Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 13
A S T I R
ekki undrandi á því, að englnn læknir skuli vera
hér. Nú? En hvað þú ert umhyggjulaus. Þú
tekur aldrei eftir neinu.
Hann hló og Júlía hló líka. Hún átti erfitt með
að hlæja fyrst, en svo losnuðu af henni allar
hömlur og hún skellihló.
— En ef hún heyrði nú til okkar . .. . sagði
hún.
— Hver ? Marianne ? Hún er upptekin sem
stendur.
— Þú hagar þér eins og lubbi ,,við hana, Her-
bert.
— Nei. Ég skrökva að henni. Ég . . . ég var
lubbi við þig, af því ég var vanur að segja
þér satt.
Hún tók fíkju og bar hana upp að vörunum.
— Þú verður að viðurkenna, að ég borgaði
þér aftur í sömu mynt.
— Það var af því ég neyddi þig til þess.
— Hann leit á hana sams konar augnaráði
og meðan hann var ennþá hinn ótrúi og afbrýði-
sami eiginmaður hennar. Hann jafnvel studdi
höndum á síðurnar. En hann var sviptur því þreki
og því aðdráttarafli, sem hann hafði áður búið
yfir. Uppreisnarhugur hennar breyttist I samúð.
—• Veslings maðurinn. Svo varð samúð hennar að
leiðindum. Hana langaði út á götuna, þar sem
búðirnar voru, og hún þráði Coco Vatard og
Lucie Albert. Hún þráði glaðværð og skemmt-
anir. Hún svipaðist um og tók að gagnrýna hús-
gögnin.
— Herbert! Ertu virkilega hrifinn af sirtsi?
Hefur enginn sagt þér, að rautt og svart sirts fer
álíka vel saman og perufesti á kjölturakka? Áttu
enga einlæga vini?
—- Mjög fáa.
— Og hvað í dauðanum ertu að gera. Þú ert
Hann átti erfitt með andardrátt og það dimmdi
allt í einu yfir svip hans. Hún gat ekki haft augun
af fölu andliti hans og augunum, sem virtust
sokkin inn í höfuðið.
— Nei, þakka þér fyrir. Ég vil ekki vín. Ég
drakk fullmikið í gærkvöldi.
— Ha? Með hverjum? Hvar? Var gaman að
því? Segðu mér frá því?
Hann beygði sig' fram og það kom roði í
kinnarnar. Júlía kannaðist aftur við ákefðina í
röddinni og tók að hata hann á ný.
— Nei, það var ekkert. Ég sat uppi frameftir
og drakk viský ásamt León. Það var nú allt og
sumt. Við vorum bara að hreinsa blóðið. Langar
þig til að tala við mig eða á ég að lofa þér að
hvíla þig? Ég get alltaf komið aftur.
— Já, en það er ekki víst, að ég geti allt af
tekið á móti þér. Vertu kyr. Jafnvel þótt þér
leiðist ég. Þú verður svo fljótt leið.
Hann brosti til hennar, án nokkurrar gæzku,
en hélt áfram að halda í höndina á henni. —
Við þekkjum hvort annað of vel, hugsaði Júlía.
— Við erum enn þá reiðubúin að gera hvort
öðru grikk, en við getum ekki leikið hvort á
annað framar. Hún hristi höfuðið, settist and-
spænis Espivant og hellti rjóma í annan kaffi-
bollann sinn. Ungur piltur heyrðist hrópa í garð-
inum fyrir utan.
— Það er Toni, sagði Espviant.
Júlía leit niður til að leyna brosi. — Þú þarft
ekki að segja mér það, hugsaði hún.
— Vina mín, sagði Herbert. — Við vorum að
tala um það, að ég væri að deyja. Þú getur ekki
komið í veg fyrir það-----------ó, ég man dag
nokkurn, þegar þú varst að hita mjólk á ofn-
inum og síminn hringdi. Þú tókst símann og
svaraðir, en hélzt samt áfram að hugsa um
Ný framhaldssaga eftir Colette
allur sveipaður hér í sjúkraherberginu. Ertu
að reyna að sýnast yngri en þú ert? Þetta er
nú fullmikið.
Espivant hallaði sér á svæfilinn og scftraði
kaffið sitt.
Hann svaraði þessu ekki, en sagði: — Ýttu
borðinu til hliðar. Ég þarf að tala við þig. Komdu
með vindlingana.
Júlía hlýddi honum í flýti.
Ritarinn kom inn með símtól og langa snúru.
— Það er forseti lýðveldisins að spyrja frétta.
