Vikan


Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 26

Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 26
Smásaga eftir KARL ÍSFELD kvöldstund. En ég var ekki i neinu skemmtiskapi. Mig langaði miklu meira til að vera viðstaddur, þegar sjálfsmorðinginn kæmi. Stúlkan, sem leiddist, kom með glös, við helltum í þau og skáluðum. Síð- an settist hún við píanóið. Það var satt, hún spilaði ágætlega. Og þegar hún hafði dreypt nokkrum sinnum á glasinu sínu, fór hún að syngja. Fyrst söng hún ljóðrænt lag, sem Meríkanto fékk að láni úr sígaunasöngvum, síðan Med en vandlilje, eftir Grieg, svo Das wandern og Adio mia bella Napoli og Mattinata og mörg fleiri lög, og ég hef aldrei heyrt meiri lista- mannssársauka í söng, og ég gleymdi mér þangað til ég heyrði skip pípa. Skipið var víst að koma, en hvað kom það mér við? Hvað varðaði mig um sjálfdrepinn farþega? 5Ég vildi meiri söng. En hún var hætt að syngja, staðin a fætur og gekk eirð- arlaus um stofuna, ýmist út að glugganum eða að píanóinu, stund- um fór hún að laga dúkinn á borðinu, þó að hvergi sæist hrukka á honum, og loks fór hún fram. Kunningja- stúlka mín settist við pianóið og fór að spila Tarantella sincera og dró ekki af. Hún var sæmilega fingrafim, en það vantaði persónuleika og skap í leikinn. Ég vissi ekki, hvað ég átti af mér að gera, svo að ég ranglaði fram og villtist inn í eldhúsið, og þar var hún þá, stúlkan, sem leiddist, og ég ■ hef aldrei séð umkomulausari manneskju. Það var eins og andlitið á henni væri dáið, og mér sýndist hún vera að hníga niður, svo að ég tók utan um hana, og hún var alveg viljalaus, og ég hálfbar hana inn í næsta herbergi, lét aftur hurðina, hagræddi henni á legubekk, settist h]á henni og reyndi að hafa af henni ieiðindin. Skömmu seinna var spilað staccato frammi og slegin fölsk nóta. Já,' kunningjastúlka mín hafði aldrei verið sérlega músíkölsk, en stúlkan, sem leiddist, var fjarska músíkölsk, og seinast gat ég fengið hana til að hlæja ofurlítið, og hún hló í moll. Þegar ég fór, varð ég samferða kuningjastúlku minni, og þegar við komum að dyrunum á húsinu sem hún bjó í sagði hún:' — Mikið var það fallegt af þér að hafa ofan af fyrir vinstúlku minni. Henni leið svo hræðilega í kvöld. Ég hélt hún ætlaði að missa vald á sér, þegar skipið pípti, og hún fór fram og þú fórst á eftir henni, og það var fallegt af þér, og ég veit, að þú hefur huggað hana og sagt við hana einmitt það, sem við átti á þess- ari stundu því að þú getur stundum verið fjarska skilningsgóður. Þetta er svo hræðilegt fyrir hana. — Hvað er hræðilegt fyrir hana? — Ha? Þú vissir, að líkið af hon- um var með skipinu. — Já, líkið af sjálfsmorðingjanum. En hvað kemur það henni við? — Nei, nú dámar mér ekki! Ætl- arðu að reyna að telja mér trú um, að þú hafir ekki vitað, að þetta var unnustan hans ? Að það var hún, sem hann skaut sig út af ? Hún kom hingað til bæjarins til að taka á móti líkinu, en treysti sér ekki til þess, þegar á átti að herða. — Þetta vissi ég reyndar ekki. — Ja, nú gengur alveg fram af mér. Og ég, sem var búin að hrósa þér fyrir, hvað þú hefði verið skiln- ingsgóður. Ég tek það allt saman aftur. — Það er víst óhætt — þess vegna. — En hvað erum við að hangsa Framhald á bls. 41. Fólkið var farið að þyrpast niður á bryggjuna, þótt ekki væri von á skipinu fyrri en eftir klukkutíma. En það stóð líka dálítið sérstaklega á. Skipið