Fréttablaðið - 20.11.2009, Side 72

Fréttablaðið - 20.11.2009, Side 72
52 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Guðrún Jóna Kristjánsdóttir skrifaði í gær undir þriggja ára samning við KR um að gerast aðalþjálfari meistaraflokks kvenna í fótbolta hjá Vesturbæjarfélaginu en Kristrún Lilja Daðadóttir verður aðstoðarþjálfari liðsins og Björgvin Karl Gunnarsson verður þjálfari 2. flokks ásamt því að verða þeim Guðrúnu Jónu og Kristrúnu Lilju innan handar með meistaraflokkinn. Guðrún Jóna þjálfaði lið Aftureld- ingar/Fjölnis síðasta sumar en er að snúa aftur á fornar slóðir þar sem hún lék 336 leiki með KR við góðan orðstír á árunum 1985 til ársins 2004 og skoraði í þeim leikjum 143 mörk. „Ég er rosalega ánægð með að vera komin heim til KR þar sem ég hef verið hér alla mína tíð fyrir utan smá hliðar- skref,“ sagði Guðrún Jóna ánægð í samtali við Fréttablaðið í gær. KR gekk í gegnum miklar breytingar síðasta sumar. Félagið missti nokkra landsliðsleikmenn úr röðum sínum fyrir tímabilið en ákvað í staðinn að byggja leikmannahóp sinn á ungum og efnilegum leikmönnum. „Þetta var lærdómsríkt sumar fyrir KR og við munum byggja á þessum ungu og efnilegu leikmönnum sem eru nú reynslunni ríkari og stuðla að því að þeir haldi áfram að bæta sig. Við ætlum að komast aftur í fremstu röð og stefnan er að leggja grunninn að því strax næsta sumar. KR á náttúrulega heima í toppbaráttunni og það var því frekar óvenjulegt að sjá liðið um miðja deild síðasta sumar en núna liggur þetta allt upp á við,“ segir Guðrún Jóna vongóð. „Næsta skref hjá mér verður bara að skoða leikmannahópinn og kynnast þeim stelpum sem ég þekki ekki fyrir og stefnan er klárlega að halda þeim leikmönnum sem eru fyrir hjá félaginu og fá þá til þess að skrifa undir samninga,“ segir Guðrún Jóna en fyrirliðinn Lilja Dögg Valþórsdóttir skrifaði einmitt undir nýjan tveggja ára samning við KR í gær. GUÐRÚN JÓNA KRISTJÁNSDÓTTIR: VAR Í GÆR RÁÐIN ÞJÁLFARI MEISTARAFLOKKS KVENNA Í FÓTBOLTA HJÁ KR Við ætlum að komast aftur í fremstu röð Iceland Express-deild karla Grindavík - Stjarnan 93-83 (38-30) Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 27, Ómar Örn Sævarsson 19 (12 fráköst), Darrell Flake 16 (8 fráköst), Brenton Birmingham 13, Arnar Freyr Jónsson 8, Þorleifur Ólafsson 7, Björn Brynjólfs- son 3. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 29 (8 frák., 6 stoðs.), Jovan Zdravevski 22, Kjartan Atli Kjart- ansson 13 (9 frák.), Magnús Helgason 8 (9 frák.), Fannar Freyr Helgason 5 (15 frák.), Ólafur Aron Ingvason 4, Birgir Björn Pétursson 2. Tindastóll - Keflavík 69-88 (26-40) Stig Tindastóls: Svavar Atli Birgisson 22 (10 frák.), Helgi Rafn Viggósson 13, Axel Kárason 12 (9 frák.), Amani Bin Daanish 7 (14 frák.), Helgi Margeirsson 7, Michael Giovacchini 3, Hreinn Birgisson 2, Sveinbjörn Skúlason 2, Sigmar Björnsson 1. Stig Keflavíkur: Sigurður Þorsteinsson 25 (15 frák.), Rashon Clark 22 (19 frák.), Davíð Þór Jóns- son 12, Hörður Axel Vilhjálmsson 10, Elentinus Margeirsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Sverrir Þór Sverrisson 