Vikan


Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 25

Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 25
mikilli innlifun, fegurð og tækni. Sviðtækni var mjög fullkomin. Stórskipi er hleypt af stokkun- um, og í lok ballettsins fellur hús í vatnsflóðinu, bátur viiðist veltast á öldunum og höfuðpersóna leiksins skolast burt með straumnum ásamt tunn- •um og kassadrasii. Það var ótrúlega raunsæ og áhrifamikil sýning. Mjög góð 70 manna hljóm- sveit lék hina fallegu músík Gliers. Leikur og músik myndaði sterka, áhrifaríka heild, þetta var sýning, sem maður lifði sig inn í og naut í rík- um mæli. Af leiksýningum, sem ég sá, eru tvær sýningar mér minnisstæðastar, önnur á hinum hundrað ára gamla gamanleik „Ábatasöm staða“ eftir rúss- neska höfundinn Ostroviski, sem var sviðsettur með mjög nýtízkulegum h'ætti og afbragðsvel leikinn, en hinn var ,,Mrs. Warrens Profession" eftir Bernard Shaw, þar sem hin aldraða og dáða leikkona Rúmena, Bulandra, lék aðalhlut- verkið. Frú Bulandra, sem nú er 89 ára og mikill persónuleiki, var fræg leikkona fyrir stríð og hafði þá sitt eigið leikhús, sem hún talaði um, þegar ég ræddi við hana, af nokkrum söknuði og sagði: ,,Já, en nú má maður ekki hafa sitt eigið leikhús.“ Nú er hún, auk þess að vera dáð leik- kona, leikhússtjóri borgarleikhússins í Búkarest, en þar að auki á háum heiðurslaunum hjá ríkinu fyrir merkilegt framlag til leiklistar landsins uni áratugi. Mér var boðið að kynnast ballettskólanum, sem mér virtist til fyrirmyndar. Böinin byrja þar 10 ára og útskrifast 18 ára. 200 nemendur voru í skólanum. Ekki komast þó öll börnin, sem byrja, í gegnum þennan stranga skóla, þvi á hverju ári eru nokkur börn látin hætta, ef þau sýna ekki nógu góða hæfileika, ef þau fitna of mikið eða eru ekki nógu fallega vaxin, þegar þau ná fullum þroska. Læknir skólans fylgist með heilsu nemendanna svo að segja daglega, og allt er gert sem hægt er til þess að efla hreysti þeirra og krafta. „Það þýðir ekki annað en að vera strang- ur og láta þau hætta í tíma, sem séð er að ekki verða góðir ballattdansarar. Ekki er það betra fyrir nemendurna að verða afgangs að 8 ára námi loknu, vegna þess að ekkert leikhús hefm' not fyrir þá,“ sagði hin gáfaða og menntaða for- stöðukona skólans, frú Gonda, við mig. Áður vai' hún þekkt dansmær, síðan sendiherrafrú í London og eftir heimkomuna frá London stjórnar hún ballettskólanum. MÚSIKLlF er mikið í Búkarest. Auk óperunn- ai’ eru þrjú önnur söngleikahús og þrjár sinfóníuhljómsveitir starfandi. Ég hlustaði á hljómleika útvarpshljómsveitarinnar. Þar lék 80 manna hljómsveit, 100 manna blandaður kór söng og glæsileg söngkona, Carmen óperunnar, söng með hljómsveitinni. Hljómleikar þessir voru í hinni miklu tónlistarhöll borgarinnar, sem tek- ur 2000 manns, og var hvert sæti skipað og fögnuður áheyrenda geysilegur. Óperettur þær, sem ég sá í Búkarest, voru mjög skemmtilega sviðsettar, og re.vya, er ég sá þar, var einstak- lega smekklega gerð, með glæsilegum ballett fléttuðum inn í. Ég átti þess kost að kynnast lítið eitt störfum og lífi almennings í landinu. Ég heimsótti verk- smiðjur og sveitabæi, fór í 3 daga ferðalag norð- ur í Karpatafjöll, kom á hvíldarheimili, ferða- mannahótel og upp í fjöll til fjárhirðanna, sem gæta þar stórra hjarða. VIÐ fórum af stað árla sunnudagsmorgun og ókum norður sléttuna. Með mér var leið- sögumaður og bílstjóri, allra skemmtileg- ustu náungar. Beggja vegna vegarins voru bóndabæir í þyrpingum, og akrar svo langt sem augað eygði, öðru hvoru mættum við bændum á hestvögnum, með alla fjölskylduna á vagninum. Tveir hestar, en stundum tveir uxai', voru spennt- ir fyrir vagninn. „Bóndinn með fólk sitt á leið til kirkju,“ sagði leiðsögumaðurinn. Fólkið sækir mikið kirkju, 96% eru grísk-kaþólskir. Við mætt- um ungri laglegri sveitastúlku, sem rak gæsa- hóp á undan sér. „Arta populara" (þjóðlegt lista- verk) hrópar bílstjórinn okkar og veifar skelli- hlæjandi til stúlkunnar. Svo snýr hann sér til okkar á meðan bíllinn þýtur áfram með 100 km. hraða framhjá stórum kúahóp. „Það eru til þrjár tegundir fólks, gott fólk, vont fólk og bílstjórar." Bílstjórinn var allan tímann í sólskinsskapi, gerði að gamni sínu, notaði öll þau erlend orð er hann kunni, hvort sem þau voru úr ensku, þýzku, frönsku eða rússnesku, til þess að gera sig skilj- anlegan. Það gekk vel og ferðin eins og í sögu. Eftir 5 tíma akstur vorum við komnir norður i Karpatafjöll og fórum þar i lyftu upp á hæsta tindinn á þeim slóðum, um 2400 m. yfir sjó. En Framliald á bls. 30. Úr dal í smmanverðum Itarpataf jölhim. Óperan í Búkarest. Stjórnarráðsbyggingin í Búltarest. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.