Vikan


Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 42

Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 42
Konungsferð til íslands fyrir 50 árum Glcesileg móttaka á Akureyri • Friðrik VIII. Danakonungur, I. C. Christensen, for- forsætisráðherra, og nokkrir tugir danskri þing- manna komu í heimsókn til íslands árið 1907. Dvöldu þeir í Reykjavík og ferðuðust síðan víða um landið, m. a. til Þingvalla, Gullfoss og Geysis og norður um land til ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar og þaðan austur um land til Seyðisf jarðar. • I þessari ferð voru blaðamenn og ljósmyndarar. Tveir nafnkunnustu blaðamennirnir, Svenn Paul- forsætisráðherra, og nokkrir tugir danskra þing- skrifuðu eftir heimkomuna bók um þessa ferð. ísafoldarprentsmiðja hefur ráðist í að gefa út þessa stóru og bráðskemmtilegu bók. Bókin er 336 bls. í stóru broti, með 220 myndum. Þýðingar gerði Geir Jónasson, bókavörður. Enginn vafi er á því, að landsmenn, ungir sem gaml- ir, konur sem karlar, vilji eignast þessa stórathyglis- verðu bók. Bókin kostar kr. 225,00. Konungur vekur athygli í Reykjavík Allir eiga sín jól Framháld af bls. 21. og hélt báðum höndum um flöskuna og klemmdi hana milli hnjánna þarsem hann sat. Lögreglustjórinn er vlnur minn og ég skal sjá til þess að þú megir sitja í friði á Lækjar- torgi og komast í kjallarann á hverju kvöldi. Ég er áhrifamaður í þjóðfélaginu, skal ég segja þér. Ég væri kominn i bæjarstjórn ef ég vildi. Ég get útvegað þér skip ef þú vilt. Takk fyrir, sagði Toggi og mjakaði sér dýpra i stólinn og hélt dauðahaldi í viskíglasið, hann kunni ekki orðið að halda á glasi og fannst þessi drukkur einna keimlíkastur því 3em brjóstmylk- ingar hlutu að drekka, hann sem var vanur að súpa á kogara og pólskum spíra í portum og húsasundum og finna það blossa innaní sér. Hann var dálitinn tíma að venjast þessum hæga eldi sem viskiið kveikti í þurru brjósti hans en brátt var honum farið að liða notalega og tók að rifja upp fyrir sér þar sem hann mundi úr Heims um ból. Og komst hingað ? Hvernig datt þér það í hug ? Ég get látið setja þig í tugthús en ég vil miklu frekar gefa þér viskí. Ég er einn — aleinn og það eru jöl — skál fyrir jólunum. Húsráðandi saup á flöskunni en virtist ekki hýrgast að sama skapi, dapurleikinn sýndist þvert á móti ágerast og svipurinn varð raunalegur og þungbúinn. Aleinn á jólunum sagði hann og Toggi gat ekki að sér gert aö kenna ofurlítið í brjósti um manninn. Hafði hann misst fjölskyldu sína? Kellingin verður alltaf vitlaus þegar hún smakkar það, sagði húsráðandi og beindi nú máli sinu að ýstrunni á sér. Ekki vildi ég fara að þjóra, það var hún sem tók upp flöskuna. Hún brýtur allt og bramlar þegar hún finnur á sér, lemur mig og ber mig, kallar mig hund og ræksni. Toggi saup drjúgum á glasi sinu og horfði fullur samúðar á húsráðanda. Hann hallaði sér nú afturábak í stólinn og teygði frá sér lapp- irnar og skeytti því engu þótt blöðin stæðu uppúr skónum. Hann var búinn að leysa hnútinn á mittisólinm og fletti frá sér frakkanum. Hann hafði nælt sér í sígarettustubb úr öskubakka og saug nú stubbinn af áfergju. Svo þolir hún ekkert kellingarálftin, ég lagði hana til uppá ganga þar sem hún lyppaðist niður, tuldraði húsráðandi, hún þreytist ekki á að kenna méi' um hvernig krakkarnir láta. Toggi sá ekki betur en glitraði á alvörutár á kinnum húsráðanda og var farinn að sárskamm- ast sin fyrir að hafa stolið sultutaui frá þessum gæðamanni. Það er ekki mér að kenna