Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 7
BARIMASAGAN
Neptúnus konungur flytur
hæl flokksagans, stendur óstuddur á
meðan stætt er og hvikar ekki aí
hólmi, þótt í óefni sé komið, en tek-
ui afleiðingunum karlmannlega.
Kristján kvæntist 21. október 1926
Málfríði Friðriksdóttur frá Sauðár-
króki. Hafa þau eignast þrjú mann-
vænleg börn. Kristján er elztur
þeirra, þá Friðrik og loks Kolbrún.
Fágætt er að hitta fyrir jafn heila
menn og Kristján Kristjánsson. Hann
hefur orðið farsæll maður. Hann er
ávalt allur í gleði og sorg og starfi
og striti. Leið hans hefur legið út
um fjósdyrnar á Birningsstöðum um
torfæra slóð hins frjálsa og fram-
sýna manns. Hann hefur aldrei þrætt
neinn meðalveg, en lagt ótrauður út
á hættuleg einstigi og lausar skrið-
ur, en komið að lokum í græna, glitr-
andi dali, þar sem hann hefur getað
Kristján hefur ferðazt mikið innan-
lands og utan. Hér sést hann við
Eyvindarholu í Herðubreiðarlindum,
bóistað Fjalla-Eyvindar.
unnt sér hvíldar, áður en lagt yrði í
næsta áfanga. Honum hefur orðið
mikils ágengt, en hefur varðveitt upp-
runalegt eðli sitt á undraverðan hátt.
Hann er einn þeirra manna, sem sí
vaxa við kynningu, eldandi skemmti-
legur, gæddur eindæma leiftrandi
hugarflugi og fær kynlegustu hug-
myndir til að skjóta upp hjá sér koll-
inum. Hann er stór og fyrirferðar-
mikill maður, sem gaman er að kynn-
ast og allir geta lært eitthvað gott
af. Og síðast en ekki sist er hann
gjörsamlega laus við hleypidóma og
kreddur.
Kristján Kristjánsson er ekki heill
á þessu blaði. Hann er einn þeirra
fáu manna, sem erfitt er að gera
nokkui' viðhlítandi skil í stuttu máli.
En vel er slíkum manni og hann
verður áreiðaniega langlífur i land-
inu.
NIÐUR við ána, þar sem
hún beygði fyrir grát-
viðarrunnann, lágu þrír
mosavaxnir steinar, sem
mynduðu lítinn helli. Þegar
inn var komið var hellirinn
kaldur og dimmur og mjög
þröngur.
1 þessum mosaklædda helli
bjó Neptúnus litli, konungur,
sem eitt sinn, fyrir mörgum
þúsundum ára síðan var
þekktur undir nafninu Nep-
túnus, drottnari hinna sjö
hafa.
Það var á gullfallegum
haustdegi, að Maja og Kláus
héldu á fund Neptúnusar
konungs til þess að heilsa
uppá hann. Neptúnus kom út
úr helli sínum og heilsaði
þeim hjartanlega.
— Það gleður mig stórlega,
að þið skylduð koma, sagði
hann. Eg var alveg í þann
mund að leggja upp í ferð.
Þá tóku Kláus og Maja eft-
ir því, að Neptúnus konung-
ur var kominn í grænu
skikkjuna sína og hann var
með hinn undursamlega
töfrastaf sinn í hendinni, en
hann var, eins og gaffall í
laginu. Hann kallaði töfra-
stafinn Gand.
— Ég vona, að Neptúnus
konungur ætli ekki að vera
lengi í burtu, sagði Maja.
Neptúnus konungur stóð
þögull um hríð, áður en hami
svaraði. Lengi? Nei, ekki svo
ýkja lengi. Aðeins í vetur.
Strax og vorar kem ég aftur.
— En það er svo langur
tími, sagði Kláus. Þetta eru
margir mánuðir.
— Og veturinn er alltaf
svo hræðilegur, sagði Maja.
Neptúnus konungur klóraði
sér í höfðinu og mælti: Hann
er nógu slæmur, svo sem hann
er. Öll vötn og allar ár frjósa.
— Það er nú líka allt í
lagi, sagði Kláus. Þá getur
maður rennt sér á skautum.
Neptúnus konungur varð
daufur á svipinn.
— Skautar eru fyrir þá,
sem eru ungir, sagði hann.
Þeir eru ekki fyrir svona
gamalt fólk, eins og mig. Þið
vitið, að ég er mjög gamall.
— Hversu gamall, spurði
Maja.
— Eins gamall og engl-
amir, sagði Neptúnus kon-
ungur, eins gamall og hafið
— eins gamall og hin sjö
höf.
— Ertu eldri en afi, spurði
Kláus.
— Eg er eldri en allir afar
í heiminum, sagði Neptúnus
konungur. Og ég er allt of
gamall til þess að hlaupa um
á skautum. Jæja, það er víst
tími tilkominn fyrir mig að
fara og kveðja ykkur.
— En segðu okkur, hvert
þú ferð, sagði Maja. Við vild-
um svo gjarnan geta sent þér
eitt bréfspjald einhvern tíma
í vetur, svona til þess að láta
þig vita, hvernig líður hér
um slóðir.
— Ég skal fúslega segja,
hvar ég verð, sagði Neptún-
us konungur.
Síðan hló hann með sjálf-
um sér. Og tók snigil upp úr
vasa sínum, hvítan að lit.
Hann rétti Maju snigilinn.
— Þú þarft ekki að senda
mér neitt bréfspjald, sagði
hann. Þú getur talað við mig
í gegnum snigilinn, þegar ég
er farinn í burtu. Þú setur
hann upp að eyranu og þá
heyrir þú mig tala.
