Vikan


Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 30

Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 30
7 JÓLAKROSSGÁTA VIKUNNAR. Eins og lesendum er kunnugt hef- ur Vikan tekið upp þá nýbreytni að veita verðiaun fyrir rétta ráðn- ingu krossgátunnar í hvert sinn. Berist fleiri réttar ráðningar en ein, verður að sjálfsögðu dregið um það hver vinninginn hlýtur. Verðlaunin eru 100 krónur. Vegna lesenda okkar í sveitum landsins hefur verið ákveðið að veita þriggja vikna frest til að skila ráðningum. Lausnin sendist blaðinu í lokuðu umslagi, merkt „Krossgáta" í pósthólf 149. 1 sama biaði og lausnin er birt, verðiir skýrt frá nafni þess sem vinning hlýtur. Allmargar réttar ráðningar bár- ust a 4. verðlaunakrossgátu Vik- unnar og var dregið úr réttum ráðningum. BJÖRG INGKÓRS, Hringbraut 87, Reykjavik. hlaut verðlaunin, 100 krónur. Vinnandinn má vitja verðlaun- anna á ritstjórnarskrifstofu Vik- unnar; Tjarnargötu 4. Lausn & 4. krossgátu Vikunnar er á bls 8. 'fi JÓIA- CrORT- FIR4 Elfl/S Soau- Kvíí- m KiRKJuhÓfs TfíLfí HLJÓÍ) LJÓS F 0 RCr£ /VCrl’ LeiKI LBIi) TfíLfí ve í?k- FÆRt ðÍTfí FflCrV- fíbUR* FOSTu 1 KEyzfl /*6r - //V/V /ETTfíR- NfíFN HáKi>- STj-órm ST0 3u- VftT/V TÓNN CrRfí S veiki VOku- S/C.íT SiaLfí H'flR M/íL! TftLfí M\S$R S/E- CrRÓB- uR 5 -9 Að- Te*G,- 1 *Gr S VIF- 12) LI//OI \t£\Klr U i> E 'VJ)- i rvGt VI vb- UR HLTÓÖ 9/2) ILM- />R H'HTÍDfí- BRflUQ frflsi iMliUO TfíLfí TÓN/V S #M- ST/G.&- /7? jby/V^O Qrm'AL vehK- STÆÞI J/£lT- UN \ ’ i SPILDU FoR- SKEyrl Ekortór — TpVok/t TfíLfí £//vk.- STQFUR Tóhh (Ö«- /ve FHi srfiR/v- AI>uk BÆTTu vi 3 C-reimr HÍFSU- LSGrR E') TR TÓhn ÓÐfíL VCOOR TfíLfí LTÓm 1 TRÓoTí SEkt VENbl TÓM VI/vV SÓ L- Gub DE/LD £Crfífí £//v$ // ORBl/R- ktTTÍ TL fíNT- fíN 7?|K I LfíH'b* fiKkl ctmna LAIMDIÐ Á MÖRkUM AUSTURS OG VESTURS Framh. af bls. 21). það ei’ dálítið hærra en öræfajökull. Allt fjallið er skógi vaxið upp á brún. Útsýnið var stórkost- legt yfir fjallgarðinn, dali, sléttur og vötn. Á toppnum var glampandi sólskin, logn og hiti. Á næsta fjallstoppi var hópur ungs fólks, sem sat á fjallstoppnum og söng. „Vitið þér hvaða söng það syngur ?‘‘ spurði leiðsögumaðurinn. „Nei, mér heyrist það vera eitthvað þjóðlag." „Þaö er sálmur," sagði hann. „Þarna sjáið þér, að fólk er trúað og þarf ekki að fara dult með þ'að." úaginn eftir, þegar við komum í heimsókn á bóndabæ og skoðuðum nýbyggðan bæ á sam- yrkjubúi, benti hann mér á myndir af Jesú og Maríu mey, sem héngu yfir hjónarúmi hins kommúnistiska forystumanns samyrkjubúsins. Uppi í dölunum' gisti ég aðra nóttina í gamalli sumarhöll konungs, sem nú er notuð sem hvíld- arheimili fyrir leikara, rithöfunda og annað lista- fólk, en hina nóttina á nýju, glæsilegu 12 hæða ferðamannahóteli í Stalinborg, byggðu í amerisk- um stíl, með öllum nýtízku þægindum, meira að segja með sundlaug og veitingum á þaki. 1 þessari ferð skoðaði ég samyrkjubú, sem er sambland af samvinnu- og rikisbúi. Búið áttu 350 bændur i sameiningu og bjuggu þeir í einu og sama þorpinu, hver um sig hafði þó eina kú, grisi