Vikan


Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 16

Vikan - 23.10.1958, Blaðsíða 16
„Hús er vél til að búa í" er haft eítir hinum þekkta arkitekt, Le Cor- busier. — Margir hafa orðað skil- greiningar sínar á húsum á annan veg, en hvað sem því líður hyggzt VTKAN kynna lesendum sínum fram- vegis nokkrar hliðar húsagerðarlist- árinnar — einkum hvað íbúðarhús og hýbýli snertir. Vera má, að sumt af því sem hér er sýnt eigi ekki við íslenzkar að- stæður að öllu leyti — og hafa verð- ur í huga, að hýbýli manna mótast fyrst og fremst af lifnaðarháttum, hugsunarhætti, menningarstigi og síðast en ekki sízt ytri aðstæðum svo sem landslagi, gróðri, veðurfari o. s. frv. — En jafnvel þótt að ekkert af þessu eigi við á okkar kæra Islandi, eru þó aðalatriðin eftir. Það sem gefur húsinu fyrst og fremst gildi, er hvernig það hefur verið hugs- að og byggt til að þjóna sem bezt hlutverki sínu, hverjar svo sem að- stæður eru fyrir hendi að öðru leyti. ris—n B R ||| B.H. b.rI A Áttji LH. i < u..',° 26 30 AMERISKT VERÐLAUNAHÚS Hér gefur að líta einbýlishús, sem samrýmist fullkomlega framansögðu — hús til að lifa í. Eigandi og höfundur þessa húss er Ulrich Franzen ungur amerískur arkitekt, frá Harvard. Ásamt konu sinni eyddi hann mörg- um mánuðum í að finna sem heppi- legast rými og ákvarða stærðir her- bcrgja fyrir fjölskylduna sem saman- stendur af þeim hjónum og þremur börnum (einni stúlku og tveimur drengjum) auk þess eiga þau hund og kött. Hugmynd þeirra var, að skapa .varanlegan ramma utan um fjöl- skyldulíf sitt en ekki, eins og Ulrich Fr'anzen tekur fram, „hugmynda- snauðan stað, sem brátt reynizt gamaldags og þreytandi — og hvílir að lokum á íbúunum eins og mar- tröð." Húsið stendur í þriggja km fjar- lægð frá borginni Rye, sem er ein af útborgum New York — og völdu hjónin staðinn eftir nákvæma yfir- vegun og ótal ökuferðir um ná- grennið.- Myndskýringar. 1. Grind hússins er gerð úr mjóum stálbútum, og tók nákvæm- lega einn dag að reisa. Loft er allt klætt trjáviði með einangrunarefni. — Þakið stendur því alveg sjálf- stætt og húsinu er skipt niður að innan með lágum og þunnum skil- veggjum. Útveggir eru ekki berandi og eru því að mestu leyti úr gleri eða léttum efnum. Gólfin eru úr eik. 2. Grunnmynd af húsinu. B.R. — svefnherbergi, D.R. — borðkrókur, L.R. — Dagstofa, með köldum svöl- um til beggja handa. Eldhús, snyrtiherbergi, arinn og skápar mynda miðkjarna hússins. (Mælikvarði er í fetum.) Eldhúsið er vel staðsett í miðju húsinu, það er samt sem áður vel lýst af dagsbirtu, sökum lágra skil- veggja og loftlýsingar. — Hægt er að loka því af með hreyfanlegum glervegjjum. Þaðan er mjög auðvelt að fylgjast með öllu sem gerizt bæði á svölunum og í barnaherbergjun- um. Húsmóðirin er því ekki einangruð frá fjölskyldunni meðan hún er að starfi. 3. Séð yfir svalirnar öðrum megin við dagstofuna. Gert er ráð fyrir að hægt sé að sameina þær stofunni í góðu veðri með því að skjóta gler- veggjum til hliðar. — Þakið uppi yfir gefur skugga þegar sól er hæzt á lofti en bæði kvöld- og morgun- sól skína inn í dagstofuna. 4. Dagstofan er mjög stór eða 9x6 m að flatarmáli og því hægt að halda fjölmennar móttökur. Hinir lóðréttu skilveggir (lengst t. v.) gegna tvíþættu hlutverki: — hægt er að hengja á þá listaverk — þeir skipta stofunni niður í hæfileg svæði svo að stofan, þrátt fyrir stærð sína, virkar ekki tómleg þótt fáir séu þar samankomnir. '/¦• i 16 VIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.