Vikan


Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 9

Vikan - 04.12.1958, Blaðsíða 9
5 GOTNESK h t/1/ f/ i n t/ u rl is t Ar 13. öld er talið að gotneski stillinn hafi lif- að sitt fegursta. Þá voru reistar eða hafist handa um byggingu á hinum glæsilegu kirkj- um Chatres, Rouen, Reims, Amiens og Köln. Notre Dame í Paris var reist á árunum 1163-1235. Flestar þessar kirkjur voru margar aldri í smíð- um, enda eru þær hin mestu mannvirki, jafnvel á nútímamælikvarða hvað stærð snertir. Til dæmis má nefna dómkirkjuna í Amiens, sem er 125 metrar á lengd og um 40 metrar undir loft. Turnarnir voru oft um eða yfir 100 metra háir. Turnar Stefánskirkjunnar i Vín og dóm- kirkjuturnarnir í Ulm (130—160 m) voru öldum saman hæstu byggingar í heimi — allt þangað til Eiffelturninn og Empire State byggingin komu til skjalanna. Þó eru það ekki stærðin sem mesta athygli vekur. Kirkjurnar eru ætíð skreyttar hinum fullkomnustu listaverkum, og má með réttu segja, að þar séu guðspjöll höggvin í stein, einkum utandyra. Ekki má heldur gleyma steindu gluggunum, oft geypistórum og gerðum af slíkum hagleik og listfengi að leitun er á öðru eins. Til gamans má geta þess, að hringmyndaði glugginn sem sést hér á hlið Notre-Dame er rúmlega 13 metrar í þvermál. Flatarmál hans er því á borð við meðal-íbúðarhús eftir því sem við eigum að venjast. Gotnesku kirkjurnar eru listaverk, hvort sem litið er á heildina, eða einstök smáatriði. Hundruð höggmynda prýða margar hverjar, guðsmyndir og dýrlingamyndir, auk ótal við- burða úr Gamla- og Nýjatestamentinu. 3 EF litið er á þau tæknilegu vandamál, sem leysa þurfti oft og tíðum í sambandi við byggingar af slíkri stærð er ekki hægt annað en að dázt og undrast. Oft varð að reisa þessi bákn á óheppilegum jarðvegi, en þeirra tíma verkfræðingar og húsa- meistarar sáu ráð við öllu og er tíminn til vitnis um það. Byggingar þessar hafa staðist umrót aldanna og tímans tönn betur en margar aðrar. Árið 1944 féll öflug sprengja niður í gegnum þak dómkirkjunnar í Rouen og sprakk á kirkju- gólfinu. Þakið eyðilagðist að mestu og einnig gluggarnir sem settir höfðu verið til bráða- birgða (áður hafði hinum ómetanlegu steindu gluggum verið komið í örugga geymslu.) Hinar haglega gerðu súlur og styrktarbogar stóðust hverja raun og fyrir ári síðan var svo lokið við viðgerðir á kirkjunni og hún tekin í notkun á ný. Sömu sögu er að segja um margar af hinum glæsilegustu gotnesku kirkjum, t. d. Stefáns- Kirkjuna í Vín, sem varð mjög hart úti. Það má og teljast guðsmildi, að ekki hefur meira verið eyðilagt af kirkjum í öllum þeim hildarleikjum, sem háðir hafa verið síðan þær voru reistar. Það er öldungis ómögulegt að gera grein fyrir öllum þeim dásemdum sem gotnesk list hefur upp á að bjóða í stuttri blaðagrein en ég vildi leyfa mér að benda öllum þeim sem fara utan — og það fer nú mjög i vöxt að leita uppi eitthvert af þessum dásamlegu listaverkum, sem eru gotn- esku kirkjurnar. — Það er ætíð hollt að skoða fagra hluti og unun að njóta þeirra, og eru það beztu jólaóskir lesendum VIKUNNAR til handa, að þeir fái tækifæri til þess fyrr eða síðar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.