Fréttablaðið - 20.11.2009, Page 74

Fréttablaðið - 20.11.2009, Page 74
 20. nóvember 2009 FÖSTUDAGUR GÓÐAR FRÉTTIR Frídreifing verður áfram á höfuðborgarsvæðinu, suðvestur- horninu, Akranesi, Reykjanesi, Akureyri, í Borgarnesi og Árborg. Nú verður Fréttablaðið líka aðgengilegt í öllum öðrum landshlutum og fæst í lausasölu á kostnaðarverði. Þeir sem hafa áhuga á að fá blaðið til sölu á kostnaðarverði vinsamlegast hafi samband við Pósthúsið í síma 585 8300. Hér færðu Fréttablaðið á kostnaðarverði: Nú er Fréttablaðið aðgengilegt hringinn í kringum landið. Ásbyrgi Verslunin Ásbyrgi Bakkafjörður Mónakó Baula Verslun Blönduós N1 Potturinn og pannan Dalvík N1 – Olís Egilsstaðir N1 Eskifjörður Shell skáli Kría veitingastaður Fellabær Olís Hella Olís Hellissandur Hraðbúð N1 Shell Húsavík N1 – Olís – Shell skáli Hvolsvöllur N1 – Söluskálinn Björk Höfn N1 – Olís Ísafjörður N1 Kópasker Búðin Kópasker Laugarvatn Tjaldmiðstöðin Neskaupstaður Olís Ólafsfjörður Olís Ólafsvík N1 – Olís Patreksfjörður Grillskálinn Patreksfirði N1 Raufarhöfn Verslunin Urð Reyðarfjörður N1 – Olís – N1 Rif Umboð Shell / Tandur Sauðárkrókur N1 – Shell skáli Hlíðarkaup Siglufjörður Olís Skagaströnd Olís Staðarskáli N1 Stykkishólmur Bónus – Olís – Bakarí Stöðvarfjörður Brekkan veitingastaður Víðigerði Verslunin Víðigerði Vík N1 Vopnafjörður N1 Þórshöfn N1 Allt sem þú þarft... Hægt er að fá Fréttablaðið sent frítt í tölvupósti á morgnana eða nálgast það á Visir.is. Patreksfjörður Bakkafjörður KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar eru eina taplausa liðið í Iceland Express- deild karla eftir fyrstu sex umferð- irnar og geta unnið sjöunda leik- inn í röð í kvöld þegar liðið tekur á móti Breiðabliki í Ljónagryfjunni. Sigurður Ingimundarson tók við liði Njarðvíkur af bróður sínum skömmu fyrir mót en hann hafði áður stjórnað nágrönnunum og erkifjendunum í Keflavík á 12 af síðustu 13 tímabilum. Sigurður hefur náð að koma með nýtt líf inn í Njarðvíkurliðið sem olli nokkrum vonbrigðum í fyrra. Njarðvíkingar spila með al- íslenskt lið og eru nú eina liðið í deildinni sem ekki teflir fram erlendum leikmanni. Þetta er besta byrjun alíslensks liðs síðan Njarð- víkingar unnu fyrstu 14 leiki sína tímabilið 1988-89. Sigurður byrjaði frábærlega með Keflavík á sínum tíma en liðið vann fjórfalt á hans fyrsta tíma- bili veturinn 1996 til 1997. Kefla- vík varð þá fyrirtækjameistari í nóvember, bikarmeistari í febrúar, deildarmeistari í mars og Íslands- meistari í apríl. Þetta frábæra tímabil byrjaði samt ekki eins vel og tímabilið hefur byrjað hjá Njarðvíkingum í ár. Keflavík vann þá fimm fyrstu leiki sína áður en það tapaði tveimur af næstu þrem- ur. Fyrsta tapið kom í deildarleik á móti Njarðvík í Ljónagryfunni 24. október 1996. Eftir þessi tvö töp með tveggja vikna tímabili vann Keflavíkurliðið hins vegar 15 af 16 síðustu deildarleikjum sínum og síðan alla titla í boði. Sigurður þekkti misvel til leikmanna Njarðvíkinga áður en hann tók við liðinu en engan þekkti hann þó betur en Magnús Þór Gunnarsson sem hefur spil- að nær allan sinn körfuboltaferil fyrir hann bæði með Keflavík og landsliðinu. Það kemur því kannski ekki á óvart að Magnús hafi blómstrað síðan að Sigurður tók við liðinu en hann hefur skorað 18,7 stig og gefið 3,8 stoðsendingar á 29 mín- útum í fyrstu sex deildarleikj- unum og skoraði enn fremur 28 stig (átta þrista) þegar Njarðvík sló KR út úr Subway-bikarnum á dögunum. Annar leikmaður sem hefur blómstrað undir stjórn Sigurðar í haust er Jóhann Árni sem hefur leikið einstaklega vel. Nú er að sjá hvort framhald verði á sigurgöngu Njarðvíkinga undir stjórn Sigurðar en nágrann- ar þeirra í Keflavík eru örugglega farnir að telja niður fyrir fyrsta innbyrðisleik liðanna síðan sigur- sælasti þjálfari félagsins tók við erkifjendunum úr Njarðvík. ooj@frettabladid.is Byrjar betur með Njarðvík en hann gerði hjá Keflavík Njarðvík hefur unnið sjö fyrstu leiki sína undir stjórn Sigurðar Ingimundarson- ar sem er besta byrjun alíslensks liðs í úrvalsdeild karla í tvo áratugi. Í GRÆNU Sigurður Ingimundarson