Fréttablaðið - 20.11.2009, Side 71

Fréttablaðið - 20.11.2009, Side 71
FÖSTUDAGUR 20. nóvember 2009 51 Fyrirsætan Heidi Klum eignaðist sitt fjórða barn fyrir tæpum mánuði en er strax komin aftur til vinnu. Þrátt fyrir að líta sérstaklega vel út heldur hún því fram að hún sé ekki enn komin með sinn gamla vöxt. „Maður breytist með aldrinum. Þetta var allt öðruvísi þegar ég var yngri og gekk með mitt fyrsta barn.“ Klum segist ekki fara í ræktina til að æfa sig, heldur sé nóg að hugsa um fjögur börn. „Ég er á stanslausri ferð með börnin. Þegar maður á fjögur börn er lítið um letilíf. Brjóstagjöfin er besta leiðin til að missa barnafituna, það og hollur matur ásamt smá hreyfingu.“ Eltir börnin EKKERT LETILÍF Heidi Klum segir börnin sín fjögur sjá til þess að hún hreyfi sig nóg. „Ég byrjaði að æfa á fullu fyrir svona ári og sökkti mér þá í þetta,“ segir Friðrika Hjördís, sjónvarpskokkur og þáttastjórnandi Wipeout. Óhætt er að segja að Friðrika sé í fantaformi, enda æfir hún daglega í Laugum World Class og gengur reglulega á fjöll. „Ég mæti eiginlega bara til að geta borðað meira. Mér finnst hrikalega gott að borða og er mikill nautnaseggur svo ef ég mætti það ekki veit ég ekki hvar þetta myndi enda,“ segir Friðrika og hlær, en viðurkennir að með aukinni líkamsrækt kalli líkaminn á hollari mat. „Ég fer ekki eftir neinu prógrammi og hef engan sérstakan metnað fyrir því að vera með eitthvert „sixpack“. Þetta er ekki átak hjá mér heldur hluti af mínu lífi. Svo er þetta líka bara svo gott fyrir sálina,“ útskýrir Friðrika og segist hafa litla trú á skyndikúrum. „Ef fólk ætlar að koma sér í gott form er þetta bara spurning um að borða skynsamlega og æfa meira.“ Sýningar á Wipeout hefjast 11. desember og aðspurð segist Friðrika vera orðin spennt að sjá útkomuna. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég veit að margir bíða spenntir eftir að horfa. Það góða við þessa þætti er að það eru svo margir að ögra sjálfum sér. Við erum alltaf að passa okkur að gera okkur ekki að fíflum, en þarna er fólk að fara út fyrir þægindahringinn, sem gerir þetta svo skemmtilegt,“ segir hún. - ag Rikka í hörkuformi DUGLEG Í RÆKTINNI Friðrika æfir daglega í World Class í Laugum og gengur reglulega á fjöll. Hún segir hreyfinguna engan lúxus, heldur lífsnauðsyn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nicole Richie liggur nú á spítala eftir að hún greindist með lungna- bólgu. Raunveruleikasjónvarps- stjarnan var flutt á Cedars-Sinai spítalann í Los Angeles eftir að hún kvartaði undan vanlíðan og var hún þá greind, en samkvæmt talsmanni Richie líður henni ágæt- lega. Nicole Richie skrifaði nýverið færslu á Twitter-síðu sína þar sem hún kvartaði yfir því að vera búin að vera kvefuð í sex daga og stuttu síðar fékk hún lungnabólguna. Richie verður fjarri fjölskyldu sinni þar til henni batnar, en hún á tvö börn ásamt eiginmanni sínum Joel Madden, dótturina Harlow sem er tæplega tveggja ára og soninn Sparrow sem er aðeins tveggja mánaða gamall. Nicole lögð inn á spítala MEÐ LUNGNABÓLGU Nicole Richie hefur greinst með lungnabólgu og dvelur nú á Cedars-Sinai spítalanum í Los Angeles. Kirsten Dunst segist ekki lengur vera vinkona fyrrverandi kærasta síns Jakes Gyllenhaal. Dunst og Gyllenhaal áttu í ástarsambandi í tvö ár en hættu saman árið 2004. „Það væri gaman að hitta hann aftur en við erum ekki góðir vinir,“ sagði Dunst. Gyllen haal er núna með leikkonunni Reese Witherspoon en Dunst er laus og liðug. Hún var áður með rokkaranum Johnny Borrell úr Razorlight. „Vinkonur mínar sofa stundum uppi í rúmi hjá mér en engir aðrir gestir, alla vega ekki til langs tíma.“ Ekki vinkona Gyllenhaal KIRSTEN DUNST Segist ekki lengur vera vinkona Jakes Gyllenhaal.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.