Vikan


Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 22

Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 22
. /7 1 da.g' hitti ég fólk sem 1 ■ ég þekki frá A . ., Var það að fara í afmælisveizlu á Eyrarbakka, ég mætti þeim af tilviljun einni. Veð- ur er hér enn mjög gott og hygg ég að dagurinn í dag hafi verið sá bezti sem komið hefir á þessu sumri. Eg hefi enn ekki fengið neinar fréttir og fæ sennilega ekki í bráð. Ég er nú- þegar farinn að hafa áhyggjur vegna framtíðar minnar og veit satt að segja ekki hvað um mig verður þegar ég fer héðan. 'Mér finnst ég standa svo sem mér væri fyrir beztu að fara af landi burt, en i annan tíma get ég varla til þess hugsað. Sem sagt allt er á huldu um mína framtíð. :oo_oo/iy Var í leiðu skapi og fór sem minnst út úr klefa mínum. Veður er fremur gott. 24/7 Veður er i dag mjög fag- urt og menn hér flestir í hinu bezta skapi. Ég er þó enn mjög í slærríu ástandi, fannst svo sem oft áður að vistin hér sé með öllu óþolandi. Hér skeður sem fyrr fátt nema hvað í dag kóm hér fangi sem gengið hafði laus í nálega eina viku og hafði hann á þeim tíma m. a. ferðast til Noregs. 25/7 Veður er í dag fremur leiðinlegt hvassviðri með rigningarskúrum. Svo sem fyrr skeð- ur hér fátt, ég frétti enn ekkert af málum mínum enda þótt liðinn sé nærri mánuður síðan pabbi kom hér í heimsókn til mín og sagði mér að þetta mundi allt lagast mjög fljót- lega. Ég get þvi tæpast vonast eftir lausn i bráð. 26/7 Sama veður og er allur fangahópurinn inni við vegna veðurs. Ég hefi í dag verið í sæmilegu skapi og rætt við samfanga mína um heima og geyma, það er hið eina er hér getur orðið manni til yndisauka, því það er mjög fróðlegt að hlýða á frásagnir hinna ýmsu fanga. Hér eru mertn, sem margt hafa reynt. Ég hefi sið- ustu dagana gert mér far um að reyna að kynnast G . . morðingja frá G .. og hefir mér tekist að komast að ýmsu í sambandi við hann. 27 /7 1 dag er sunnudagur og hið bezta veður. Nokkuð var um heimsóknir í dag og kom hér m. a. flokkur Fíladelfíumanna og kvenna og var mér mikil ánægja að komu þessa ágæta fólks. Þegar sam- komu þess lauk komu tveir þessara manna upp á klefa minn og báðu fyrir mér og fjórum föngum öðrum. Mér fannst að heimsókp og bænir þessa indæla fólks hefðu mjög góð áhrif á mig og vona ég að ég megi hér eftir bera gæfu til þess að lifa í anda krist-^ indómsins, sjálfum mér og öðrum til gleði og ánægju. Mig er nú mjög far- ið að lengja eftir fréttum að heiman og fæ ekki skilið hvað veldur þvi að ég hefi ekkert frétt nú í hart nær mánuð. 28/7 Veður er í dag afar fagurt og má sjá fólk við hey- vinnu hér allt um kring. Hingað kom í dag hr. Arnulf Kyvik, forstöðumað- ■fc I tveim síðustu tölublöðum hefur verið birt dagbók faiig- ans frá Litla-Hrauni. Þar hef- hann lýst lífinu á vinnuheim- ilinu, eins og það kemur hin- um innilokuðu fyrir sjónir. Áður hafði afbrotaferill hans verið rakinn að fangeisismúrn- um. Meðan hann dvaldi á Litia- Hrauni og afplánaði dóm sinn, hélt hann dagbók þá, sem liér birtist. Þar íhugar þessi ungi maður örlög sín og lýsir þeirri baráttu, sem hann heyr við sjálfan sig. Þessi dagbók er einstæð heimild, mannlegt plagg — document humaine — sem hlýtur að vekja fólk til heilabrota um þá hlið mann- lifsins, sem snýr frá alfara- vegi. •y^- 1 þessu blaði birtir VIKAN niðurlag dagbókarinnar. Öll- um nöfnum hefur auðvitað verið sleppt og einstaka kafi- ar, sem ekki koma meginmáli dagbókarinnar beinlínis við, hafa verið felldir niður. Að öðru leyti er dagbók fangans birt eins og hann gekk frá henni innan míira fangelsisins. að verða þar á meðal og bið Drottinn Jesúm um að svo megi verða. Hér gerist mjög fátt, ávallt þetta sama tugthúsþvaður, sem lítil uppbygging er i. 31/7 1 dag fekk ég bréf og mynd frá minni elskuðu J..; þetta varð mér til mikillar gleði, og sannfærir mig um mátt bænarinnar. Mér líður þessa dagana mjög vel, nema hvað mér leiðist að heyra ekkert að heiman og fæ ég ekki skilið hvað vel- ur. Veður hefir i dag verið mjög fag- urt og menn hvarvetna uppteknir við heyskap og önnur sumarstörf. 