj (1906- 1975) lokast hringurinn: þá hafa allir fimmtán kvartettar þessa helsta kvartettaskálds 20. aldar verið fluttir í Kammermúsík- klúbbnum, en kvartett nr. 1 op. 49 var fluttur í nóvember 1957, á öðru starfsári klúbbsins. Kvart- ettinn var frumfluttur í Moskvu 26. mars 1966. Johannes Brahms (1833-1897) kynntist á efri árum frábær- um klarinettuleikara, Richard Mühlfeld, og fyrir hann samdi hann fjögur kammerverk, tvær sónötur (op. 120), tríó (op. 114) og kvintett (op. 115). Áður hafði Brahms látið sem hann hefði samið sitt síðasta verk, en Mühlfeld varð til að blása lífi í hina skapandi æð tónskáldsins. Kammermúsíkklúbburinn hefur flutt op. 114 níu sinnum og flytur nú op. 115 í sjöunda sinn. Mennta- málaráðuneyti, Reykjavíkurborg, Alcoa og Smith & Norland hf. eru styrktaraðilar Kammerklúbbs- ins í ár. Vefsíðan hans er www. kammer.is. - pbb Kammerklúbburinn held- ur til í Bústaðakirkju TÓNLIST Camerarctica á æfingu í vik- unni. MYND KAMMERKLÚBBURINN Óli G. Jóhannsson opnar sýningu á nýjum verkum í Studio Stafni, Ing- ólfsstræti 6, á morgun kl. 15. Óli hefur gert víðreist að undanförnu og hafa verk hans verið sýnd víðs vegar um heim. Síðasta sýning á verkum Óla G. á vegum Opera Gallery var í New York en þar voru sýnd fjórtán verk og seldist meirihluti þeirra. Á vegum Opera Gallery hefur Óli verið með sérsýningar í Lond- on og Singapúr auk þess að hafa tekið þátt í samsýningum í Seúl, Dúbaí og Mónakó. Fyrirhugaðar eru tvær stór- ar sýningar á næsta ári á vegum Opera Gallery ef allar áætlanir ganga eftir. Að sögn Jean-David Malat, eins af eigendum Opera Gallery, hafa viðbrögð við verk- um Óla G. verið vonum framar og eru forsvarsmenn gallerísins mjög ánægðir með framvinduna til þessa. Sýningin í Studio Stafni stendur aðeins til 29. nóvember og er opið alla daga frá kl. 14.00-17.00 nema mánudaga. - pbb Óli G. í Stafni MYNDLIST Eitt verka Óla á sýningunni í Stafni sem stendur aðeins fram á næstu helgi. MYND/GALLERÍ STAFN Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.