Vikan - 21.04.1960, Qupperneq 13
Fgrir hverju er draumurinn?
Nú hafið bið tækifæri til þess að fá rétta ráðningu á draumum. IJm það sér drauma-
ráðningamaður, sem VIKAN kemur ykkur í samband við. Utanáskrift: VIKAN, póst-
hólf 149.
Draumráðandi Vikunnar.
Fyrir nokkru dreymdi mig undarlegan draum,
sem mig langar að biðja þig aS ráSa fyrir mig.
Ég var staddur á vinnustofunni, þar sem ég
vinn viS málningu, og mér fannst allt vera
brunniS til ösku þar inni. Og verkstjórinn var
aS hreinsa til brennt dót og bað mig að hjálpa
sér. Ég færðist undan o gsagðist e-kki mega
reyna á mig svona, þvi að ég væri ekki sterkur
fyrir hjartanu.
Með fyrir fram þökkum fyrir svarið,
Mansi.
Svar til Mansa.
Draumför þín er hin merkilegasta, en samt
veit hún ekki á neitt gott, ef svo mætti segja.
í stuttu máli þá merkir draumurinn, að þú
verður verklaus vegna hráefnaskorts. Mjög
sennilega muntu hætta störfum hjá vinnuveit-
anda þínum og fá st.arf, sem hentar l>etur
heilsufari þínu. Oft og tíðum er erfitt, þegar
svona stendur á, en þessu verðum við auðvitað
að taka með jafnaðargeði og herða okkur við
hverja mannraun og eigi iáta bugast, þótt ú<-
litið sé hið svartasta. Hér mætti segja, að hjálp-
in sé oft næst, þegar neyðin er stærst. Vand-
aðu þig nú vel við vinnuvalið, þannig að
starfið reynist þér létt og ánægjulegt. Það er
mjög áríðandi, að vinnuþegi og vinnuveitandi
séu báðir ánægðir. Til þess íná margt gera á
báða bóga, sem sagt vandvirkni. Þá er árang-
urinn auk launanna gleði og hamingja.
Til draumráðandans.
Mig dreymdi, að ég væri stödd á seglbát og
sigldi þöndum seglum á fleygiferð. Mér fannst
báturinn vera gulúr, og ég var alein á honum.
En allt í einu var einn kunningi minn kominn
við hlið mér og stýrði bátnum líka. Allt i einit
strandaði báturinn, og „gajinn“ fór út úr bátn-
um og ætlaði að ýta á flot, en skyndilega sökk
kunningi minn og hvarf mér sýnum. Hvað
merkir draumurinn? Rúna.
Svar til llúnu.
Draumur þinn er fyrir höppum og' glöppum
í ástamálum. Þú munt vera í allnánu vinfengi
viö einhvern pilt um þessar mundir. Bersýni-
legt er, að alll mun leika í lyndi urn stundar-
sakir fyrri ykkur og ekki horfur á öðru en
hjónaband geti orðið úr þessu öllu, en þá kem-
ur skyndilega babb í bátinn, því að stráksi
mun taka upp á því að drekka og hætta sam-
skiptum við þig. Láttu það samt ekki á þig
fá, — þú verður reynslunni ríkari. Hinn „eini
rétti“ mun vafalaust birtast þér einn góðan
veðurdag, og þá fellur allt í ljúfa löð. Vertu
því ekkert að gera þér sérstaka reilu út af
þessurn pilti. Hann er ekki sá rétti fyrir þig.
Kæri draumráðandi.
Ég þóttisí stödd úti í berjsimó að sumarlagi
í yndislegu veðri og var að tína bláber, sem
voru stór og falleg. Hver er ráðning þin á þess-
um draumi? Helga.
Svar <il Helgu.
Yfirleitt merkir slíkur draumur hjá konum,
að þær nvegi eiga von á fjölgun, og vil ég hér
með óska þér til hamingju með svo stórkost-
legan atburð. Það er ávallt mikið um að vera,
þegar á slíku er von, og það færir oftast. mikla
hamingju fyrir alla þrjá aðila, þ. e. a. s. móð-
ur, barn og föður. Láttu þér þvi líða sem bezt
á næstunni, svo að nýi borgarinn verði frískur
og ánægður, þegar hann sér dagsins ljós.
Góði draumráðandi.
Um daginn dreymdi mig hinn undarlegasta
draum. Hann er svona: Ég þóttist sjá ungan
mann, sem mér fannst vera ég. Hann var klædd-
ur i hvitan kufl, með sítt hár, bjart og gáfulegt
andlit, djúp, blá augu. í fylgd með honum var
hár og þrekinn maður, klæddur í brúnan, hné-
Framhald á bls. 32.