og hænsni heima við bæ sinn, auk hins sam- eiginlega bús, sem verið var að byggja upp. 56 ný íbúðarhús voru í smíðum í þessu þorpi. Það voru snotur þriggja herbergja einbýlishús. LEIÚIN suður yfir Karpatafjöll lá gegnum þröng fjallaskörð, framhjá mörg hundruð ára gömlum köstulum, gegnum djúpa dali og yfir há fjöll, og var einkar skemmtileg. Skóg- urinn var í öllum hugsanlegum brúnum og græn- um haustlitum. Fjallshlíðarnar og fjallatopparn- ir voru sem rauðagull að sjá, i geislum síðdegis- sólarinnar. Þetta var hið furðulegasta æfintýra- land. Úr skóginum barst bjölluhljómurinn frá fé á beit í fjöllunum, og öðru hvoru heyrðist hundgá. Fjárhirðar í gæruskinnsúlpum með geysi- Gata í Búkarest. stórar loðskinnshúfur á höfði ráfuðu á eftir fjár- hópum sinum með langan staf I hendi. Það var eins og mynd úr Nýja testamentinu. Á leiðinni til Búkarest ókum við fram úr hundruðum hesta- lesta. Þar voru bændur á leið til Búkarest með vöru sína á markaðinn, aðallega ávexti, kartöfl- ur og vín. Auk þess selja þeir ýmisskonar heima- gerða hluti: keramikvasa og skálar, handofna dúka úi' ull og silki, auk smíðisgripa úr tré. Um almenna menntun fólksins er mér ekki kunnugt annað en að skólakerfið er svipað þvi, sem er i vesturlöndum. Þar eru barnaskólar, þar sem börnin byrja 7 ára, framhaldsskóiar, sérskól- ar og háskólar. Ekki get ég með neinni vissu sagt hvernig kjör allur almenningur á við að búa. Kjör mimu þó frekar knöpp, laun virðast vera lág, en skattar eru mjög litlir og húsnæði ódýrt. Vinnuvélar og bílar eru af skornum skammti og húsakynni í sveitum fremur þröng. En klæðnaður er eins og gerist og gengur í sveitum i öðrum löndum. Klæðnaðui- fólks í Búkarest virtist mér áþekkur því sem almenningur í Englandi og Frakklandi klæðist, ekki þó með sama tízkusniði og í Paris. Það voru aðeins Sígavmarnir, sem voru ræfilslega klæddir, enda sögðu Rúmenar að erfitt væri að kenna þeim að vinna og búa sem siðuðu fólki sæmdi. Sígaunar eru margir góðir hljómlistar- menn og hlustaði ég þar á ágæta Sígaunahljóm- sveit. Tæknilega er landið töluvert langt á eftir Norð- urlöndum, enda hefur þjóðin löngum verið í al- gerðri eða hálfgerðri ánauð. Nú er verið að byggja upp landið og vélvæða. Hinar miklu oliulindir landsins er verið að nýta með nýtízku tækjum. Rúmenía er stórt land, nær því þrisvar sinmmi stærra en Island með 17 millj. íbúa. 1 höfuðborg- inni Búkarest búa 1,7 milljónir manna. KONUNGI landsins var steypt af stóli 1947, á friðsamlegan hátt þó, hann fékk að fara úr landi með nokkra fulla járnbrautarvagna með eignum sínum. Leiðsögumaður minn sagði mér, að konungurinn hefði á æskuárunum verið svo einangraður frá þjóðinni, að hánn hefði ekki einu sinni getað talað móðurmálið lýtalaust. Hann var uppalinn innan hallarinnar með frönskum kennurum og hafði því engin skilyrði eða þekk- ingu til þess að ríkja, því síður að stjórna þjóð- inni, var skoðun leiðsögumanns míns. Konungshöllin í Búkarest er nú notuð sem lista- Framh. á bls. 27 30 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.