Vikan


Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 6
Vogun Vogun vinnur tapar KRISTJÁN KRISTJÁNSSDN En hann lét ekki sér nægja að vera viðriðinn víðfeðman atvinnu- rekstur og stórstígar framkvæmdir. I»essi mynd var tekin af Krist.jáni í einkaskrifstofu hans, þegar hann hafði bófcmafhf''sem^hefur að^gevma fengið jólagjöfina frá Kjarval vini sínum 8°öu D0Rasaí:m’ s.em ueíur aö gey^ " ' margar og fagætar bækur um nor- ræn og íslenzk fræði og er hann prýðilega lesinn í þeim greinum. Hann er maður, sem hefur vaxið og hafizt af sjálfum sér og brotizt gegn- um erfiðan brimgarð sjálfsmenntun- ar og fræðslu í kyrrlátt landvar. Þar unir hann sér á strjálum stund- um frá erilsömu stax’fi. Kristján á líka afbragðs frimerkja- safn og til dæmis á hann fullkomið safn islenzkra frimerkja, alla skild- KRISTJÁN KRISTJÁNSSON frá Akureyri er einhver mesti víkingur þessa lands. Hann fæddist ekki inn í milljónina, en hef- ur hafizt af sjálfum sér til fágætrar velgengni. Þó hefur hann sennilega aldrei stefnt að auðsöfnun eingöngu, en meðfædd athafnaþrá mannsins og einstakur dugnaður og lagni, hafa orðið honum að mestu liði. Hann veit hvað hann vill í blíðu og stríðu, fer sinu fram, hverju sem tautar og hefur sjálfsagt oft hlotið stóra vinn- inga, en engu að síður skakkaföll óðru hvoru. Um hann má ef til vill segja að vogun vinnur, vogun tapar. “* Hefði Kristján búið í Noregi á dög- um Haraldar hárfagra, hefði hann á- reiðanlega ekki unað ofríki konungs, en mannað skip sitt og hlaðið það viði og vistum og siglt. til Islands. Þar hefði hann numið land, stórt land, reist mikið höfuðból, haft um sig fjölmennt lið, frjálsa menn, þræla og leysingja. Sennilega hefði hann smám saman gefið þræl- um sínum frelsi, látið þá fá liluta af landi sinu og setið á friðar- stóli á einhverju höfuðbóla sinna. Hann hefur aldrei unað ofríki eða skipunum, þótt hann sé víst stuðn- ingsmaður ákveðins flokks, en hug- tnkið pólitík í framkvæmd á Islandi, held eg hafi aldrei samrýmst heil- brigðri skynsemi hans og lifandi gagnrýni. Kristján Kristjánsson hefur lengi staðið í fremstu röð athafnamanna. Hann hefur gert út fleiri bifreiðar en nokkur annar maður á Islandi, nema kannske Steindór Einarsson. Enda eru aðeins tveir bílakóngar á Islandi, annar i Reykjavík og hinn með annan fótinn á Akureyri og hinn i Reykjavík. Kristján tók aksturspróf hið minna 25. júlí 1921 og fékk við það tæki- færi ökuskírteini nr. 3. Síðar tók hann meirapróf og fékk leyfi til fólksflutninga. Einnig er skylt að geta þess að hann á Akureyrarbíl nr. 1. Hann stofnaði Bifreiðastöð Akureyrar 1923 og.ók sjálfur og átti flestar bifreiðarnar. Hann hafði lengi vel sérleyfi á leiðinni Rvík.—Akur- eyri og raunar miklu víðar ennfrem— ur átti hann og á kanske enn fjöl- margar leigubifreiðir, sem hann hafði í akstri á Akureyri. Hann átti fiestar bifreiðir allra manna utan Reykjavíkur og var á tímabili kom- in jafnhátt í skattstiganum og Kaup- félag Eyfirðinga. Hann stofnaði enn- fremur og átti að miklu leyti síldar- verksmiðju á Dagverðareyri, en seldi hana, áður en vonleysis- ár síldarspekúlanta gengu í garð. Hann stofnaði Dráttarbraut Akur- eyrár og var lengi rrieðeigandi Ennfremur átti hann mikinn hlut að stofnun Flugfélags Akureyrar, sem nú er Flugfélag íslands og situr þar í stjórn. Enn má telja hvalstöðina í Hval- firði, sem hann stofn- aði með öðrum. Þá situr hann í stjórn Oliuverzlunar islands og Orku h.f. Fleira mætti tína