Vikan


Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 43

Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 43
Dagbók frá Litla-Hrauni Framhald af bls. 31. þess er koma skal. Kyvik kom hér í heimsókn til mín í kvöld og átti ég ásamt tveim föngum öðrum, ánægju- lega bænastund með honum. Hann á miklar þakkir skildar fyrir allt starf sitt hér. Ég hefi nú aftur tekið gleði mína og vona að brátt geti ég litið hið frjálsa samfélag. 5/9 1 dag er hér allt mjög ró- legt, nema hvað grein er birtist í dagblaði einu olli hér all heit- um umræðum, því í grein þessari eru fangar bornir hinum þyngstu sökum, gjörsamlega að ósekju og er sannar- lega illt til þess að vita. Ég ræddi í dag við Braga Ólafsson héraðslækni og sagði honum afdráttarlaust meiningu mína á starfsemi hælisins, sem og að ég teldi að ég gæti ekki öllu lengur afborið þessa tugthúsvist. Hann lof- aði að ræða mál mín við forstjórann, og vænti ég nokkurs árangurs af því, því Bragi er hinn ágætasti maður, réttsýnn og gerir sér mjög far um að kynnast málunum af raunsæi og er næmur á allt það, er mannlegt má telja. Ástandið í málum þessa hælis er m. ö. o. mjög alvarlegt og tel ég enga goðgá þótt ég spái hér hinni verstu framvindu á öllum málum. 8/9 1 dag er ég staddur að Skólavörðustíg 9 í Reykja- vík, var fluttur þangað til lækninga, en hefi ekki haft samband við neinn lækni enn sem komið er, Mitt fyrsta verk er ég kom hingað var að ná sambandi við J.. og ræddi ég við hana stutta stund í síma, hún lofaði að koma og heimsækja mig svo fram- arlega sem hún fengi fri frá vinnu. J&g hefi nú sterkan grun um að ég muni mjög bráðlega verða látin laus a. m. k. var mér skipað að flytja með mér allar mínar föggur. Ég er mjög spenntur og allur í uppnámi, því þessi lausnarvon og óvissa er mjög taugaæsandi. Ég er uggandi útaf framtíð minni og veit ekkert hvað um mig kann að verða, ég vona þó að með Guðs handleiðslu fari þetta allt vel og mér takist að losna úr þess- ari ,,prísund“ og vinna mér traust í hinu frjálsa samfélagi. 10/9 1 dag hafði ég samband við pabba og sagði hann mér að miklar líkur væru til þess að ég losnaði síðarihluta þessa mánaðar, þó gat hann ekki sagt mér neitt á- kveðið þar um því G.. J.. sem nú er í sumarleyfi, hefir algjörlega haft með mál mitt að gera. Ég bind miklar vonir við þessar fréttir og vænti ein- ungis hins bezta. Ég vona fastlega að ég fái að vera hér a. m. k. þar til sýnt er að ég fái ekki lausn. Ég fékk enga heimsókn í dag, hafði þó verið að vonast eftir J.. en sennilega hefir hún ekki haft tækifæri til þess að koma, eða þá að hún vill alls ekki hitta mig en ég á mjög bágt með að trúa því, ef marka má nokkuð okkar fyrra samband. Ég vonast fast- lega eftir að fá að sjá hana svo fljótt sem auðið er. Ekki hefi ég heyrt neitt frá Á . . E . ., hann hlýtur þó að hafa samband við mig fljótlega, því ég lagði fyrir hann boð um það. Ég set allt mitt traust á Drottin Jesúm og veit aö hann mun hjálpa mér út úr öllum þessum ógöngum. 11/9 1 dag voru tveir fangar fluttir héðan austur að Litla-Hrauni, og er þá fullskipað þar sem stendur, þetta ætti að tryggja mér dvölina hér í Hegningarhúsinu. I dag kom Á . . E . . hér í heimsókn til mín, mér þótti mjög vænt um komu hans. Ég er fremur spenntur á taug- um og á erfitt með svefn. Þetta er ekki undarlegt þegar þess er gætt að ég bíð hér milli vonar og ótta og si- fellt er ég hugsandi um hvort ég muni fá lausn eður ei. Ég vona til Guðs að áður en langt um líður fái ég litið hið frjálsa samfélag. Pabbi kom hér tii mín í dag. Mér þótti mjög vænt að sjá pabba, enda þótt ég gæti glögglega séð á honum þreytumerki og önnur raunatákn, var furðu létt yfir honum. 