Vikan - 21.04.1960, Page 28
Skipt um skoðun
Framhald af bls. 9.
—■ Það er mín áhætta, ég hef engu
að tapa. Giftist hann yður, er hann
mér tapaður. Ég óttaðist að koma
hingað, en ég varð. Ég berst vegna
ástar minanr, — og allt er leyfilegt í
ástamálum, ■— ekki satt?
Hún trúði 'því bersýnilega sjálf.
Tína var áreiðanlega ekki alin upp i
eins góðum siðum og Rut. Hún skildi,
að hún gat ekki barizt við hana.
— Verið svo góð að fara núna.
Þetta varð mér áfall. Ég er ekki með
sjálfri mér lengur. Ég verð að hugsa,
— venja mig við þetta. Ég veit ekki,
hvað ég á að segja.
— Ég harma það. Ég er ekki eins
slæm og yður virðist. Tína gekk til
dyra, þar sneri hún sér við. — Getið
þér gefið mér nokkra von? Hún leit
út eins og sorgmætt barn, aumingja-
leg og náföl. Skyndilega fann Rut
hvöt hjá sér til þess að hughreysta
hana.
— Ég þori ekki að lofa neinu. Ver-
ið svo væn að lofa mér að vera í
friði.
— Allt í lagi.
Rut opnaði dyrnar og horfði á eftir
henni, þegar hún gekk niður götuna.
Á nokkrum minútum hafði heimur
Rutar hrunið í rúst. Hún trúði því
varla. Tina var friðarspillir. Martin
hafði kannski daðrað dálítið við hana
og hún tekið það allt of alvarlega.
Þetta var hlægilegt ... og þó. Því
meir sem hún hugsaði um framkomu
Martins í seinni tíð, þvi greinilegra
varð það.
Skyndilega fannst henni hún verða
að komast út úr húsinu, það var orð-
ið framorðið, og foreldrar hennar og
bræður hlutu að fara að koma heim.
Hún vildi ekki hitta þau núna.
Hún fór í kápu og flýtti sér út í
garðinn og út á stíginn, sem lá að
gamla húsinu. Það glampaði á það
í kvöldsólinni, hvíta veggina og bláa
gluggakarmana. Hún stóð á stéttinni
fyrir aftan húsið, — dyrnar að eld-
húsinu og dagstofunni sneru þangað.
Hún hafði ákveðið að borða þarna
úti á sumrin. Eftirlætisfrændi hennar
hafði lofað að gefa henni tágahús-
gögn 1 brúðargjöf. Hún gekk inn í
gegnum eldhúsdyrnar. Nýi stálvask-
urinn var kominn á sinn stað, gljá-
andi og nýtízkulegur á móts við gamla
eikarviðinn í lofti og á veggjum. Hún
snerti hlýlega einn viðarbitann. Frá
byrjun hafði hún hjálpað til við að
skapa heimili á þessum gamla stað,
og nú átti það ekki fyrir henni að
liggja að búa þarna. Augu hennar
fylltust tárum, og hún þaut fram í
litlu forstofuna og settist grátandi á
eitt stigaþrepið. Hún heyrði ekki í
Dennis Reid, fyrr en hann var kom-
inn inn í forstofuna til hennar.
— Rut, hvað gengur að?
Hún leit skelkuð upp. Það var ekki
tími til þess að þurrka burt tárin.
Hann settist við hlið hennar i stig-
anum.
—■ Fyrirgefðu, að ég kem þér á ó-
vænt, en fyrst ég er hér á annað iborð,
verðurðu að fá að gráta upp við öxl
mína.
Hann lagði arminn utan um hana,
og hún hvíldi við barm hans. Iíún
skalf af ekka, — það var ólikt henni
að hafa ekki stjórn á sér.
— Ég leit hér inn til að hafa tal
af byggingarmeistaranum. Mig grun-
aði ekki, að þú værir hér.
Hann strauk rólega hár hennar,
eins og hún væri lítið barn. Smám
saman jafnaði hún sig.
— Fyrirgefðu, sagði hún snöktandi.
— Ég skammast mín.
— Viltu ekki segja mér, hvað am-
ar að þér. Ég vil gjarnan hjálpa þér.