4, Gunnar Einarsson 4. KR - Hamar 91-88 (26-34) Stig KR: Semaj Inge 27, Tommy Johnson 18, Ólaf- ur Már Ægisson 14, Brynjar Þór Björnsson 13, Finnur Magnússon 8 (8 frák.), Darri Hilmarsson 6, Fannar Ólafsson 3 (8 frák.), Jón Orri Kristj- ánsson 2. Stig Hamars: Andre Dabney 27 (8 frák, 7 stoðs.), Marvin Valdimarsson 27, Oddur Ólafsson 10, Svavar Páll Pálsson 9 (8 frák, 7 stoðs.), Ragnar Nathanaelsson 8 (8 frák.), Páll Helgason 4, Vidar Örn Hafsteinsson 3. N1-deild karla HK - Valur 20-24 (10-11) Mörk HK (skot): Valdimar F. Þórsson 5/1 (11/2), Bjarki M. Gunnarsson 4 (4), Vilhelm G. Berg- sveinsson 3 (3), Hákon Bridde 2 (2), Atli Æ. Ing- ólfsson 2 (5), Ragnar Hjaltested 2/0 (4/1), Sverrir Hermannsson 2 (7), Ólafur Víðir Ólafsson 0 (1) Varin skot: Sveinbjörn Péturss 14, Lárus Ólafss. 2 Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki 3, Atli, Ragnar, Hákon) Fiskuð víti: 3 (Bjarki, Sverrir, Hákon) Utan vallar: 2 mín. Mörk Vals (skot): Fannar Friðgeirsson 7 (8), Arnór Gunnarsson 6 (13), Ernir H. Arnarsson 4 (8), Elvar Friðriksson 3/3 (8/3), Ingvar Árnason 2 (3), Gunnar I. Jóhannsson 1 (4), Sigfús Páll Sigfússon 1 (4), Orri Freyr Gíslason 0 (2), Atli Báruson 0 (1). Varin skot: Hlynur Morthens 15/1 Hraðaupphlaup: 7 (Fannar 4, Arnór 2, Gunnar) Fiskuð víti: 3 (Orri 2, Fannar) Utan vallar: 6 mín. Fram - Akureyri 18-27 (10-12) Mörk Fram (skot): Arnar B. Hálfdánarson 8/4 (14/4), Magnús Stefánsson 4 (13), Halldór Jóhann Sigfússon 2 (3), Jóhann K. Reynisson 2 (3), Stefán B. Stefánsson 2 (6), Lárus Jónsson (1), Hákon Stefánsson (1), Andri B. Haraldsson (6). Varin skot: Magnús Erlendsson 12 (30/3, 40%), Sigurður Örn Arnarson 6 (15/1, 40%). Hraðaupphlaup: 4 (Andri Magnús 1, Halldór Jóhann 1, Stefán Baldvin 1, Jóhann Karl 1). Fiskuð víti: 4 (Halldór 2, Stefán B. 1, Arnar B. 1). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Jónatan Þór Magnússon 13/4 (17/5), Oddur Grétarsson 6 (9), Árni Þór Sigtryggsson 2 (8), Heimir Árnason 2 (4), Hreinn Hauksson 2 (2), Hörður F. Sigþórsson 1 (2), Guð- laugur Arnarsson 1 (1), Geir Guðmundsson (2), Guðmundur Helgason (2), Valdimar Þengilsson (1). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 22 (40/4, 55%). Hraðaupphlaup: 8 (Oddur 5, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1, Jónatan Þór 1). Fiskuð víti: 5 (Árni 2, Geir 1, Guðlaugur 1, Oddur 1). Utan vallar: 14 mínútur. Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Péturs- son, misstu aðeins tökin í seinni hálfleik. STAÐAN Valur 6 5 0 1 158-138 10 Haukar 4 3 1 0 104-98 7 Akureyri 6 3 1 2 144-140 7 FH 5 2 1 2 149-148 5 HK 5 2 1 2 122-128 5 Grótta 5 2 0 3 126-121 4 Stjarnan 5 1 0 4 114-127 2 Fram 6 1 0 5 148-165 2 ÚRSLIT > Fer í læknisskoðun í dag Ólafur Ingi Skúlason mun sennilega semja við danskt félag í dag ef hann stenst læknisskoðun hjá félaginu. Það staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið en vildi ekki gefa upp til hvaða liðs hann væri að fara. Danski vefmiðillinn onside.dk hefur hins vegar fullyrt að hann sé á leið til SönderjyskE en Sölvi Geir Ottesen, félagi Ólafs í landsliðinu, leikur