var að koma frá útlöndum, og einn farþeganna var ekki skráður á farþegalistann heldur farmskrána. Þetta var nýútskrifaður læknisfræð- ingur, ættaður úr næstu sveit, sem hafði orðið þjóðkunnur fyrir rúmum mánuði vegna þess, að hann hafði orðið ósáttur við unnustu sína, sem hann hafði kynnzt fyrir sunnan, rok- ið til útlanda og skotið sig þar. Efni- legur læknisfræðingur að tarna sem ekki gat einu sinni læknað ofurlítinn kveisusting í sjálfum sér. Hann hafði sennilega gengið með of spennta fjöður í sigurverki sálarinnar. Slíkir menn þola engar misjöfnur á vegin- um, þá slitnar fjöðrin og þeir grípa til örþrifaráða. En menn, sem ganga með mátulega slaka fjöður í sigur- ▼erkl sálarinnar þola allt. Skrýtið uppátæki samt að þjóta tíl útlanda til að gera það, sem hægt var að gera heima. En, sem sagt, maðurinn hafði gert hreint fyrir sínum dyrum, það hafði ekki þurft um að binda, og nú var hann að sigla heim sína síð- ustu ferð — á lestarfarrými. lÉg hafði fylgzt með mannfjöldan- um niður að höfn og var að ráfa þar um, einmana í miðri ösinni, þegar stúlka, sem ég þekkti lítilsháttar, gekk í veg fyrir mig og sagði: — Vertu nú vænn piltur og gerðu mér svolítinn greiða. Náðu í eina flösku og komdu með mér heim til vinstúlku minnar, sem leiðist. Hún er gestkomandi I bænum og þekkir eng- an. Það verður að bíða betri tíma, sagði ég. — Eg hef öðrum hnöppum að hneppa þessa stundina. — En mér væri mikil þægð í, ef þú gerðir þetta, sagði hún. — Og hver veit, nema ég geti einhvern tíma gert þér greiða í staðinn. — Það breytir engu, sagði ég. — Merkilegt, að þes'si vinstúlka þín skuli endilega þurfa að láta sér leiðast og vilja drekka vín í kvöld. Auk þess er ég alls ekki viss um að það borgaði sig að heimsækja hana, þó að ég mætti vera að því. — Jú, þú yrðir áreiðanlega ekki svikinn á því. Af vissum ástæðum er hún ein i húsinu núna, hefur píanó, spilar ágætlega og getur meira að segja sungið ofurlítið. Við verðum bara þrjú. Henni leiðist við skulum skemmta henni. — Ég er búinn að segja nei, sagði ég og lét ekki þoka mér. — Þú hlýtur að eiga eitthvað meira en lítið annríkt, sagði hún, fyrst þú fúlsar við selskap og víni. Eg er að bíða eftir sjálfsmorð- ingja, sagði ég af því yfirlæti, sem greinir kvikan frá ná. - Já, þetta gera fleiri, sagði hún og virtist snöggvast verða annars hugar. — Jæja fyrirgefðu þetta kvabb. Eg get kannski fundið ein- hvern annan, sem er ekki eins önnum kafinn og þú. Vertu sæll. — Nei, heyrðu, bíddu, stanzaðu, fjandans asi er á þér! Heldurðu að eg láti Pétur eða Pál drekka þau vín, sem ég get svo vel drukkið sjálfur. Við skulum fara strax! Hvaða vit er að láta manneskjuna bíða svona von úr viti, úr því henni leiðist? Við gengum upp í bæinn, og ég skrapp snöggvast bakdyramegin inn í hús, sem ég hafði komið í áður, og þegar ég kom út aftur, gat ég ekki hneppt að mér frakkanum. Hún réði ferðinni og eftir ofurlitla stund komum við að nýreistu stein- húsi og gengum upp á aðra hæð. Þar tók á móti okkur hávaxin, Ijóshærð stúlka og vísaði okkur inn I stofu. Þegar við heilsuðumst, nefndi hún nafnið sitt, en ég heyrði ekki nafnið og innti hana ekki eftir því frekar. Mig varðaði ekkert um, hvað hún hét. Þetta var áreiðanlega stúlkan, sem leiddist, og ég var kominn með vínið handa henni og átti víst að reyna að vera skemmtilegur þessa Mlegi ð § m o #1 26 VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.