Vikan


Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 41

Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 41
Skuldadagar Framhald af bls. 7. „ÞaS er náungi hérna úti, sem langar til að hafa tal af þér, Max,“ sagði hann. „Jæja,“ sagði Max Murello. „Hver er það?“ „Sam Herndon." „Herndon? Hvað vill hann?“ „Hann sagði mér það ekki, en hann sagði, að það væri mjög áríðandi. Hann sagði að það væri •komið að skuldadögum." Murello stirðnaði. „Skuldadögum?" „Hánn sagði það.“ Murello leit á Bill Waycross. Hann opnaði skrifborðsskúffuna sína og athugaði skammbyss- una, sem þar lá. Svo lét hann skúffuna standa hálfopna. „Heldurðu að hann hafi farið til Lopats?“ spurði Bill Waycross. „Nei, aldrei,“ sagði Murello, „Lopat hefði ekki þorað að kjafta frá. Það hlýtur að vera einhver aunar." „Einhver annar? En hver þá?“ Murello hristi höfuðið. Hann var að brjóta heilann, en datt enginn í hug. Hann þóttist ör- uggur. Það höfðu verið mistök hjá honum að hafa Lopat með. En hann hafði gert hann nægi- lega hræddan, til þess að hann þegði. Herndon ætlaði að reyna að leika á hann. Það gat ekki annað verið. „Segðu honum að koma inn,“ sagði hann að lokum. Pat Johnson hvarf úr dyrunum og andartaki seinna voru dyrnar opnaðar og Sam Herndon kom inn. Hann var hár maður, grannvaxinn, kominn yfir miðjan aldur, og hafi hann átt sigri að hrósa sást það að minnsta kosti ekki á svip hans. Hann klemmdi saraan varirnar og starði á Murello. „Jæja, hvað viltu, Herndon,“ hreytti Murello út úr sér. „Eg á annríkt í kvöld. Ég hef ekki mikinn tíma aflögu.“ „Þú hefur tíma í þetta skipti,“ sagði Herndon. „Reyndar kenni ég i brjósti um þig. Ég átti von á öðruvísi skuldaskilum en þessum.“ „Skuldaskii!“ hrópaði Murello. „Um hvað ertu að tala. — Eg er sýkn, Herndon. Sýkn, og þú g-etur eklsert gert.“ „Ekki það?“ sagði Herndon. „En ef til vill þessi þá. Það var heilmikil ræða, sem þú hélzt í dag fyrir rannsóknarnefndinni, einkum sá hluti ræðunnar, sem f jallaði um son þinn, Eddie, knatt- spyrnukappann. Það var mjög átakanlegt. Þú virtist vera mjög hreykinn af honum." „Og hvers vegna skyldi ég ekki vera það?“ Leynilögreglumaðurinn yppti öxlum. „Þú get- ur dæmt um það sjálfur, Murello, þegar þú hefur heyrt, hvað kom fyrir. Einmitt meðan þú varst að halda ræðuna, var Eddie að kaupa nokkra skammta af einum manna þinna. Skömmu seinna þegar hann var undir áhrifunum, steig hann upp í bílinn sinn og ók af stað. Þeir segja að hann hafi ekið á áttatiu mílna hraða á klukku- stund, þegar hann ók á vörubíl sem var hlaðinn múrsteinum." Murello starði uppglentum augum á leynilög- reglumanninn. „Eddie" . . . stundi hann upp. Eddie minn.“ „Þetta ætti að nægja, er það ekki," sagði Herndon. „Jú, þetta ætti að nægja. Eg er með bíl hérna úti, ef þig langar til að skreppa niður í líkhúsið." Hlegiö í moll Framhald af bls. 26. hér, sagði hún. — Ætlarðu ekki að koma upp snöggvast ? — Það er orðið framorðið, sagði ég. ■— Fólkið i húsinu gæti vaknað við marr í stiganum. — Þú hefur oft komið seinna en þetta, sagði hún — og ekki ævinlega hirt um, þó að fólkið vaknaði við marr í stiganum. Og hver veit, nema ég lumi á lögg í flösku, ef vel. er leitað. — Ég veit, að það er háborin skömm að hafna því, sem boðið er af góðum hug, sagði ég. — En nú hef ég ekki undir neinum kringumstæðum lyst á meiru í kvöld. Góða nótt. Eg gekk suður götuna og heyrði hljóm inni í höfðinu á mér. Það var falskur tónn úr Tarantella sincera. Rennibekkur TÉKKNESKAR VÉLAR standast ströngustu kröfur Veitum allar tæknilegar upplýsingar. Verðið hvergi hagstæðara. HÉÐINN Seljavegi 2. — Sími 24260 (10 línur) VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.