til, því af nógu er að taka. Eitt sinn var Kristján staddur i kvikmyndahúsi í Hafnai'fii'ði. Hann stóð frammi við og reykti vindling. Þá voru ljós slökkt í salnum og fólk bjóst til inngöngu. Kristján átti eftir hálfreyktan vindlinginn. Af mikilli vandvirkni og gætni, drap hann í honum, stakk honum í pakkarin aft- ur, leit til samferðamanns síns og mæiti við hann dræmt og hálfglott- andi: „Þeir henda stubbnum, sem telja sig hafa efni á því." I ALDARSPEGLI RISTJÁN KRISTJÁNSSON er af góðum stofni. Hann er fæddur 19. júní 1899 á Kambs- stöðum í Ljósavatnsskarði. Foreldr- ar hans voru Kristján Kristjánsson, bóndi þar og síðar á Birningsstöðum, og kona hans Arndís Níelsdóttir. Faðir hans er af hinni frægu ætt, sem kennd er við séra Jón í Reykja- hlíð. Með þeirri ætt ráða fornar dyggð- ir, drengskapur og sanngimi. Krist- ján ólst upp í föðurgarði, sat yfir ám var í fjósinu og vann alla vinnu eins og algengast gerðist í sveitum og gerist enn. Snemma var maðiirinn vinnusamur og ötull, stofnaði B. S. A. eins og áður er sagt og vann þar öll fyrstu árin manna bezt og mest sjálfur. Hann var mikill búsýslumaður og rak fyrirtæki sitt af stakri rausn og miklum myndarskap. Fyrirtæki Kristjáns fór ört vax- andi. Hann fékk umboð fyrir Ford bifxeiðir og stofnsetti eitt í Reykja- vík og annað á Akureyri. Þá hefur hann rekið verkstæði á Akureyri fyrir bifreiðar, smurstöðvar og vara- hlutasölu og allt, sem víkur að bílum og fjórhjóla faratækjum. inga og öll dýrari merkin af ,,I GILDI“. Þá hefur hann eignast mörg af- bragðs málverk eftir beztu lista- menn þjóðarinnar og Kjarval er einkavinur hans og dvelur oft hjá honum í góðu yfirlæti. Enda er margt líkt með þeim Kristjáni, báðir eru miklir í sjálfum sér, sérkennilegir og ekki einhamir, en þó sérlundaðir og jafnvel sérvitrir, skapmiklir og vík- ingar báðir. Kristján Kristjánsson rekur bif- reiðaverzlun bæði i Reykjavík og á Akureyri. Á Laugavegi 168 170 í Reykjavík hefur hann umboð sitt, verkstæði og skrifstofur. Nýlega réðist hann svo í að láta reisa stór- hýsi nokkru innar, við Suðurlands- braut. Skal það verða 104 metrar með götu, 11 hæðir. Verður það sjálf- sagt á sínum tíma eitt veglegasta stórhýsi landsins. Framkvæmdir eru þegar hafnar og miðar vel. Kristján Kristjánsson er gjafmild- ur maður. Hann gaf Ákureyrarbæ 100 þúsund krónur til almennings- heilla 1944. Hefði hann lagt það fé í fasteign, ætti hann nú tryggar tvær milljónir. Kristján er einstakur öðlingsmað- ur heim að sækja. Heimili hans að Brekkugötu 4 er rausnarlegt að öll- um búnaði, fögur málverk prýða veggi og í einkaskrifstofu húsbónd- ans er allt þakið glæsibundnum bók- um í hóif og gólf. Hann kann að gleðjast með glöðum og er hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Hann gerir yel við ólíklegustu manntegundir, sem einhverra hluta vegna rekur á fjörur hjá honum. M' rAÐURINN sjálfur er næsta . skemmtilegt fyrirbæri. Hann er senn skapsmunamaður og samn- inga, greind hans er rík og sönn og hann er djarfur, kannske fljótfær, ör- geðja, en erfir ekki deilur við menn, er allra fúsastur til sátta og fyrirgef- ur af hjarta. Hann hefur staðið í hörðum deilum, kaldir vindar hafa nætt um hann, en maðurinn er sterk- ur og traustur sem bjarg. Hann læt- ur aldrei troða sig undir járnhörðum Stórhýsi Kristjáns við Geislagötu 5. I*ar eru fyrirtæki hans til áúsa og auk þess leigir hann út stóran hluta hússins. Í.J VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.