—- Það er húsið, ... það er svo
skemmtilegt.
— Já, en ekki er ástæða til að gráta
af því.
— Jú, því að ég mun ekki búa hér.
Henni til angistar fóru tárin að renna
niður vanga hennar aftur. Hún þrýsti
rennvotum vasaklút að augum sér, en
hann tók sinn klút upp úr vasa sínum
og rétti henni.
— Ættirðu ekki að segja mér eins
og er?
— Öllu er lokið. Ég giftist ekki
Martin. Húsið verður selt.
— Eruð þið þreytt hvort á öðru?
— Nei, Martin veit það ekki enn
þá. Ég verð að segja honum Það í
kvöld. Ég verð að herða mig upp,
hann getur komið þá og þegar.
— Þetta á eftir að vekja athygli í
þessum litla bæ. Þið Martin eruð
sjálf rómantíkin hérna. En hvers
vegna, Rut? Hann varð áhyggjufullur.
E'r einhver annar kominn í spilið?
— Nei, það er Martin, sem er ást-
fanginn.
Hún varð óttasleginn, um leið og
hún sagði Þetta, því að hún ætlaði
ekki að segja neinum frá þessu. En
það var svo auðvelt að tala við Dennis.
Henni fannst armur hans utan um
sig bæði traustur og huggunarrikur.
Það virtist svo sjálfsagt, að þau sætu
þarna saman á stigaþrepinu í auðu
húsinu.
—■ Rut, segðu mér allt, ef þig
langar til. Þú getur algerlega treyst
mér. Rödd hans var viðkvæm. Hann
þrýsti höfði hennar að öxl sér aftur,
og sjálfri sér til undrunar sagði hún
honum frá heimsókn Tínu. Þó að
heimskulegt væri, þá var dásamlegt
að segja honum frá erfiðleikum sín-
um, því að hann var bæði hjartahlýr
og raungóður.
— Að einu leyti hefur Tína rétt
fyrir sér, þú verður að slíta trúlofun
ykkar. Láttu aldrei hann eða neinn
annan vita, hve þetta hefur sært þig.
— Hvernig get ég það? Allir vita,
hve hamingjusöm ég var og hve hrif-
in ég var af húsinu, brúðarkjólnum
og öllu saman. Mér verður aldrei
trúað.
— Þú verður að fá fólk til að trúa
þér. Rut, ertu mjög hrifin af Martin?
Hún leit undrandi upp. — Auðvit-
að er ég það, ég get ekki hugsað mér
lifið án hans.
— Ég veit, að þú getur það ekki,
en það þarf ekki að vera ást fyrir
það. Hann er orðinn að vana, — erf-
iður, en Þægilegur vani. En í seinni
tíð hefur hann oft farið í taugarnar
á þér. Það hef ég séð sjálfur. Og
veiztu það, þegar ég kom að þér grát-
andi hérna, þá datt mér í hug, að þú
grétir eins mikið út af Því að missa
húsið eins og Martin.
Hún starði undrandi á hann. Hafði
hann rétt fyrir sér?
— Rut, hann þrýsti andliti sínu
ofan í hár hennar. — Mundi það ekki
hjálpa þér mikið að hafa einhvern,
til dæmis mig, hjá þér á réttu augna-
bliki? Það veitti þér betri afsökun
gagnvart heitrofi ykkar Martins, ef
við sæjumst saman.
— Þú ert ótrúlega snjall. En hvers
vegna ættirðu að gora þetta allt fyr-
ir mig?
— Auðvitað af því, að mig langar
til þess. Þú veizt ekki, hvað ég hef
oft öfundað Martin. En hvað þýddi
það? Þið voruð heitbundin, svo að
það var engin von fyrir mig.
— Dennis, þettá hefur naig aldrei
grunað.
— Nei, þú uppgötvar svona sitt af
hverju í kvöld. Hann brosti ástúð-
lega til hennar. — Lofaðu mér að
reyna. Okkur mun áreiðanlega koma
vel saman. Þú getur þá líka sagt mér
að fara, þegar þú vilt. Ég held, að
það muni ekki koma til þess, þegar
á reynir.
— Dennis, ég veit ekki, hvað segja
skal. Ég er þér svo þakklát. Þú ert
alveg einstakur. Ég veit ekki, hvað
ég hefði gert, hefði ég ekki talað við
Þig.
