Vikan


Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 37

Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 37
L E I K L I S T \ Reyfari — og þó Leikfélcig Reykjavíkur: ÞEGAR NÓT1VN KEMUR, eftir Emlyn Williams. Leikstjóri: Helgi SÍcúlason. Það er hinn æsilegasti leikur, sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir um þessar mundir, sem sé tvö morð og hefði margur látið sér nægja minna. Höfundurinn, Emlyn Williams er heimsþekktur maður bæði sem sviðsleikari, kvikmyndaleikari, leikritahöfundur og sendiherra. Auk þess hefur hann samið mörg kvikmyndahandrit. Um hann og leikhússtörf hans hefur verið skrifuð stór bók. En öll þessi afköst og frægð endist honum skammt með tilliti til leikritsins, Þegar nóttin kemur. Þetta er, á ytra borði, knallreyfari og sumir taka ef til vill alls ekki eftir því, að þetta sé annað né meira, en þó er þetta einungis umgerð um sálar- Gísli Halldórsson sem Dan. farslýsingu brotamanns og hún er afbragðs vel gerð. Um þetta leikrit má því segja bæði gott og illt. Hitt er svo annað mál, að meðferð leik- stjóra og leikenda er mjög góð. Leikstjóri er Helgi Skúlason, hinn efnilegi leikari, sem hefur nú fengið orlof frá Þjóðleikhúsinu tií að stjórna leik hjá Leikfélaginu. Leikstjórn Helga er vönd- uð og ber vott um að hann hefur glöggt auga fyrir ýmsum smáatriðum sem auka áhrif og geta þannig orðið nokkuð stór, svo sem tónum, ljós- brigðum og myrkurhrifum. Aðalhlutverk voru í höndum ágætra leikara. Gísli Halldórsson, sem að vísu er dálítið einræmislegur sem leikari, átti ágætlega heima i<þ'essu hlutverki og gerði því hin prýðilegustu skil. Einkum sýndi hann með ágætum sálarstríð og innri baráttu brotamanns- ins. Auróra Halldórsdóttir lék og prýðilega hina öldnu ,,lömuðu“ ekkjufrú. Henni mistekst sjaldan eða aldrei. Guðmundur Pálssön og Helga Bach- mann fóru með hlutverk sín á mjög sannfærandi hátt. Nína Sveinsdóttir lék frú Terence mjög skemmtilega. Nína hefur oft sýnt, að hún er af- bragðsleikkona og er ekki í neinni afturför. Guðrún Ásmundsdóttir sýndi skemmtileg tliþrif. Jón Sigurbjörnsson, sem sýnir í Allir synir mínir, að hann er afbragðsleikari, fer þarna með hlut- verk lögregluforingja og verður ekkert að honum fundið. Guðrún Isleifsdóttir fór snotui’lega með lítið hlutverk. Ýmislegt má að þessu leikriti finna, m. a. það, að spennan er að mestu leyti búin í lok annars þáttar og maður veit hérumbil strax, hver brotamaðurinn er. En þó mun þetta leik- rit vænlegt til mikilla vinsælda. Karl Isfeld. Þetta eru skáparnir sem allar konur óska sér BOSCH Fjórar mismunandi stærðir heimilisskápa. Fást einnig handa verzlun- um og hótelum. BRÆÐURNIR ORMSSON % Vesturgötu 3 — Sími 11467 VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.