Vikan


Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 18

Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 18
Brynjólfur bankamaður og Jón Hreggviðsson snærisþjófur Menn lifa ekki á listinni Það hefur löngum verið svo á Islandi, að listamenn hafa orðið að vinna fyrir sér við önnur störf. Um það má endalaust deila hvort þetta sé eins og það á að vera eða eins og það á ekki að vera. Líklega eru þó viðkomandi listamenn einir um að hafa fyllilega aðstöðu til að dæma um þetta og þá hver fýrir sitt skinn. Vikan hefur því snúið sér til þriggja lista- manna, sem allir vinna fyrir sér við skrifstofu- störf og beðið um álit þeirra á þessu fyrir- komulagi og fara viðtölin við þá hér á eftir. EF þið haldið að það sé auðvelt að ná tali af Brynjólfi Jóhannessyni þá skjátlast ykkur. Það var búið að elta hann dögum saman og alltaf var hann önnum kafinn, ýmist i bankanum eða við leikæf- ingar. Loks vorum við svo heppnir, að leikæfingu seinkaði lijá honum svo honum gafst timi til að ræða við okkur örstutta stund. Hér er forvitni á að vita hvernig þeim komi saman Brynjólfi bankamanni og Jóni Hreggviðssyni snæris- þjófi af Akranesi svo ég spyr: Hvernig fer það saman að vera bankamaður og leikari ? Þú spyrð mig eins og Ólafur Noregskonungur forðum, segir Brynjólfur. Hann spurði mig þessarar sömu spurningar. Nú, ég sagði honum utan og ofan af þessu — og þá segir hann: „Hvenær hittið þér þá konuna yðar?" Já, það er satt — þegar maður er að leika og stundar jafnframt vinnu er maður eins og gestur á heimili sínu. Annars væri þetta langt mál, ef ætti að kryfja það tii mergjar. En vilja ekki svona ó- skyldir hlutir rekast á? Nei, þvert á móti — það er tilbreyting í því að stunda svona alveg óskylt starf í frístundunum. En þetta er erfitt — þegar ég \ar að byrja að leika og alit þangað til Þjóðleikhúsið tók til starfa var ekki ann- ara kosta völ. Ég iék nokk- ur hlutverk hjá Þjóðleik- húsinu, en var aldrei fast- ráðinn — mér fannst ég vera orðinn of gamall og vildi ckki hætta í bankan- um og missa eftirlaunarétt- indin. En engum manni ráðlegg ég að stunda leik- starf í hjáverkum — ég lief alla tíð verið heilsu- hraustur og því einu þakka ég, að ég hef getað þetta. Vinnudagurinn er auðvit- að langur. Já, hann er það. Venju- lega er byrjað að æfa upp- úr fjögur og æft fram á kvöldmat. Svo er byrjað aftur átta-hálfníu og verið fram eftir kvöldi. Þetta er 5, 6 til 8 tíma aukavinna. Það kemur jafnvel fyrir að æfingar standa fram undir morgnn, þegar iíður að sýningu. Ég læt í ljósi undrun mína á því að sýningar, sem unnar eru við slík skyl- irði skuli ekki standa að baki sýningum hjá at- vinnuleikurum sem hafa allan sinn tíma fyrir Þalíu. Jú, við erum að reyna að gera okkar bezta og við förum aldrei upp með sýn- ingu fyrr en hún er full- æfð og við erum ánægð með hana. Sjálfsagt verðum við að leggja meir að okkur, en okkur finnst við líka vera að verja heiður gömlu Iðnó og Leikfélagsins. Leikfélagið er brautryðj- andi hér á landi. Ekki bara í Reykjavík heldur líka úti á iandi, því oft hjáipuðum við leikfélögunum annars staðar bæði um leikritaval og eins ýmsar leiðbeining ar. Eins fórum við líka leik- farir, en þetta finnst mér oft gleymast og það er eins og Þjóðleikhúsið hafi orðið til alls fyrst. En Leikfélag- ið ruddi brautina. Vitanlega er allt gott um Þjóðleik- húsið að segja en þetta. má bara ekki gleymast. En verður