þótt strákurinn hafi stolist út, ég var búinn að fela bíllyklana. Og ég er búinn að margskamma steipuna fyrir að halda sig á Vellinum. Ég hélt þau yrðu nú öll heima á jólunum, ég var búinn að hlakka svo mikið til, ég var búinn að kaupa gjafir handa öllum og pakka þeim inn og raða kringum jóla- tréð. En það eru víst líka jól á Vellinum. Þeir hafa líka jól. AUir eiga sín jól. Nú var hann farinn að hágráta og áður en Toggi vissi af tóku tárin einnig að streyma niður kinnarnar á honum sjálfum, hann bar hend- urnar ótt og títt upp að augunum og reyndi að hefta táraflóðið en allt kom fyrir ekki. Svo hágrétu þeir báðir útaf vonzku mannlífs- ins. EFTIR mikið íangl um bæinn höfðu þeir loksins uppá tveimur stallbræðrum Togga í mið- stöðvarklefa í gömlu sambýlishúsi austast í bænum. Þeir voru búnir með spírann sinn og höfðu hringað sig fyrir framan ofninn, annar hafði klófest strigapoka og breitt ofaná sig en hinn varð að láta sér nægja blautan hálm. Hver andskotinn sjálfur! Hver er með þér, Toggi ? spurði sá í hálmbingnum og hélt hann væri kominn til himnaríkis þegar hann sá lit- prentaða miðana utaná viskíflöskunum. Ég er kominn með jólasveininn, sagði Toggi og vingsaði flöskunum, heims um ból helg eru Maðurinn sem átti kæliskápinn hlammaði sér niðurí hálmbinginn og útbýtti flöskunum. Brátt hófst mikill söngur og gerðist hinn nýi vinur Togga forsöngvari, var hann hrókur alls fagnaðar og sló taktinn, lyfti flöskunni hátt og kyrjaði fullum hálsi jólasálmana og veraldlegan kveðskap á víxl. Þegar á leið komst hann á það stig að hann faömaði að sér félaga sína þrjá og grét hástöf- um, i þetta skipti grét hann gleðitárum og þrýsti vinum sínum fast að sér. Hann kvaðst loks hafa fundið þá vini sem bregðast ekki í raun, þá vini sem aldrei sviku mann og svo gengu þeir allir í fóstbræðralag og sóru hver öðrum eilífum tryggðum þar í hálmbingnum. Þar sofnuðu þeir allir í faðmlögum og höfðu ekki nándar nærri lokið úr flöskunum. Toggi mundi óljóst hvað síðan gerðist þegar húsvörðurinn kom að þeim áður en Ijóst var orðið af nýjum degi og tvístraði hópnum. Hann var ennþá í sætri vímu og ruglaður og átti enga ósk heitari en leggjast aftur til svefns og rangl- aði um bæinn unz fyrir honum varð einn af bekkj- um bæjarfélagsins og hirti hann ekki um þótt sá bekkur stæði einmitt á Læjcjartorgi. Hann var hvergi nærri útsofinn þegar þrifið vai' harkalega i axlirnar á honum og skipað á fætur höstum rómi. Hann sá fyrir sér glitrandi hnappa á svörtum frökkum og glóandi stjörnu í loðhúfu, hann sá ekki andlitin nema í þoku. Hins- vegar þekkti hann röddina þótt hann heyrði hana úr miklum fjarska og hlýddi strax, enda orðinn hrollkaldur, því enn var norðangjóla. En hann var öllu liðugri og óstirðari en kvöldið áður og labbaði strax útí mannlaust Austurstræti til að fá í sig hita. Hann ranglaði framhjá sýningarglugga á nýlenduvöruverzlun og staldraði þar við stundar- korn, reikull í spori og horfði á sviðakjamma, hamborgarhrygg, niðursoðið grænmeti, egilsöl og amrískar ávaxtadósir. Hann stóð þar ráðvilltur og hugsi djúpa stund einsog hann væri að rifja upp löngu liðið atvik, svo var einsog rynni upp fyrir honum ljós, hann .kinkaði kolli og ranglaði áfram eftir gangstétt- inni. Ósköp getur sumt fólk átt bágt, sagði hann, og verst að vera svona fátækur að geta ekki íijálpað því. Hann hélt áfram göngunni og hugsaði um það hvað myrkrið gæti orðið dimmt bak við jóla- ljósið. ' JÖKULL 42 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.