með því liði í dönsku úrvalsdeildinni. Ólafur Ingi hefur spilað með Helsingborg í Svíþjóð undanfarin þrjú ár en var þar áður í Englandi hjá Arsenal og Brentford. HANDBOLTI „Þið eruð svo fyrirsjá- anlegir að ég gæti spilað vörn á móti ykkur,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, reiði- lega við sína menn í einu af leik- hléum fyrri hálfleiks gegn HK í gær. Valsmenn voru þá undir en náðu forystunni fyrir hálfleik og létu hana aldrei af hendi eftir það, unnu 24-20 útisigur. HK-ingar voru vel inni í leiknum lengi vel en um miðjan seinni hálf- leikinn kom kafli þar sem sóknar- leikur þeirra var í molum og það nýttu Valsmenn sér og hreinlega slátruðu heimamönnum. Hlíðar- endapiltar náðu fimm marka for- skoti og þá var róðurinn orðinn of þungur fyrir mótherjana. „Við náðum ekki að telja tækni- feilana í seinni hálfleik, þeir voru það margir,“ sagði Gunnar Magn- ússon, þjálfari HK. „Þeir bara slátruðu okkur í hraðaupphlaup- um. Ég var ánægður með vörnina og markvörsluna í fyrri hálfleik en sóknarleikur okkar í seinni hálf- leik var skelfilegur.“ Gunnar segir að sitt lið eigi enn langt í land. „Valsmenn eru tölu- vert á undan okkur eins og staðan er í dag. Við erum í harðri baráttu og verðum að spýta í lófana, við verðum að gera betur en þetta.“ Óskar Bjarni segist hafa verið mjög ánægður með að hafa verið með eins marks forystu í hálfleik miðað við fyrri hálfleikinn. „Við eigum mjög mikið inni sóknar- lega miðað við síðustu tvo leiki. Á móti kemur að ég er mjög sáttur við varnarleikinn. Ég held að við höfum síðast unnið hérna 2006 svo það er mjög kærkomið að vinna,“ sagði Óskar. Valur er sem stendur í efsta sæt- inu. „Við tökum bara einn leik í einu, það hefur alltaf hentað okkur best. En við vitum alveg hvert við stefnum og hvert við ætlum.“ - egm Valsmenn kaffærðu HK-inga á tíu mínútna kafla í N1-deildinni í gær: Erfið fæðing hjá Valsmönnum í Digranesi TEKIÐ Á ÞVÍ Fannar Þór Friðgeirsson sækir að marki HK-inga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÖFLUGIR Justin Shouse og Páll Axel Vilbergs- son áttu báðir góðan leik en sá síðar- nefndi hafði betur að þessu sinni. KÖRFUBOLTI Grindvíkingar unnu mikilvægan 93-83 sigur á Stjörn- unni í Iceland Express-deild karla í gær. Grindavíkurliðið var með frumkvæðið allan leikinn en seigla Stjörnumanna hélt þeim inni í leikn- um og úr varð spennandi leikur allt til enda. Grindvíkingar höfðu síðan betur í lokin og þriggja stiga karfa Páls Axels Vilbergssonar um leið og lokaflautið gall lét sigurinn líta öruggari út. „Það var gríðarlega dýrmætt fyrir okkur að vinna þennan leik. Við hefðum ekki viljað vera með fjóra tapleiki eftir sjö umferðir. Við erum mjög kátir með að vinna þennan leik því þeir eru með hörku- lið sem þeir hafa bæði sýnt í byrjun móts sem og í fyrra,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindvíkinga, í leikslok. Grindavíkurliðið náði ítrekað upp ágætu forskoti en missti það alltaf jafnóðan niður. „Við náðum aldrei almennilega að hrista þá af okkur. Það vantaði alltaf þennan sex til átta stiga kipp hjá okkur sem við erum