áhugamanna- leikhúsið — litla leikhúsið ekki alltaf nauðsynlegt, þrátt fyrir öll Þjóðleikhús og leikmenningu á söguleg- um grundvelli. Verður það ekki alltaf til þess að koma með nýjungar? Ja — það er nú margt í þessu. T. d. eru alls ekki öll leikrit fallin til flutn- ings á stóru leiksviði. Sum leikrit gerast í svo þröngu umhverfi, að það er eins og lítið leiksvið henti þeim betur — þjappi þeim sam- an. Á stóru sviði aftur á ■móti er eins og þau losni úr reipunum. Og öfugt. Það er ekki hægt að færa öll leikrit upp á lítið svið. Annars finnst mér alltaf betra að leika i litlu leik- húsi. Það verður eins og intimara — sambandið við áhorfendurna verður betra. Það er alls ekki óalgengt erlendis að maður sjái betri sýningar á prívatleikhúsum en á aðalleikhúsunum — stemningin er líka einhvem veginn betri og svo er eins og ég segi leikrit, sem fara betur á þröngu sviði. Enda hafa stærri leikhúsin oft líka lítil svið jafnframt. Mörg nýrri leikrit eru þannig. T. d. Osborne, sem Þjóðleikhúsið ætlar að fara VIKAN hitti Kristján Bender að máli um daginn og bað um að fá að spjalla við hann um atvinnu og ritstörf. Tók hann þvi ljúfmannlega og bauð í kaffi niður í kjallaranum á Arnarhvoli, en Kristján vinnur hjá Ríkisféhirði. Klukkan er að ganga fimm og vinnudegi er lokið hjá Kristjáni. „Þegar ég er búinn að gera upp ríkissjóð er ég laus," segir hann. „Það er mismunandi hvað það er snemma búið — eftir því hvernig stemmir." Og við spyrjum hvernig það fari saman að vinna á skrifstofu og skrifa bækur. Ef til vill eru skrifstofu- störfin ekki mjög innspírer- andi. Þó er ég viss um að það er gott fyrir einbeiting- una að fara með tölur. einni saman að sýna. Já, og „All my sons" eftir Miller, sem við erum að æfa núna. Það gerist í þröngu umhverfi — nágrannar, sem verða svo^ að segja ein f jölskylda .. . Og talið berst að Miller: Það er gaman að fást við svona stykki, segir Brynjólfur, þar sem maður finnur að eitthvað er á bak við. Maður hefur kannski verið að leika einhvern farsann og að koma svo í þennan heim það er gaman. Brynjólfur brosir við, tekur svo upp úrið, verður alvarlegur og segir: „Hver skollinn. Ég hef alveg gleymt tímanum. Nú verð ég að þjóta." Og þessi önnum kafni maður er horfinn. Blaðamennska er held ég til dæmis enn verri fyrir rithöfund, það hlýtur að vera skemmandi að þurfa að kreista úr sér ákveðinn skammt daglega. Ég hef annars alltaf ver- ið þvi fylgjandi að rithöf- undar ynnu fyrir sér með öðru en ritstörfum. Sjálfur gæti ég ekki hugsað mér að starfa eingöngu að því að skrifa bækur. Ég verð að hafa eitthvað annað. Ef það væri ekki skrifstofan mundi ég líklega stunda jarðrækt og gróðurhús. En er þá nógur tími til að skrifa? Jú, menn hafa tíma til að skrifa allt, sem þeim liggur á hjarta. Menn skrifa, held ég, nákvæmlega það sem þeir þurfa að skrifa og þá án þess að spyrja aðstæðurnar leyfis. Kunningjar mínir hafa stundum verið að bera því við afkastaleysi sínu að þeir hefðu of lítinn tíma. Einhvernveginn held ég að þetta sé ekki rétt. Þegar ég skrifaði mína fyrstu sögu hafði ég nóg annað að gera. Ég vann um þær mundir við steypuvél og hripaði niður samtöl á sementspoka jafnóðum og þau voru töluð. Á kvöldin vann ég svo úr þessu. Menn voru auðvitað að spyrja mig hvað ég væri að skrifa, en „ . . . og hripaði niður samtöl á sementspoka . . . ” 18 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.