sést hér koma skilaboðum til sinna manna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Ólöglegt sigurmark Frakklands í framlengingu í síð- ari umspilsleiknum gegn Írlandi á miðvikudagskvöld hefur ollið miklu fjaðrafoki og Írar hafa formlega farið fram á að leikur- inn verði spilaður aftur. Thierry Henry handlék boltann í tvígang, áður en hann gaf stoðsendinguna að sigurmarkinu sem William Gallas skoraði, án þess að dómari leiksins tæki eftir einu né neinu og því var markið látið standa. „Þessi augljósu mistök sem dóm- arinn gerði með því að láta umrætt mark standa hafa ekki gert neitt annað en að eyðileggja ímynd fót- boltans og því hefur Knattspyrnu- samband Írlands kallað á alþjóða- knattspyrnusambandið FIFA að það sjái til þess að leikurinn verði spilaður aftur. Við teljum það vera mikilvægt í ljósi háttvísi og heiðar- leika í fótboltanum að FIFA bregð- ist nú við,“ segir í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandi Írlands. Fordæmi er fyrir því hjá FIFA að leikur hafi verið spilaður að nýju vegna dómaramistaka en það gerðist árið 2005 þegar Úsbekistan og Barein þurftu að endurtaka leik sinn. - óþ Írar eru bálreiðir út af ólöglegu marki Frakka í umspilsleik þjóðanna í fyrrakvöld: Vilja láta spila leikinn aftur HENDI Ekki fer á milli mála að Thierry Henry handlék boltann. NORDIC PHOTOS/AFP HANDBOLTI Akureyri vann í gær sinn þriðja sigur í röð í N1-deild karla er liðið lagði Fram í Safa- mýrinni í gær, 27-18. Staðan í hálf- leik var 12-10, norðanmönnum í vil. Framarar byrjuðu reyndar mun betur. Þeir voru fastir fyrir í vörn- inni og leystu framliggjandi 3-2-1 vörn Akureyringa ágætlega. Þeir komust í 9-5 eftir rúmlega fjórtán mínútna leik en þá hrundi leikur liðsins algerlega. Akureyri skoraði á næstu 30 mínútum leiksins fjórtán mörk gegn aðeins tveimur hjá Fram og sneri því leiknum algerlega sér í hag. Magnús Erlendsson var þrátt fyrir þetta að verja þokkalega í marki Framara en þó fjaraði undan honum eftir því sem á leið. Jónatan Þór Magnússon fór á kostum í leiknum og skoraði alls þrettán mörk. „Við höfum verið að byrja frekar illa í okkar leikjum en þrátt fyrir að það hafi gerst í kvöld fannst mér alltaf ákveðinn neisti vera til staðar hjá okkur. Ég hafði því ekki áhyggjur,“ sagði Jónatan. „En varnarleikurinn var frábær hjá okkur. Það var nokkuð óvenjulegt að spila 3-2-1 vörn allan leikinn en Flóki varði vel í mark- inu og við keyrðum yfir þá með hraðaupphlaupsmörkum.“ Einar Jónsson, aðstoðarþjálf- ari Fram, sagði sóknarleik sinna manna hafa verið afar slakan. „Þetta er sama vandamál og verið hefur í síðustu leikjum. Sókn- arleikurinn virðist einfaldlega ekki vera til staðar. Við höfum byrjað vel og gerðum það aftur í kvöld en sem fyrr náðum við ekki að nýta okkur þann meðbyr. Á meðan svo er virðist lítið hægt að gera.“ Hann segir að það sé engin afsökun þó svo að Fram hafi misst marga leikmenn frá síðasta tíma- bili. „Við erum enn með marga góða leikmenn í okkar liði en okkur vantar enn að fá það sem við viljum úr okkar leikreyndustu mönnum.“ - esá Akureyri vann öruggan sigur á Fram í Safamýrinni í N1-deild karla í gær: Jónatan skaut Framara í kaf TEKUR Á RÁS Árni Þór Sigtryggsson í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FYRSTU 8 LEIKIRNIR MEÐ KEFLAVÍK 3. október deild ÍR (heima) 99-84 sigur 6. okt. deild Grindavík (úti) 108-103 sigur 10. október deild ÍA (heima) 93-60 sigur 18. otk. fbikar Snæfell (úti) 121-77 sigur 20. okt. fbikar Snæfell (h.) 122-82 sigur 24. október deild Njarðvík (úti) 87-94 tap 31. október deild KR (heima) 106-87 sigur 4. nóvember deild Haukar (úti) 81-88 tap Samantekt: 8 leikir, 6 sigrar og 2 töp FYRSTU 7 LEIKIRNIR MEÐ NJARÐVÍK 15. október deild ÍR (úti) 88-70 sigur 18. okt. deild Tindastóll (h.) 108-81 sigur 23.október deild Grindavík (úti) 74-67 sigur 29. október deild Fjölnir (úti) 73-64 sigur 1. nóvember deild KR (heima) 76-68 sigur 6. nóvember bikar KR (heima) 90-86 sigur 12. nóv. deild Hamar (úti) 100-89 sigur Samantekt: 7 leikir, 7 sigrar og 0 töp

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.