1/8 1 dag er mjög fagurt veð- ur og er sálárástand mití! mjög í samræmi við það, sem sagt gott. Þessa dagana er hér mjög rætt um að nokkrir fangar muni brátt losna og hefi ég verið nefndur mjög títt í þvi sambandi. Ég býst þó við að valt sé. að treysta slíkum orðrómi, og læt þetta því sem vind um eyru þjóta. 2/8 1 dag' dró hér til nokkurra tíðinda. Er fara skyldi Út til vinnu mættu tveir fangar í spari- klæðum og neituðu verkstjórarnir þá að fara til vinnu með þessa tvo menn. Þessu lyktaði svo að úr varð hin mesta rimma er dró til þess að níu fangar voru settir í innilokun. Mér finnst að þetta atvik sé ljósastur vottur þeirrar Litla-Hrauni ur Fíladelfíu á Selfossi. Hann kom hér til þess að lesa með mér og fá- einum öðrum úr Biblíunni. Hann benti okkur á mikilvægi bænalífsins og bað fyrir okkur, að við mættum frelsast og hverfa þannig frá hinu innantóma lífi drykkju- og afbrota- mannsins. Ég býst fastlega við að ég gangi í söfnuð þennan; ég finn nú æ meir hversu mikill náðarkraftur felst í samfélagi við Jesúm Krist. Ég vona og bið um kraft til þess að geta höndlað hina sönnu lífshamingju í sam- félagi við Krist. 29/7 Ég hefi nú fyi'st fundið það, hið innra með mér, að ég á eindregið að snúa mér að hinu ki'istna samfélagi. Ég hefi nú um nokkurt skeið lesið reglulega í Biblíunni og þannig fundið styrk og innri gleði. Nú síðustu dagana hafa ýmsir samfangar mínir hæðst að mér vegna þess að ég hefi viðurkennt frammi fyrir þeim að ég hefi einsett mér að lifa framvegis í samfélagi við Krist. Ég læt mér allt slíkt í léttu rúmi liggja og bið þess eins að ég megi verða staðfastur. Dagur þessi leið sem aðrir í hinu fasta formi; ég var mikið útivið og naut hins fagra veðurs. Enn berast mér engar fréttir Þriðji að heiman, ég vona að þrátt fyrir svo langt hlé á bréfaskriftum til mín, sé allt þar heima í sem beztu lagi. 30/7 1 dag rigndi hér í fyrsta sinn í langan tíma, veður var þó einkar milt og gott. Eg frétti í dag að innan skamms myndu nokkr- ir fangar losna héðan. Ég get ekki að því gert að ég vonast fastlega eftir óstjórnar og fávisku er hér ræður mestu um hið.daglega líf; hér er gerð- ur úlfaldi úr mýflugu einungis til þess að auka á úlfúð og illan hug á meðal fanga. Enn berast mér engar fréttir að heiman og er ég nú orðinn mjög undrandi á öllu því og finn enga skýi'- ingu þar á. 3_4/8 Helgi þessi er ein sú ömur- legasta er ég minnist. Hér var mikið um heimsóknir og fengu nær allir fangar heimsókn að mér undan- teknum. Dagskrá útvarpsins minnti allt of mikið á liðna daga, til þess'að ég gæti notið hennar sem skyldi. Ég sendi í gær bréf til minnar elskuðu J . . og vona að hún svari mér a. m. k, því ég get tæplega búist við að hún leggi í að heimsækja mig hingað öllu og öllum ókunn. Hún er mér ímynd hins sanna og fagra mannlífs, er að- eins hin dýpsta ást megnar að skapa. Ég bið og vona að nú mitt i mín- um vesældóm fái ég að helga krafta mina því marki að búa henni sæm- andi framtíð. g/8 1 dag er hvöss norðan átt og fremur kalt í veðri, enda þótt sól hafi skinið mestan hluta dagsins. Hingað kom í dag nýr fangi, ungur piltur úr Reykjavík, sem ég ekki þekki. Hér skeður sem fyrr fátt um- fram hið venjulega þvaður fanga í milli. I 6/8 Enn er hér norðan garður. Ég frétti enn sem komið er ekkert frá mínu fólki, og fæ ég ekki skilið hvað veldur. Ég frétti í dag að eldri bróðir hefði lent í ein- hverju misjöfnu og þykir mér leitt 22 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.