Vikan


Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 21

Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 21
Þrautalendingin hafði alltaf verið útikamarinn hjá Slippnum en nú var járnhliðið ramlega læst og engin smuga að skriða i gegn, hann hafði gengið úr skugga um það fyrr um kvöldið. 1 raftækjaverzluninni í Austurstræti var stillt út stórum kæliskáp og hurðin var höfð uppá gátt. 1 skápinn var kirfilega raðað ýmsu lostæti, þar gaf að lita mjólkurflöskur, skyrskál, flóabúsosta, grænmeti af öllu tæi, amerískar ávaxtadósir, grænar baunir í dósum, hvítkál, blómkál, rækjur, sinnep, hangiketslæri, hamborgarhrygg á fati, sviðakjamma og sultutauskrukku. 1 skáphurðinni var rekki þar sem var fyrir komið gosdrykkjar- flöskum frá Sanitas og bjórflöskum frá Agli. Fyrir framan skápinn var fjögurra stafa verð- miði. Já, mikill maður Egill, muldraði Toggi í barm sér umleið og haiin haltraði aftur af stað og hafði horft nægju sína. HANN hafði reikað klukkustundum saman um nágrennið þegar hann loksins valdi sér hús. Það var tvílyft einbýlishús með stórum garði í kring og lá breiður stigi af svölunum niðurí garðinn. Trén í garðinum voru snæviþakin, snjór- inn virtist liggja á greinunum einsog hvítur dúnn og Toggi stóð lengi hugfanginn af þessari sýn. Á auðum bletti í miðjum garðinum stóð rismikið grenitré skreytt marglitum Ijósaperum, rauðum, bláum, grænum, gulum. Hafleiðslan hlykkjaðist eins og svört slanga i hvítum snjón- um' og lá innum þvottahúsgluggann. Það var ljós í flestum gluggum á báðum hæðum í hús- inu, það sást í glitrandi Ijósakrónurnar og gyllta ramma kringum heljarstór málverk. 1 þessu húsi ríkti þögn. Toggi hafði iaumast að húsabaki alla götuna á enda beggja megin og komist að raun um að glaumur og gleði ríkti í öllum húsum nema þessu. Allstaðar var kliður og kæti, söngur og hljóð- færasláttur, ys og þys nema í þessu eina húsi við götuna. Þar var allt þögult þótt loguðu ljós. Toggi ályktaði sem svo að fjölskyldan hlyti að hafa brugðið sér í kunningaheimsókn en veigrað sér við að slökkva ljós svona á fæðing- arhátíð frelsara vors. Kannski hafði það hrein- lega gleymt að slökkva. En Toggi þóttist full- viss um að enginn væri í húsinu. Það væri þá líka eins gott því hann hafði ákveð- ið að hrista af sér slenið og hressa uppá sjálfs- bjargarviðleitnina. Toggi hafði heldur óljósa hugmynd um hvern- ig umhorfs var í slíkum húsum, hann hafði í mesta lagi komið að útidyrunum á sumum þeirra og aldrei komið nema tánum uppá þrösk- ulinn, hvað þá lengra. Það var á velmektardögum hans þegar hann átti trú á lífið og traust á sjálf- um sér og áræddi að knýja dyra hjá bankastjór- um og alþingismönnum og slá þá um tíkall. Hann hafði þó einhvern óljósan grun um að í slíkum húsum væri alltaf að finna einn slikan grip sem þann er hann hafði séð I sýningarglugga raftækjaverzlunarinnar í Austurstræti. Og hver veit nema hann rækist á slatta neðaní flösku ef hann hefði augun opin. Hann bölvaði í sig kjark áðuren hann skakk- lappaðist yfir garðinn, brauzt gegnum trjáröðina svo mjöllin þyrlaðist af greinunum og fyllti vit- in, honum fannst það taka eilífðartíma að skríða upp stigann uppá svalirnar unz hann hnipraði sig saman við dyrnar lafmóður og másandi og greip fyrir hjartað. Það leið æðistund áðuren hann áræddi að gægjast innum gluggann og kom þá í ljós að stofan var mannlaus einsog hann hugði. Loks tók hann varlega í snerilinn og prísaði sig sælan að þurfa ekki að skríða innum gluggann. Hann var nú orðinn nokkuð öruggur. Það gat þó aldrei endað á verri veg en þann að þeir sem höfðu neitað honum á Lækjartorgi um húsasltjól yrðu nauðugir viljugir að veita honum viðtöku. Hann stóð nokkra stund innan við dyrnar og lét hlýjuna umvefja sig allan áðuren hann gaf sér tóm til að skima í kringum sig. Hrikastór málverk huldu veggina, dúnmjúkt gólfteppið teygði sig útí öll horn undir þunga hæg- indastóla með útskornum bríkum og breiðan sófan. I einu horninu stóð pianó og brotið glas lá á nótnaborðinu. Sófaborðinu hafði verið velt um koll og glerbrot lágu í hrúgu fyrir framan það. Það var kominn stór blettur í gólfteppið, hann var í laginu einsog ókunn heimsálfa á landakorti. Úti í horni stóð jólatré, engu minna en það sem var útí garðinum, hlaðið marglitum Ijósa- perum, englahári, skrautlegum sælgætispokum, rauðum jólasveinum á skíðum, alla vega litum stjörnum, og kúlum. 