Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 24
Madonnumynd, þjóðlegt og alþýðlegt listaverk,
LANDIÐ A
MORKUM
ALSTLRS
OG
VESTLRS
GUBLAUGUR RÓSINKRANZ, þjóðleikhússtjóri
segir frá heimsókn til RÚMENÍU i sumar
AÐ er raunar einkennilegt, hve litla hugmynd
maður gerir sér um líf og menningu fjar-
lægra þjóða. Þessvegna verður maður oft
dálítið hissa við komu til þessara fjarlægu ianda
og sér hvað sumt er gerólíkt en annað líkt því,
sem áður hefur borið fyrir augu og eyru. Svo
var um mig þegar ég kom til Rúmeníu í septem-
berlok í haust. Á flugvellinum tóku tveir menn
á móti mér, fulltrúar menningarstofnunar rúm-
enska ríkisins, sem hafði boðið mér til þess að
kynnast landi og menningu. Annar þeirra var
svo nauðalíkur prófessor Francis Bull i Oslo,
enda lærður maður sem hann, fyrrverandi sendi-
berra og talaði reiprennandi frönsku, en hinn var
ungur menntamaður, sem leit út eins og enskur
yfirstéttarmaður, enda talaði hann ensku með
Oxfordframburði.
Þessir ágætu menn óku mér svo á prýðis hótel
við aðaltorg höfuðborgarinnar gegnt konungs-
höllinni, sem var, en höllin er nú listasafn ríkisins.
Daginn eftir komu mina mætti ég svo á fundi
með stjórn menningarstofnunarinnar, þar sem ég
var boðinn velkominn til landsins og tók formað-
urinn fram, að mér væri velkomið að sjá og
kynnast því, sem ég óskaði, og fara það sem ég
vildi, hvort sem ég væri einn eða með leiðsögu-
manni. Gáfu stjómarmenn mér, á fundi þessum,
ýmsar upplýsingar um land og þjóð, aðallega um
leikhússtarfsemi, en ég sagði þeim frá ýmsu
héðan frá Islandi, einkum sögu þjóðarinnar, bók-
menntum og leikhúsmálum. 1 fundarlok var okk-
ur boðið tyrkneskt kaffi og kognak, en það er
algengur siður að bjóða gestum slíkt, enda sögðu
þeir að tyrkneska kaffið væri víst það eina góða,
sem þeir hefðu fengið frá Tyrkjum. En Rúmenar
lutu veldi Tyrkja um 600 ára bil og áttu þá oft
ekki sjö dagana sæla. Enda hafa Tyrkir ekki
fengið orð fyrir mildi við þær þjóðir, sem þeir
höfðu yfir að ráða.
Rúmenar eru sambland margra þjóðflokka,
enda búa þeir á gatnamótum austurs og vesturs,
milli Svartahafs, Rússlands, Ungverjalands,
Búlgaríu og Júgóslavíu, eins og nú er, en Rúmenía
var lengi nokkurskonar ,,stuðpúði“ milli Tyrkja,
Rússa og Austurríkismanna, meðan þetta voru
stórveldin á þessum slóðum. Rúmenia saman-
stendur í rauninni af nokkrum minni þjóðflokk-
um og löndum en stærst þeirra voru Moldavia,
Muntenia og Transilvania. Á stórveldistímum
Rómverja, um 100 árum eftir Krist, lögðu þeir
þau landsvæði, sem nú heitir Rúmenía, undir sig.
Þegar rómverska keisaraveldið liðaðist sundur,
um 150 árurn síðar, urðu rómversku hermenn-
irnir þar eftir og blönduðust þeim þjóðflokkum,
sem fyrir voru i landinu. Síðar flæddu Húnar
yfir landið. Um 1200 flytja Þjóðverjar svo í
stórum stíl, aðallega í norðurhéruð landsins,
reisa þar stórar borgir og víggirða rammlega,
eins og t. d. Kronstadt. Bera rústir gamalia
kastaia og víggirðingar þessarar borgar greini-
lega vitni um hermennsku og dugnað Þjóðverja.