vanir að ná. Við erum ekki að ná því en við erum að vinna þetta á varn- arleik og við erum að verjast prýðilega,“ sagði Friðrik og stigin tvö voru mikilvægust af öllu. „Þetta var baráttuleikur og ég var ánægður með hvað liðið vann vel saman í þessu. Við höfum verið að hreinsa til í hausnum hjá okkur og þetta var nauðsynlegur sigur fyrir framhaldið hjá okkur,“ sagði Frið- rik. Páll Axel Vilbergsson og Ómar Sævarsson (19 stig, 12 fráköst, 10 fiskaðar villur) áttu báðir sinn besta leik í langan tíma. „Ég veit ekki hvort ég er búinn að finna taktinn en þetta gekk ágæt- lega í dag,“ sagði Páll Axel Vil- bergsson sem átti sinn langbesta leik í vetur í gær, var með 27 stig og setti niður 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Grindavík vann þær 36 mínútur sem hann spilaði með 14 stigum. Páll fékk líka mikið hrós frá þjálfara sínum í leiks- lok. „Páll Axel var frábær í þess- um leik báðum megin á vellinum. Hann spilaði fantavörn og var frábær í sókninni þar sem mikið frumkvæði var í honum,“ sagði Friðrik og Páll sjálfur viður- kenndi að þetta hafi verið allt annað hjá honum. „Við vorum ekki spila á fullu sjálfs- trausti, það vantaði bara mikið í marga leikmenn og þar á meðal mig. Ég er bara búinn að vera lélegur það sem af er móti. Ég vil ekki segja að ég sé búinn að snúa við blaðinu en við erum allavega að vinna í okkar málum. Þetta var kannski ávísun á það að við séum farnir að gera rétta hluti,“ sagði Páll Axel. Stjörnumenn sýndu mikinn styrk með því að halda sér inni í leiknum en eftir sigra í fimm fyrstu leikjun- um er liðið að ganga í gegnum erf- iða tíma sem reynir mikið á hóp- inn. „Það eru 6 af 7 mönnum hjá okkur meiddir og þeir eru að spila á 50 prósent hraða. Það er samt engin afsökun því þeir spila leikina en ég er virkilega stoltur af þeim,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunn- ar, og hann er ekkert að hafa áhyggjur þrátt fyrir að liðið sé búið að tapa tveimur leikj- um í röð. „Við erum hæst- ánægðir með stöðuna í deild- inni eins og hún er í dag að við séum með fimm sigra og tvö töp. Við ætlum að reyna að ná fleiri sigrum fyrir jól. Menn eru á batavegi og þeir verða bara betri,“ segir Teitur. Justin Shouse og Jovan Zdra- vevski voru að venju í aðalhlut- verkum hjá Stjörnunni en Teitur hrósaði séstaklega dugnaði fyrirliðans Fannars Freys Helga- sonar. „Ég er hrikalega stoltur af strákunum eins og þeir spiluðu í dag og þá sérstaklega Fannari. Ég veit ekki hvað hann tók mörg fráköst á annarri löppinni sem er bara magn- að,“ sagði Teitur en Fannar var með 15 fráköst í leiknum. „Við eigum Njarðvík í næsta leik og við vissum að þetta yrði brjál- aður nóvember hjá okkur og þess vegna var mikilvægt að taka þessa fyrstu leiki í mótinu. Það hjálpaði okkur,“ sagði Teitur. ooj@frettabladid.is Nauðsynlegur sigur fyrir framhaldið Grindvíkingar fögnuðu langþráðum heimasigri þegar liðið vann 93-83 sigur á Stjörnunni í gær. Páll Axel Vilbergsson fann taktinn á nýjan leik og skoraði 27 stig í leiknum. Ómar Sævarsson átti einnig góðan leik.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.