— En hvað þessar símasnúrur fara þér vel,
Cousteix! Þú ert eins og vínviður. Þetta er
vinur minn, Cousteix, sem er svo vingjarnleg að
vera ritari minn. Þetta er greifinnan af Carneil-
han. Þakkið forsetanum fyrir, Causteix. Segið,
að ég sé veikur. Elcki mjög veikur. En talsvert
veikur. Segið honum hvað sem þér viljið. Ó,
’en fyrst þér eruð hérna, Cousteix — Júlía, viltu
hafa mig afsakaðan ofurlitla stund?
— Þetta er skrýtið, hugsaði Julie. Herbert hef-
ur aldrei getað talað eðlilega við ritara sína
eða undirmenn. Vald Espivant-ættarinnar er eins
nýtt af nálinni og titillinn.
— Ó, hrópaði hún og hljóp fram. Því að um
leið og Coustex lokaði hurðinni á eftir sér, hneig
Espivant aftur á bak með lokuð augun. Júlía
greip flösku, opnaði hana, hellti í munnþurrku
og bar upp að nefi Herberts svo hressilega, að
yfirliðið varaði ekki nema tæpa mínútu.
— Kallaðu ekki á neinn. Þetta er ekkert, sagði
Herbert skýrri rödd. — Ég er orðinn vanur þessu.
Er nokkuð kaffi eftir? Gefðu mér ofurlítið. Þú
varst svo fljót. Ég hafði varla tima til að missa
meðvitundina. Þakka þér fyrir.
Hann settist upp hjálparlaust og andaði djúpt.
Hann var grænn í framan, en brosti.
— Það er einkennilegt, hversu mikil velliðan
fylgir þessum •— hvað á maður að segja. —
Þessum smá-andlátsstríðum. Langar þig i of-
urlítið af koníaki, Yollca? Ég á hér koníak frá
dögum — ja — frá dögum Pipins litla.
mjólkina. Þú varst ágæt. Við vorum fátæk þá.
— Það er ég enn þá, hugsaði hún með sjálfri
sér og faldi fæturna undir stólnum. En þegar
Espivant tók að létta ofurlítið, varð hún stolt
yfir því, að það var návist hennar að þakka, að
Herbert leið betur.
— Meðal annarra orða hvernig líður Becker?
—c- Ágætlega. Hann er í Amsterdam.
— Boí'gar hann alltaf með þér? Og hversu
mikið ?
Júlie i'oðnaði og svaraði ekki. Hún var að
brjóta heilann um, hvort hún ætti heldur að
skrökva eða segja satt. Að lokum ákvað hún að
segja satt.
— Fjögur þúsund á mánuði.
— Þú mundir nú ekki kalla það konunglegt.
— Hvers vegna ætti það að vera konunglegt?
Hann er aðeins barón, og þvi aðeins að ekki sé
farið of nákvæmt í sakimar.
— Að meðtöldum vöxtum?
— Já!
— Hann hefur ekki breytt tryggingunni sér í
hag?
— Nei.
Espivant pírði á hana augunum. Hann virti
fyrir sér klæðnað hennar. Loks leit hann á fætur
henni. — Þarna kom það. Nú hefur hann séð
þá. Hún dró þungt andann, át síðasta kirsiberið
og dyfti á sér nefið.
— Þú hefur aldrei sagt mér, sagði Espivant
i ávítunartón.
— Það er gagnstætt öllum grundvallarerglum
mínum, svaraði hún i sama tón. Hann varð enn
kuldalegri í málrómi.
— Auðvitað kemur mér það ekkert við, hvernig
lifi þú lifir.
— Nei, alls ekki.
Hún laut höfði og brynjaði sig gegn því, sem
koma kynni. En Espivant. Hann er að hlífa sjálf-
um sér, en ekki mér, hugsaði Júlía.
ULr og klukkur — Skrautvörur
Kven- og karlmannsúr í úrvali,
stofuklukkur — eldhúsklukkur,
vekjaraklukkur — skákklukkur:
NEVADA JUNGHANS
ROAMER
KIENZLE
TISSOT
TERVAL ALPINA
allt þekkt merki og góðar og nyt-
samar jólagjafir
IJRVAL
af allskonar
gjafavörum
Stativ fyrir
borðbúnað
hentugum til jólagjafa
Póstsendum um allt land.
ITlagnús <§. (B a/dvinsson
ÚRA- OG SKARTGRIPAVERZLUN
Laugaveg 12 — Sími 22801}
VIKAN
13