Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 27
Þeir misvitru sögöu:
Mikil er bræðin
„Horfðu reiður í 15 skipti.“
Vísir 26. nóv 1958.
Nýjar forir
„Ég tel rétt að vekja athygli á „Strokið
um strengi." Þetta er yfirlætislaus bók, en
hún hefur gott hjartalag og rækir það
hlutverk að bera fornhelga ljóðhefð á borð
fyrir annarlega tíð, sem í ákafri leit sinni
að nýjum forum hættir til að vanmeta
arf sinn.“
Vísir 26. nóv. 1958
Merkilegt rannsóknarefni — út af
fyrir sig.
„Hvað verður um minnkaskottin ?“
Alþýðublaðið 22. nóv. 1958
Landið á mörkum . . .
Framh. af bls. 30
saín ríkisins, sumarhöll í útjaðri borgarinnar er
notuð sem uppeldis- og menningarmiðstöð barna,
þar sem 8000 börn og unglingar fá kennslu í
allskonar listgreinum og íþróttum. Virtist mér
þetta mjög merkileg stofnun og til fyrirmyndar.
Enn eru aðrar konungshallir, sem eru hvíldar-
heimili listamanna eða söfn.
Það fólk, sem ég hitti, var mjög geðugt, gest-
risið og menntað. Leiðsögumaður minn tal-
aði t. d. 6 tungumál, auk rúmenskunnar. Fólkið
virtist fullt af áhuga fyrir uppbyggingu lands-
ins í efnahags og menningarmálum, án þess þó
að vera á nokkurn hátt kreddubundið og ein-
strengingslegt, að mér virtist. Enginn gerði til-
raun til stjórnmálalegra áhrifa á mig eða að
ota að mér nokkrum stjórnmálakenningum. Mér
var boðið til þess að kynnast landi og þjóð, menn-
ingu og listum, einkum leiklist. Þessu öllu hafði
ég mikla ánsegju og gagn af að kynnast, svo og
hinu vel menntaða og geðuga fólki, sem þessi
mál hefur þar með höndum. Það var þvi með
hlýhug til lands og þjóðar sem ég kvaddi kunn-
ingja mína, sem tóku á móti mér þegar ég kom,
og nú fylgdu mér á flugvöllinn, er ég fór.
. Guðl. Rósinkranz.
Uugmyndir verða til . . .
Framhald af bls. 19.
og bjó mig undir með löngu námi erlendis, það
er að segja leiktjaldamálun, en þar sem ekki
hefur reynzt þörf fyrir starfskrafta mína, hefi
ég orðið að leita mér annarar atvinnu.
— Er atvinnumennskan e. t. v. andstæð list-
inni?
— eÞssu er erfitt að svara. Vinur minn, sem
er hljómlistarmaður að atvinnu sagði við mig
fyrir skömmu: ,,Þú átt gott að hafa tónlistina
sem tómstundaiðju", en ’ég vildi segja við hann:
,,Þú átt gott að geta helgað tónlistinni alla þína
krafta". En ef til vill er það þannig að maður
álítur jafnan bezt sem meður ekki hefur.
— Er einhver ástæða fyrir því, að þú kaust
þessa vinnu (skrifstofu) ?
— Ástæðan fyrir því er einfaldiega sú að skrif-
stofustörf var sú atvinnugrein sem ég stundaði
áður en ég hóf nám í leiktjaldagerð.
Lánið hefur leikið við mig í þeirri stofnun sem
ég vinn í að því leyti að ég hefi mætt skilningi
meðal starfsfélaga minna á þörf minni til að geta
iðkað hugðarefni mín.
Brýnið fyrir börnunum \
að fara varlega með <,
eldinn
Oft veldur lítill neisti
stóru báli.
ALIV3EI\ilMAR TRYGGINGAR H.F.
Austurstræti 10 — Sími 17700
VIKAN
27