— Ég fer að halda, að foflögin hafi
sent mig hingað í kvöld. En eitt enn:
Ég ætlaði að biðja þig hjálpar. Vell-
auðugur maður hefur keypt Barton-
býlið. Ég hef fengið vinnuna við að
beryta því. Þetta er dásamlegur, gam-
all staður, sem byggður var á fimm-
tándu öld. Engu hefur verið breytt
síðan. Við getum unnið saman að
þessu, — það dreifir huga þínum.
— Get ég í raun og veru orðið þér
til gagns? spurði hún með áhuga.
— Auðvitað, þú hefur einmitt hug-
myndaflugið gagnvart gömlum hús-
um.
Hún brosti þakklát.
—■ Þetta var betra, hann brosti
aftur til hennar. ■—■ Hvers vegna
púðrar þú ekki yfir nefbroddinn? E’f
Martin kemur, <þá kærirðu þig ekki
um, að hann sjái, að þú hafir grátið.
Hún reis á fætur, tók veskið sitt
og lagaði sig til. — Er allt í lagi nú?
—■ Þú ert dásamleg. Röddin var
lág. — Þau horfðust í augu. Hún var
einkennilega æst, — gerólík sjálfri
sér.
Það ískraði í hliðinu. Dennis leit
út um gluggann.
— Vertu hugrökk núna, tækifærið
er komið, hvislaði hann. — Bezt, að
það verði sannfærandi. Hann vafði
hana örmum, og munnur hans leitaði
vara hennar. Hún reyndi að færast
undan, en linaðist og kyssti hann aft-
ur á móti. Þegar hann sleppti henni
aftur, stóð Martin i dyrunum, alveg
höggdofa. Dennis hélt í hönd hennar.
Hann kreisti hana óþægilega fast, en
það veitti henni styrk og sjálfstraust.
— — Mér þykir þetta leitt, Martin.
Ég ætlaði að segja iþér þetta í kvöld,
en ég harma, að þú skyldir fá að vita
það á Þennan hátt. Þú skilur, Dennis
og ég . . . við . . .
— Sökin er öll mín, hrópaði Dennis
ákveðið. — Ég veit, að það er ó'þægi-
legt, en við Rut höfum einmitt upp-
götvað, að við elskum hvort annað.
— Þetta kom mér sannarlega á
óvænt, mælti Martin hægt, en Rut
fann, hve honum létti.
— Þú skilur, Martin. Við elskum
hvort annað svo óhemjumikið, mælti
hún. Augu hennar leiftruðu, er hún
sneri sér að Dennis. Með svimandi
sælutilfinningu varð henni ljóst, að
hún sagði satt.
JAZZ JAZZ
Framh. af bls. 25.
— Ja — já, undir visusm kring-
umstæðum.
— Fer það eftir því hvar þú
leikur, með hvaða mönnum eða
hvernig þú ert upplagður?
— Ja — öllu þessu. Sem sagt,
ef allar aðstæður eru ákjósanlegar,
þá'getur það verið mjög ánægju-
legt. En ef maður t. d. spilar með
mönnum, sem ekki eru „dræví“,
þá getur þetta verið anzi erfitt —
ja, þú, hvernig er að synda þar
sem ekkert vatn er?
— Ertu ekki annars ánægður
með þennan jazzklúbb hérna?
— Jú, jú — ég held bara að það
sé ekki grundvöllur fyrir því að
halda uppi svona félagsskap hérna.
— Nú, vegna áhugaleysis eða
hvað?
Til þess að vernda húð yðar
ættuð pér að verja nokkrum mínútum ð hverju kveldl til
að snyrta ondlit yðar og hendur með Nivea-kremi. Það
hressir, styrkir og sléttir ondlitshúðina og h“n<^urnar
verða mjúkar og fallegor. Nivea-krem hefir inni að
halda euzerit, sem er skylt eðlilegri húðfitu. fess vegna
gengur það djúpt inn f húðina, og heflr ðhrif langt
inn fyrir yflrborð hðrundsin*. fes* v8jjno er Nivea-krgm
svo gott fyrir húðina
AC 177
28
YJKAN