Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 38

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 38
Gilles ' Mauvoisin gægðist gegnum lof topið á akipinu. Hann var rauðeygður og þrútinn til augnanna og maður hefði getað haldið að hann hefði verið að gráta, en það vár nú eitthvað annað. I>að var Solemdal skipstjóri, sem hafði beðið hann að aðstoða í salnum, þar sem hann hafði matazt á ferðalaginu. Gilles beið. Hann var i þykkum, svörtum yfir- frakka og hafði selskinnshúfu á höfði. Taskan hans var við hlið hans og hann leit út eins og maður, s,em stendur í gílngi hraðlestar um það bil, semlhún er að renna inn á stöðina. Hann var með: vasaklút í hendinni af þvi hann var kvefaður. Þeir voru enn í togarakvínni, og hann hafði ekki enn þá séð La Roehelle. Ef til vill var loft- opið öfugum megin. Þeir höfðu farið framhjá nokkrum rauðum og svörtum duflum, sem hann áleit að ættu að marka leiðina inn sundið. Því naest hafði skipið runnið fram hjá röð greni- trjáa og eftir það var farið að hringja á skip- inu. Gilles gizkaði á, hvað það þýddi: hálfa ferð aftur á bak . . . vélin stöðvuð . . . hægt á- fram . Hanní horfði enn í áttina til borgarinnar, en allt og sumt, sem hann sá voru járnbrautartein- ar, yfirgefnir flutningavagnar og gamalt skip, en hinum megin við það var vörugeymsluhús. Tekið var að rökkva — í raun og veru var þegar komin nótt. Það var aðeins gulleitt mist- ur í lofti, sem var síðustu leifar dagsbirtunnar. Hann sá fleiri járnbrautarteina, olíubíl og upp við hann var reist reiðhjól og þarna, beint fyrir framan Gilles, svo að segja rétt hjá honum, voru maður og kona í faðmlögum. Það mátti segja, að þetta væri það fyrsta, sem Gilles sá af La Rochelle. Hann sá aðeins bakiS á manninum. Hann var í móbrúnum her- mannabúningi og hafði svart, hrokkið hár. Hann var höfuðfatslaus. Hann sá ekki meira af stúlk- unni en hárið, sem einnig var dökkt, og annað augað, sem var galopið og starði á hann, en vörum sínum þrýsti hún á munn vinar síns. Það var eitthvað undarlegt við þennan langa koss. Þó var eitthvað enn þá kynlegra við þetta galopna, starandi auga, sem virtist hafa verið að kanná umhverfið, en hafði siðan starað á Gilles, þár sem hann stóð við gluggann á saln- um í skipinu. Hanri hrökk við. Skipið, Flint, var stanzað. Solemdal stóð við hlið hans, nauðrakaður, slétt- greiddur og angandi af Kölnarvatni. — Þá erum við komnir, sagði hann. Gilles gat ekkert sagt. Hann langaði til að þakka honum. Hann var afar þakklátur þessum skipstjðra, sem hafði auðsýnt honum svo mik- inn vingjarnleik að nálgaðist kvenleika. Hann langaði 'Öl að faðma hann að sér, en hann vissi, að Solemdal kærði sig ekki um það. Hann lét sér því riægja að þrýsta hönd skipstjórans. Hann hnerraði vegna kvefsins, en hann var feiminn við að taka upp vasaklútinn, sem hann hafði troðið í vasann. Án þess að segja orð greip hann ferðatösku sína og fór upp á þilfar. Loftið var að verða heiðskírt. Enn þá hvildi 1 ofurlítið mistur yfir höfninni, en skuggarnir höfðu . dökknað. Ljós loguðu á háum ljósastaurum. Sjómaður beið eftir honum við borðstokkinn fjær háfnarbakkanum óg þégar Gilles hafði klifrað niður skipsstigann steig hann um borð í skipsbátinn og lagði töskuna við fætur sér. Þegar hann stóð þar virtist hann grennri en venjulega. Síður frakkinn. virtist gera hann grennri en hann raunverulega var. Árum vár dýft í sæ. Ljósin á bryggjunni spegluSust á haf- fletinum. Og um leið og Gilles steig uþp á bryggjuna, sá hann aftur bakið á manninum í móbrúnu vhermannafötunum og galopið, starandi auga stulkumiar. Hann var sannfærður um að þau höfðu framlengt kossinn. ; Á öxl unga mannsins sá Gilles nú kvenhönd, granna kyenmannsfingur, sem þreifuðu um kragann á hermannsbúningnum. Og Gilles hafði á vitundinni hlýju þessará tveggja líkama. Fingurnir, sem kipptu í kragann, virtust segja: — Slepptu mér ... En ungi maðurinn, sem sneri baki að höfn- i inni, þrýsti henni aðeins fastar að sér. Þá fór hún að berjast um eins og fugl í búri. Hún átti erfitt með að losa sig. En þegar hún loks var laus úr faðmlögunum, sá Gilles andlit hennar. Hún var svo ung og f alleg, ' að Gilles varð alveg forviða. HafSi honum mis- heyrzt eða ekki ? Hann vissi það ekki, en þótt- ist þó viss um, að hún hefði sagt: — Sjáðu! Það var áreiðanlega hann, sem hún var að beina athyglinni að. Og Gilles var ljóst, að hann KYNLEGUR hlaut að Iíta sérkennílega út, þegar hann steig í flýti á land í hinum einkennilega, framandi búningi sínum, með svörtu selskinnshúfuna og litlu ferðatöskuna. Hann var dálitið truflaður, þegar hann steig yfir skipskaðal einn og var nærri dottinn. Hann reikaði áfram og var innan stundar kominn að enda bryggjunnar. Þar sá hann, milli tveggja húsa, ljós borgarinnar og fölleitt Ijós vitans, sem stóð á Quai Voltaire. Þegar beygt var fyrir horn ofan við bryggj- una, beint á móti Ville 'en Bois, sá hann viS- kunnanlega bjórstofu. Þar inni voru fáein lítil borð og nokkrir háir stólar við barinn. Innan við barborðið voru tvær eða þrjár hillur og í þeim voru raðir af gljáfægðum glösum. Raoul Babin sat á sínum venjulega stað. Hann sat þar með öllum sínum þunga, því að í hvert skipti sem hann settist gat maður búizt við, að hann bryti undir sér stólinn, svo stór var hann og þungur. Hann hafðist ekkert að. Hann sat þarna tím- unum saman síðdegis dag hvern og reykti hvern vindilinn á fætur öðrum. Smám saman hafði skegg hans gulnað af öllum þessum vindlinga- reykingum, svo að það var likt og gulur baugur kringum munninn. Enginn viðskiptavinur kom svo inn í knæp- una, að hann heilsaði honum ekki. Sumir tóku ofan, affrir snertu aðeins hattbarðið. En til voru þeir, sem réttu honum höndina, og þá lét Babin svo lítið að rétta viðkomanda tvo fingur. 1 Ville en Bois, sem var timburhúsaþyrping rétt ofan við bryggjuna, var nafn Babins frægt. ÞaS var letrað stórum stöfum ofan við dyr sögunarmyllunnar og yfir dyr allskonar vinnu- stofa, þar sem viðgerSir fóru fram á ýmsum hlutum allt frá netjum til stórra véla og í kvírini þar sem Flint hafSi veriS lagt aS, voru hvorki meira né minna en tuttugu togarar, sem spaSa- ás, var málaSur á reykháfinn á, en það var ein- kennismerki Babins. Aldrei leið svo klukkutími að ekki færi að minnsta kosti einn flutningavagn fram hjá, hlað- 38 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.