Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 2
Allir njóta þess mest
sem best er
Ljúfengt svalt og hressandi
PÓS TURINN
Kæra Vika!
Við erum hér tvær vinkonur, sem höfum mik-
inn áhuga á bréfaviðskiptum. Okkur langar til
að biðja þig um utanáskrift einhvers blaðs í
Winnipeg, sem við gætum t. d. skrifað.
SVAR: Þið getið t. d. skrifað blaðinu Lögberg,
sem gefið er út í Winnipeg. Utanáskrift er: Lög-
berg, Tlie Golumbia Press Limited, 303 Kennedy
Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada.
SVAR til Tobbu: Megrunarsérfrœðingur okkar
hefur látið í Ijósi það álit sitt, að þau hljótir að
vera í sverara lagi, en þó ekkert óþarflega feit.
Samt ættir þú ekki að kappkosta sérstaklega að
bœta við þig.
Kæra Vika!
Ég sé, að þú ert farin að gefa fólki ráð í alls
konar smápróblemum, svo að mig langar til að
leita til þín með vandræði mín. Auðvitað í trún-
aði. í>ú mátt alls ekki birta nafnið, þótt ég skrifi
það hér undir.
Þú hefur nú undanfarið birt dagbók fangans
frá Litla-Hrauni. Þannig er nefnilega mál með
vexti, að ég er hálf trúlofuð manni, sem situr
þar eystra um þessar mundir. Hann hefur verið
anzi mikið úti á lífinu og ég skal játa að ég var
það líka á sínum tíma. Hann er búinn að sitja
inni núna í 8 mánuði og fer víst að losna. Ég
hef aldrei heimsótt hann, aðeins skrifazt á við
hann. Hann situr inni fyrir innbrot, sem hann
framdi í fylliríi og eitthvað fleira var hann víst
dæmdur fyrir. Ég hef alltaf verið hrifin af hon-
um og þótt vænt um hann, þótt hann hafi lent I
öllu þessu klandri. Auðvitað þykir mér súrt í
broti, en læt það ekki hafa of mikil áhrif á sam-
band okkar. Svo var það fyrir eins og mánuði,
að gamall kunningi minn kom í heimsókn og bauð
mér svo á ball. Ég var í fyrstu fjarhuga þvi að
fara með honum, því allt svona fréttist eins og
þú veizt. Samt langaði mig afskaplega, því að
ég hef haldið mig rnest inni við síöan kærastinn
var settur austur. Ég lét þó undan þrábeiðni
hans og við fórum á sæmilegan skemmtistað.
Þar komumst við í fínan selskap og drukkum
bæði nokkuð. Ég var orðin vel hýr og fannst
lífið bara indælt og gott og hugsaði varla um
kærastann, en minntist gamalla gleðistunda. Svo
gerðist það, sem aldrei skyldi skeð hafa, að hann
kom með mér heim, en allt var þó siðsamt og
gott. Svo hefur hann verið að nauða á mér um
að koma út með sér og ég hef stundum farið.
Hann hefur gefið mér í skyn ,að ég gerði réttast
í því að láta þann gamla róa, því lítið sé á slíkum
mönnum að byggja. Ég held jafnvel, að ég sé
orðin dálítið hrifin af honum, því maður er nú
einu sinni mannlegur. Ég hef skrifað kærastan-
um mínum eftir að þetta samband okkar byrjaði,
en ekki getið neitt um þetta. En svo skrifaði
hann mér um daginn, að öllu væri lokið okkar á
milli. Hann hafði þá frétt af mér, að ég væri
farin að vera með öðrum, og sagði, að ég skyldi
bara afskrifa sig, hann væri líka tugthúslimur
og yrði sennilega aldrei annað. Ég hef ekki feng-
ið mig til að svara honum ennþá, því að ég veit
ekkert hvað ég á að segja eða hvað hann hefur
heyrt um þetta. Nú langar mig til að biðja þig
að segja mér, kæra Vika, hvað ég ætti að gera,
því ég er í voðalegum vandræðum, eins og þú
getur skilið. Ég er dálítið hrifin af hinum strákn-
um, en finnst þó ægileg synd að svíkja kærast-
ann minn, því hann mundi taka það svo nærri
sér.
Ein í vandræðum
Veslings stúlka.
Þetta er nú meira vesenið á þér. Þú veizt ekki
í hvorn fótinn þú átt að stíga. Það er svosem
ofur eðlilegt. En mér finnst, vœna min, að þú
œttir að skrifa kærastanum þínum þegar í stað
og segja honum alveg eins og er. Ef ekkert dlvar-
legt hefur komið fyrir og þú slítur sambandi
þínu við hinn manninn þegar í stað, verður allt
í lagi og hann hlýtur að geta sett sig í þín spor:
Hann hefur setið inni í marga mánuði og þú hef-
ur verið ein og yfirgefin. Það þarf ekki endilega
að vcra ótryggð af þinni hálfu, sem hefur komið
þér til þess. Svo þarftu auðvitað að gera dlvar-
lega upp við þig, hvort þú ert hans enn, eða vilt
heldur hinn manninn. Þú mátt alls ekki trassa að
láta liann vita sem allra fyrst, því þarna austur
frá grípa þeir til allra mögulegra og ómögulegra
ráða, ef eitthvað kemur fyrir og ekki þarf mikið
til að koma þeim úr jafnvœgi, sem eðlilegt er,
VIKAN