1 kringum jólatréð var stór hraukur af jólapökkum, pakkað inní skrautlegan Honum varð svo bilt við að hann missti krnkk- una á gólfið svo hún mölbrotnaði. jólapappír, enginn af þessum bögglum hafði verið opnaður. Toggi lét ekki dýrðina villa sér lengi sýn, heldur þræddi ýmsar krókaleiðir uns hann var kominn framí eldhús. Mikið rétt, þarna stóð gripurinn skinandi hvítur og virtist vera í þann veginn að bresta undan innihaldinu. Hann opnaði skápdyrnar og það var engu líkara en hann hefði gengið gegn- um rúðuna í sýningarglugga raftækjaverzlunar- innar í Austurstræti, kjálkinn seig langleiðina ofaná bringu og munnvatnið tók að streyma niðurum svarta skeggbroddana á hökunni. Hann varð ringlaður og yfirþyrmöur og skipulagsgáf- an fauk útí veður og vind; hafði nú ekki lengm' hemil á sjálfsbjargarviðleitninni og það var hend- ing ein sem réði þvi að sultutauskrukkan varð fyrst fyrir Togga. Þetta var stór og mikil krukka og hann þrýsti henni að sér með annarri hend- inni meðan fór ofan í hann með hinni og mokaði uppí sig hverri lúkunni af annarri. Haim lét sviðakjammana, hrygginn og grænmetið eiga sig og gaf sér ekki einu sinni tóm til að fá sér flösku af Egils öli. Rétt í þann mund er hann hafði lokið úr krukkunni heyrði hann hark að baki sér. Honum varð svo bilt við að hann missti krukkuna á gólfið svo hún mölbrotnaði, sjálfur stóð hann með sultu kámaða útum allt andlitið og vænan slatta í annarri lúkunni og starði á manninn í dyrunum. Þetta var digur maður og þrekinn um herðar, hálfsköl)*óttur og þrútinn í andliti, hann hafði hendui' í vösum og horfði brúnaþungur á gest- inn. Hvorugur mælti orð af vörum góða stund og hvorugur hreyfði legg né lið. Svo rak húsráðandi upp skellihlátur. Etur hann ekki sultutau, hámar hann i sig sultutau! Hann reigði sig aftur og beygði sig fraih eg hafði engan hemil á þessum óstöðvandi hlátri, greip báðum höndum um magann á sér og hlð, skellihló. Skyrtan var uppúr að framan. Svo hætti hann skyndilega að hlæja en brýnnar sigu á nýjan leik. Það var einhver dapurleiki í augunum á honum sem dró úr hræðslunni í Togga. Hvað ertu að vilja hér? Hver hleypti þér inn ? Eg var bara svangur, sagði Toggi og laut höfði, ég skal fara. Bíddu hægur, karl minn, rumdi í húsráðanda. þú hefur stblið. Ég læt lögregluna hirða þig. Toggi svaraði engu en stóð grafkyrr í sömu sporum. Nei, annars, það eru jól. Lögreglan hlýtur að eiga fri. Eg læt þá hirða þig á morgun. Þú kemur fyrst inn til mín og færð þér einn gráan. Ef þó vilt ekki einn gráan, þá hringi ég strax i lög- reglustjórann, hann er vinur minn. EIR settust inní stofu og Toggi var hálf íeim- inn við að láta lappirnar á sér hvíla á gólt- teppinu, nú þegar hann var orðinn gestur og var ekki lengur innbrotsþjófur. Hann beygði sig niður og reyndi að troða gegnblautum dag- blaðatætlunum lengra niður í skóna. Hann tyllti sér rétt fremst á stólbríkina og hélt að sér hönd- um, niðurlútur og þögull eins og feiminn ferro- ingardrengur. Hvernig datt þér í hug að koma hingað inn, spurði húsráðandi og horfði rökum augum undan þungum brúnum á gestinn. Ég hélt að enginn væri heima, tuldraði gest- urinn, ég var svangur og mér var kalt og það er allt fullt i kjallaranum af því það eru jól. Og þeir ráku mig af bekknum á Lækjartorgi. Húsráðandinn var búinn að ná í viskíflösku og hellti i glas fyrir Togga en drakk sjálfur af stút Framháld á bls. ^2. Þar sofnuðu þeir allir í faðmlögum og höfðu ekki uándar nærrl lokið úr flöskunum. (Teikuingar eftir Halldór Pétursson) VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.