13/9 % svaf mjög illa síðast- liðna nótt, því veldur sennilega óróleiki og taugaspenna. Ég hringdi í dag til J . . og talaði lengi við hana. Hún kvaðst ekki mundi hafa kjark í sér til þess að heimsækja mig hingað, en sagðist fastlega vonast til þess að sjá mig strax og ég yrði laus. Þetta þótti mér mjög vænt um að heyra, og er ég nú spenntur í meira lagi, því bráðlega verður úr því skorið hvort ég losna eður ei. 20 /9 1 dag komu þeir pabbi og S .. L .. í heimsókn til mín. Ég var kl. 5 í dag fluttur á sjúkrahús og dvel ég nú þar í bezta yfirlæti. ★ Enn liðu dagar og vikur og ég dvaldi áfram sem fangi á sjúkrahúsinu. Fátt var þar hægt að gera sér til dundurs annað en lesa og rabba við stofufé- lagana, og komst ég þá oft í slæma klípu er ég var spurður um hvað ég hefði unnið við og hvar ég hefði dval- ið áður en ég kom þar á sjúkrahúsið. Enda þótt ég væri ófrjáls og bundinn innan veggja sjúkrahússins, var vistin þar hreinasta ,,paradís“ miðað við þá staði er ég hafði áður dvalið á. Þar kynntist ég hinu ágætasta fólki sem á engan hátt lét mig finna til þess að ég var afbrotamaður, þvert á móti var mér á allan hátt gerð vistin eins ánægjuleg og frekast var unnt. Þarna á sjúkrahúsinu fannst mér tíminn líða ákaflega fljótt, og kom það fyrst og fremst til af hinu ágæta atlæti; þar á ofan bættist svo óvænt ánægja, því stúlkan sem ég hafði séð og heillast af í gegnum gluggann á Skólavörðu- stíg 9, kom dag einn og heimsótti mig og færði mér bækur og blöð. Við rædd- umst við, ég sagði henni lítilsháttar frá lifi mínu og mér fannst sönn fró- un í því að ræða við hana, því mér virtist sem hún gerði sér far um að reyna að skilja aðstöðu mína, og það eitt var mér ákaflega mikils virði, enda fór svo að hin látlausa fram- koma hennar og hið glæsta og frísk- lega yfirbragð kom mér í áður óþekkt sæluástand, þannig að mér fannst nú í fyrsta sinni á ævinni að lífið væri bjart og fagurt, aðeins eitt skyggði á, að mér tækist að rata hinn rétta veg. Svo vel leið mér þarna á sjúkra- húsinu að ég hafði næstum gleymt því að ég var fangi sem beið þess að öðlast frelsi og fá notið lífsins i nýrri og bjartari mynd en ég áður þekkti. Loks rann upp hinn langþráði dagur, mér var tjáð að ég væri laus úr þessu fargi og mætti frjáls fara allra minna ferða. Við þessa frétt komst ég allur i uppnám og vissi tæpast hvernig ég átti að láta. Ég mundi þó eftir því að þakka þeim, er ég nú vissi að hafði heyrt bænir mínar. Er ég var einn um stund þakkaði ég og bað um að ég mætti verða nýtur borgari og gæti lifað sjálfum mér og öðrum til gagns og ánægju. Nú biðu mín miklir örðug- leikar, ég var févana, atvinnu- og húsnæðislaus, en ég var sannfærður um að með góðum ásetningi og hand- leiðslu guðs mundi mér takast að ná fótfestu í lífinu, því vissulega var mér þar ætlað rúm sem og öllum öðrum. Áðeins að mér tækist nú að komast á réttan kjöl og gleyma því liðna sem þó hefir kennt mér að þekkja tilveruna betur en margur hyggur. H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN HAFNARFIRÐI VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.