— Eins og í síma, spurði
Kláus.
— Já, eins og í snigilsíma,
sagði Neptúnus konungur.
Ég kem til með að dvelja í
höll minni á botni Miðjarðar-
hafsins.
Síðan sló Neptúnus kon-
ungur í árbakkann með
Gand, töfrastafnum sínum.
I næstu andrá komu sjö fisk-
ar upp á yfirborð vatnsins og
drógu þeir gullvagn á eftir
sér, sem glitraði í dagsbirt-
unni.
— Af stað, hrópaði hann.
Samstundis hentust fisk-
arnir af stað og drógu hinn
gullna vagn eftir vatninu.
Niður ána, yfir ósinn og út í
sjó.
Það síðasta, sem Kláus og
Maja sáu af vini sínum Nep-
túnusi konungi, var þar sem
hann stóð hnarreistur í.vagni
sínum og hélt öruggur um
taumana. Og fiskamir fóru
með hann til hallarinnar á
botni Miðjarðarhafsins.
En Kláus og Mája stóðu
og veifuðu eins lengi og þau
gátu eygt hann, síðan héldu
þau heimleiðis, og Maja hélt
fast um hvíta snigilinn.
POSTURIIMN
Framhald af bls. 2.
Kæra Vika mín.
Nú verðu rþú að reyna að hughreysta mig,
því að ég er alveg í öngum mínum. JEg er 18
ára og hef gagnfræðapróf og svo vann ég í fiski
eitt sumar og næsta vetur i búð, en mér fannst
það svo leiðinlegt að ég hætti og svo varð ég
líka þreytt í fótunum og læknirinn minn sagði,
að ég mætti helzt ekld vinna þar sem ég þyrfti að
stanád mikið.
Ég ætlaði nú að fara á skrifstofu og alltaf
þegar einhvers staðar hefur verið' auglýst, hef
ég farið og sótt um, ég er vist búin að fara á
sex eða sjö staði og alls staðar fengið neitun
og á sumum stöðunum var bara ein eða tvær
aðrar sem sóttu um.
Það hrista allir hausinn, þegar ég segist hafa
gagnfræðapróf hafa unnið í fiski og svo í búð.
Það er ekki svoleiðis stúlka, sem okkur vantar,
sagði einn kallinn um daginn.
Eg skil ekkert í þessu. Ég tók alveg sæmilegt
próf (I. eink. 7,34) og var með góðar einkunnir
i ensku og dönsku og sæmilegar í flestu öðru.
En það er eins og fiskvinnan eyðileggi allt og
svo að hafa verið í búð. Eru stúlkur eitthvað
verri fyrir það ? Eitthvað verða allir að vinna.
Eg er búinn að fá svo mikla minnimáttarkenhd
af þessu eins og þú getur ímyndað þér, Vika mín.
Segðu nú eitthvað hughreystandi við mig.
Annars hefur mér dottið i hug að fá vinnu í
Færeyjum eða Dannmörku. Hvar get ég fengið
upþlýsingar varðandi það?
Þakka þér kærlega fyrir alla skemmtulegu
stundirnar. Með fyrirm þökk. Þin einlæg Tóta.
P. S. Hvernig er skriftin?
SVAR: Eg verö að segja, að við á ritstjórnar-
skrifstofunni urðum álveg steinhissa þegar við
lásum bréf þitt. Að neita efnilegri og duglegri
stúlku um vinnu, bara vegna þess að hún hefur
unnið i fiski og verið í búð!
En það er sumt fólk svo skelfilega snobbað og
vill helzt ekki hafa fólk i vinnu, nema það geti
sýnt vottorð uppá að vera stúdentar eða eitthvað
enn þá „fínna.“ Þú skalt ekki setja það fyrir
þig, þótt ekki hafi blásið byrlega enn. Þú getur
reitt þig á, að sem betur fer, eru ekki allir eins
hugsandi — eða lítið hugsandi — eins og þeir,
sen/, þú hefur talað við.
Varðandi vinnu í Fœreyjum eða Danmörku
skáltu snúa þér til danska sendiráðsins hér i
Reykjavlk. Þar fœrðu állar nánari upplýsingar.
Skrifti er állgóð, en nokkuð viðvaningelsg.
SVAR TIL MÖGGU: Þú ein hefur foreUrarétt
yfir barninu, fyrst þið eruð ekki gift. Sam-
kvœmt lagábókstöfunum getur barnsfaðir þinn
þvi ekki leyfi til að neita, að þú gefir barnið
burtu. Ég skil vel, að þú eigir í striði við sjálfa
þig og auðvitað er ég engin numneskja til að
segja þér hvort þú átt að láta barnið eða ekki.
Þú skált aðeins minnast þess, að með þvi afsalar
þú þér öllum rétti til barnsins og sennOegt að
þú fáir aldrei að hitta það.
Vika mín.
Viltu gefa mér heimilisfang Elvis Presley? Er
hann trúlafaður? Er það rétt að hann eigi barn?
Finnst þér að ég sé of ung til að nota varalit
Pabba mínum finnst það, en mamma segir, að
það sé allt I lagi. BiUa.
SVAR: Heimilisfang Presleys er að finna á
öðrum stað i blaðinu. Hann er ekki trúlofaður
svo vitað sé og áldrei höfum við heyrt að liann
ætti börn. Þú verður að gera það upp við sjálfa
þig og foreldra þín, livort þú m/ilar á þér augna-
brúnimar.
VIKAN
7