Fréttablaðið - 20.11.2009, Qupperneq 68
48 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR
„Ég er eins og aðrir. Ég kíki reglulega á Facebook
og tékka á „statusnum“,“ segir Guðmundur Annas
Árnason, eða Mummi, sem hefur gefið út nýtt lag
um Facebook, Hver er statusinn hjá þér?
Mummi segist vera fyrsti Íslendingurinn til að
gefa út lag um Facebook og er bara ansi ánægður
með það. „Það eru allir að leika sér á Facebook og
ég skildi aldrei að enginn var búinn að semja lag um
það. Þegar ég fékk hugmyndina ákvað ég að drífa
lagið í gegn áður en einhver annar færi að semja lag
um Facebook,“ segir hann og bætir við að textinn
hafi verið fljótur að fæðast. „Það sem er svo auðvelt
við að semja texta um Facbook er að þarna eru mörg
orð og heiti sem fólk er að nota. Maður getur gripið
þau á lofti og sniðið í kringum þau.“
Mummi er einnig söngvari í Klaufunum frá Sel-
fossi og hefur gefið út með þeim tvær plötur. Sóló-
ferill er þó eitthvað sem heillar hann og á næsta ári
hefjast upptökur á nýju lagi í Stúdíó Sýrlandi sem
mun fylgja eftir vinsældum Facebook-lagsins.
Þrátt fyrir að Mummi kíki öðru hverju á Face-
book segist hann ekki eyða miklum tíma þar.
Ástæðan er sú að hann rekur Kaffi Krús á Selfossi
þar sem hann hefur í nógu að snúast. Þar hefur
hann útbúið sérhannaðan Klaufamatseðill fyrir
hvern og einn í hljómsveitinni sem gestir staðarins
geta einnig pantað sér. Matseðillinn hefur heldur
betur hitt í mark, enda hélt hann Klaufunum södd-
um og sælum er þeir skelltu sér í upptökuleiðangur
til Nashville á síðasta ári. - fb
Semur fyrsta Facebook-lagið
MUMMI Mummi hefur sent frá sér fyrsta Facebook-lagið. Það
heitir Hver er statusinn hjá þér?
Will Ferrell er oflaunaðasti
kvikmyndaleikarinn í
Hollywood samkvæmt
nýjum lista tímaritsins
Forbes. Í öðru sæti er Ewan
McGregor og í því þriðja er
Billy Bob Thornton.
Þrátt fyrir að Ferrell sé einn vin-
sælasti gamanleikarinn í Holly-
wood eru launin sem hann fær
í vasann ekki í neinum takti við
gróðann af myndunum sem hann
leikur í. Samkvæmt útreikningum
Forbes græddu síðustu myndir Fer-
rells aðeins 3,29 dollara fyrir hvern
dollara sem honum var borgað fyrir
vinnu sína.
Skoski leikarinn Ewan McGregor
er næst oflaunaðastur, í þriðja sæti
er Billy Bob Thornton, gamanleik-
arinn Eddie Murphy er fjórði og
rapparinn Ice Cube í fimmta sæti.
Eftir að Eddie Murphy lék í nokkr-
um vinsælum myndum í röð á borð
við The Nutty Professor krafð-
ist hann hærri launa fyrir næstu
myndir sínar. Síðan þá hafa vin-
sældir hans dvínað þrátt fyrir að
hann fái ennþá feitt launaumslag
fyrir hverja einustu mynd. Síðasta
floppið hans er Meet Dave sem var
rökkuð niður af gagnrýnendum.
Í könnun Forbes var ekki bara
litið til aðsóknar í kvikmyndahúsum
heldur einnig sölu á mynddiskum og
sjónvarpsréttindum. Hjartaknúsar-
inn Tom Cruise varð sjötti á listan-
um. Ástæðan fyrir því eru samn-
ingar sem hann gerði þar sem hann
fékk ekki greitt fyrir hlutverkin
heldur fékk hluta af ágóðanum í
staðinn.
Eina leikkonan sem komst á topp
tíu listann var Drew Barrymore
sem lenti í sjöunda sæti. Í síðasta
mánuði birti Forbes tölur yfir þær
leikkonur sem skiluðu mestum
hagnaði í Hollywood og varð hin
ástralska Naomi Watts hlutskörp-
ust. Áður hafði Shia LaBeouf náð
efsta sætinu yfir þá karlleikara
sem öruggast er að veðja á.
Will Ferrell fær of há laun
FIMM OFLAUNUÐUSTU:
1. Will Ferrell
2. Ewan McGregor
3. Billy Bob Thornton
4. Eddie Murphy
5. Ice Cube
6. Tom Cruise
7. Drew Barrymore
8. Leonardo DiCaprio
9. Samuel L. Jackson
10. Jim Carrey
„Þetta er kynning á okkur öllum
og í raun og veru verslun. Þetta
er allt nýtt,“ segir hönnuðurinn
Edda Skúladóttir.
Edda og fjórir aðrir hönnuðir,
Áslaug Saja, Ása Gunnlaugs-
dóttir, Davíð Þorsteinsson og
GUNKAT, kynna hönnun sína á
Barónsstíg 3 um helgina. Edda
hannar undir nafninu fluga og
opnaði í gær vefsíðuna Fluga.is.
„Við verðum bara með búðina
um helgina,“ segir Edda og bætir
við að það verði opið á laugardag
frá 12 til 17 og á sunnudag frá
13 til 17. Ýmislegt verður í boði,
bæði föt og skartgripir. „Þetta
verður rosalega flott og við leggj-
um mikið í þetta. Ég er með fatn-
að, Áslaug Saja er með boli og
leðurvörur, Ása er gullsmiður og
GUNKAT er með hárskraut og
fylgihluti.“
Edda segir að íslensk hönnun
hafi blómstrað í kreppunni og
spár um að árið yrði rólegt hafi
ekki ræst. „Ég hélt að það yrði
rólegt eftir áramótin,“ segir hún.
„En það er búið að vera nóg að
gera.“ - afb
Kynna nýja hönnun
Amy Winehouse langar nú að láta laga á sér
nefið. Söngkonan eyddi nýverið 35.000 pund-
um í að láta stækka brjóst sín úr skálastærð
32B í 32D og samkvæmt heimildum breska
dagblaðsins The Sun vill hún núna láta laga
á sér „nornanefið“. Winehouse, sem er 26
ára, er sögð kunna vel við allt hrósið sem hún
hefur fengið fyrir betra útlit upp á síðkastið.
Þá hefur hún verið að teikna upp myndir af
sjálfri sér því hún hefur í hyggju að láta búa
til dúkku sem lítur út eins og hún og er sann-
færð um að dúkkan verði vinsæl meðal barna
og aðdáenda.
Langar í nefaðgerð
BREYTT ÚTLIT Amy Wine-
house lét nýverið stækka á
sér brjóstin.
KYNNIR FATNAÐ Edda og fjórir aðrir hönnuðir kynna vörur sínar um helgina.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
OFLAUNAÐIR
Will Ferrell fær allt
of há laun samkvæmt
Forbes. Ewan McGreg-
or er í öðru sæti,
Eddie Murphy í því
fjórða og Drew
Barrymore er í
sjöunda sæti.