RAKSTYKKI.
Fitjið upp 57 <601 63 1. og prj. 2
sm. sléttprj. með hvitu garni, 6 umf.
garðaprjón með ljósbláu garni og síð-
an sléttprj. með hvítu garni sömu
hæð og framstykki. Leggið stykkið
til hliðar. Prjónið annað stykki eins,
en á mótstæðan hátt, leggið Það einn-
ig til hliðar.
ERMAR.
Fitjið upp 48 (50) 52 1. með hvítu
garni á prj. nr. 2% og prj. 2 sm.
sléttprj. og 6 umf. garðaprjón með
ljósbláu garni. Prjónið nú sléttprjón
með hvítu garni, eftir 3 sm. er aukin
út 1 lykkja báðum megin á 1 sm.
millibill, alls 11 (12) 13 sinnum.
Leggið stykkið til hliðar.
AXLARSTYKKI.
Nú eru öll stykkln prjónuð saman.
Byrjið á vinstra bakstykki, síðan
aðra ermina, framstykkið, þá hina
ermina og loks hægra bakstykki.
Ef ekki eru nógu langir prjónar
fyrir hendi er ágætt að prjóna (fram
og til baka) á langan hringprjón,
eða þá nokkra styttri prjóna, hnúð-
lausa. Byrjið nú að prjóna og takið
úr í hverri umferð frá réttu þannig
að 2 1. eru teknar úr tvisvar
á samskeytum bakstykkja og errna
og framstykkis og erma. Fyrri 2
lykkjurnar eru prjónaðar sléttar sam-
an, en seinni 2 lykkjurnar eru teknar
saman þannig, takið l 1. óprj. fram
af prjóninum, prjóniö næstu lykkju
og steypið siðan óprjónuðu lykkjunni
yfir þá prjónuðu.
E’ndurtakið nú þessai' úrtökur frá
réttu 9 (10) 11 sinnum, og látið þær
standast á.
Nú er tekið úr þannig, prjónið 16
1. sl. og síðan 2 1. saman og 4 1. sl.
tli skiptis þar til 16 1. eru eftir, þá
eru þær prjónaðar sléttar. Prjónið
1 umf. brugðna til baka. Prjónið nú
6 umferðir garöaprjón með garða-
prjóni. Haldið áfram að prjóna slétt-
prjón mað hvítu garni. Eftir 2 (4)
6 umf. er byrjað að prjóna mynztrin
með bláu garni.
Athugið að byrja með 1 mynztur
fyrir miðju.
Takið úr um leið og fyrsta mynzt-
urumferð er prjónuð þannig, að
prjóna 2 1. saman við hvert mynztur
að undanskildu iyrsta og seinasta
mynztrinu. Ljúkið næstu 3 umferð-
um og er þá lokið fyrstu mynztur-
röðinni.
Prjónið nú 6 (8) 10 umferðir með
hvitu garni og síðan aðra mynztur-
röð og er hún prjónuð án úrtöku.
PrjÓnið 6 (8) 10 umferðir með hvitu
garni. Síðan þriðju mynzturröð og
takið úi' þannig að prjóna 2 1. saman
við byrjun hvers mynzturs.
Prjónið 6 (8) 10 umf. með hvítu
garni.
Prjónið fjórðu mynzturröð eins og
þriðju og síðan 6 (8) 10 umf. með
hvítu garni.
Eftir seinustu mynzturumferðina
eru prjónaðar 4 umf. og í þeirri
þriðju af þessum fjórum er tekið úr
þannig, prjónið 16 1. sl. og síðan 2 1.
og 2 1. saman þar til 16 1. eru eftir,
þá eru þær prjónaðar sléttar.
Takið nú prjóna nr. 2 og prjóniö
6 umf. garðaprjón, með ljósbláu
garni, síðan 4 umf. slét.tprjón með
hvítu garni.
Fellið laust af.
Takið nú upp 62 (66) 70 1. með
hvitu garni á prjóna nr. 2% á hægra
bakstykki, miðju að aftan, frá háls-
liningu niður að bláa kantinum að
neðan og prjónið 2 sm. sléttprjón,
feliið af. Þessi kantur er síðan brot-
inn yfir á röngu og saumaður laus-
lega niður með úrröktum ullarþræði.
Takið nú vinstra bakstykki og tak-
ið upp sama lykkjufjölda, prjónið og
gangið frá á sama hátt og á hægra
bakstykki.
Saumið nú saman ermar- og hiiðar-
sauma. Hvíti kanturinn að neðan er
brotinn yfir á röngu og saumaður
lauslega niður, einnig kantur á erm-
um og hálslíningu. Saumið 3 hneppsl-
ur á axlarstykki og festið tölur. +