Viggií'ðingar þessar voru ótrúlega öflugar, enda
var borgin lengi óvinnandi. Ennþá eru hin þýzku
áhrif svo sterk, að um helmingur íbúa þessarar
borgar, sem nú heitir reyndar Stalinborg, talar
þýzku og börnin ganga í þýzka skóla.
Rúmenska þjóðin er því blanda fjölmargra
þjóða, sem flutt hafa inn í landið og blandast
frumbyggjum, sem verið hafa á þessum slóðum
frá alda öðli, jafnvel frá steinaldartímabilinu.
Fólkið er yfirleitt frekar smávaxið, með svart
hár, en innan um sér maður fólk af fjölmörgum
þjóðflokkum. Málið er líka mjög blandað. Stofn
þess er þó aðallega latneskur en nokkuð er það
blandað slavneskum málum, grísku og jafnvel
arabisku. Menning þjóðarinnar hefur orðið fyrir
miklum frönskum og ítölskum áhrifum, auk
slavneskra, sem einkum gætir i músik og dansi.
En hinna frönsku áhrifa gætir aðallega í bók-
menntum, byggingarlist og leiklist.
RUMENlA er mikið landbúnaðarland, þétt-
byggt og frjósamt, og ber einkenni gam-
allar bændamenningar. Listiðnaður, handa-
vinna og málaralist ber þess greinilega merki.
Rúmenar hafa verið snillingar í tréskurði. Sá ég
þar útskorna kassa og kirnur með nákvæmlega
sama skurði og munstri eins og á asklokum,
skornum á Sti'öndum. Vefnaður hefur mjög mik-
ið verið iðkaður á heimilum. Mikið hefur verið
ofið á heimilum af fallegum veggteppum. Þjóð-
búningar karla og kvenna eru mjög litauðugir
og smekklegir. Algengt hefur og verið að prýða
dyraumbúnað, glugga og rúm með haglegum út-
skurði. Ógrynni er til af þjóðlögum og þjóðvísum,
angurværum og blíðum, sem bera öll einkenni af
gamalli sveitarómantík. Þjóðdansar eru fjörugir
og túlka óþvingaða gleði og ærsl.
LEIKLIST stendur á gömlum merg í Rúmeníu.
Rústir gamalla útileikhúsa, af sömu gerð
og „amfi'Meikhúsin í Grikklandi, bera alda-
gömlu leiklistarlífi ljóst vitni. Leiklistarskóli
ríkisins er 150 ára gömul stofnun. Leiksýningar,
sem ég sá i Búkarest, báru öll einkenni vand-
aðrar vinnu, það voru heilsteyptar og vandaðar
sýningar, mjög smekklega leikið og laust við
viðvaningsblæ eða yfirleik. Leiktjöld yfirleitt list-
ræn og Ijósatækni var afbragðsgóð. Oft var mjög
nýtízkulegur blær á leiktjöldunum.
Verkefni leikhúsanna eru bæði innlend og er-
lend. Af Vesturlandahöfundum virtist mér Shake-
spere, Moliere, Ibsen, Strindberg og Bernard ShaW
vera einna vinsælastir. Hinar austurrísku og
þýzku óperettur eru mjög mikið leiknar. Af
rússneskum höfundum held ég að gömlu höfund-
arnir eins og Tjechov, Turgenjef og Gogol séu
vinsælastir. Ballett er mjög mikið iðkaður. Að
sjálfsögðu eru innlend leikrit allmikið sýnd þar.
Eitt leikrit þeirra, sem á enskunni er kalla „THE
LOST LETTER" hefur oft verið sýnt í Englandi
og fleiri Vesturevrópu-löndum við góðar undir-
tektir. 20 leikhús eru starfandi í Búkarest og
mjög mikið sótt, og ríkið styður þau með miklum
fjárframlögum. Leikhúsin eru talin þar nauðsyn-
legar menningarstofnanir, enda vinsæl af öllum
almenningi.
I óperunni í Búkarest, sem er ný, og glæsileg,
einkum hið innra, sá ég sýningu á rússneska ball-
ettinum „Koparr\ddaranum“ eftir Glier, sem fjall-
ar um líf Péturs mikla. Var það framúrskarandi
góð sýning. Aðaldansendurnir dönsuðu og léku af
24
VIKAN