Veðrið - 01.09.1971, Qupperneq 6
sjónarmið í þessum málum komi einkar vel fram í ályktun fundar norrænna
veðurstofustjóra 1971, en þar segir m. a., (lauslega þýtt);
„Fundurinn gerði sór á ný grein fyrir áhuga almennings og einkum þó ein-
stakra atvinnugreina á veðurspám til talsvert lengri tíma en nú tíðkast. Lagði
fundurinn í þessu sambandi áherzlu á, að tiilfræðilegt öryggi slíkra spáa yrði
kannað gaumgæfilega, áður en liafin yrði útgáfa þeirra. Aðeins á þann hátt gætu
notendur langtímaspáa gert sér fullnægjandi grein fyrir þvf, iivort þeir
hefðu not fyrir slíkar spár, og einnig myndi það gera þeim kleift að liagnýta þær
í áætlanagerð á sem raunhæfastan liátt.
Varðandi þann hátt, sem liafður er á birtingu veðurspáa, var sá vandi rædd-
ur, hvort reikna mætti með, að almenningur skildi, livað átt væri við með at-
hugun á tölfræðilegu öryggi spánna. Fundurinn taldi þó, að jtetta væri ekki
vandamál meðan einungis væri urn að ræða spár fyrir fáa daga, sent hvort eð er
væru nokkuð öruggar. Hins vegar voru menn sammála um, að spár til mun lengri
tíma en nú tíðkast, væru ennþá mjög óáreiðanlegar (at disse i dag hadde en
meget lav treffsikkerhet), og að það gæti því haft alvarlegar afleiðingar að nota
Jrær gagnrýnislaust. Fundurinn áleit einnig ástæðu til að ætla, að almenn birting
opinberra stofnana á slíkum spám í fjölmiðlum, myndi leiða til þess, að ]>ær yrðu
álitnar mun áreiðanlegri en Jjær eru í raun og veru (. . ville kunne gi disse varsler
et preg av tilforlatelighet, som de langt fra hadde i dag).“
Fkki skal Jjví neitað, að líklega er j>að draumur flestra veðurfræðinga að geta
með mikilli vissu sagt fyrir um veður langt fram í tímann. Er þiað }>ví að von-
um, að víða er unnið að rannsóknum í þessu skyni, einkum á stórum stofnunum,
}>ar sem rafreiknar gera kleift að kanna hlut flestra mikilvægra Jíátta í lieildar-
myndinni. Áreiðanlega munu slíkar rannsóknir bera árangur áður en lýkur og
gildistími veðurspáa J>ví smám saman lengjast. Rannsóknir og athuganir ein-
stakra manna eru engu síður mikilvægar. Geta )>ær fært menn nær markmiðinu
og skulu metnar að verðleikum. Eru athuganir Páls Berg{>órssonar J>ar síður en
svo undanskildar. Tilgangur þessara hugleiðinga er einungis sá að vara við því,
að spágleðin fari franr úr skynsamlegum mörkum. Séu slíkar spár birtar í fjöl-
miðlum er mikil hætta á, að almenningur telji þær öruggari en efni standa til.
Ymsir hafa ]>ó orðið til ]>ess að spyrja aðra veðurfræðinga álits á J>eim, og má
líta á J>essar línur sem svar eins tir hópnum.
Ritjregnir.
Komin er út í safnritinu „The Zoology of Iceland" ritgerðin „The Climate
and Weather of Iceland“ eftir Jón Eyjxirsson og Hlyn Sigtryggsson. Segir í for-
mála, að Jón hafi hafið verkið, en því ekki verið lokið, er hann lézt í marz 1968.
Að beiðni lians tók Hlynur J>á að sér að ljúka ]>ví. í ritgerðinni er fjallað um
veðurfar og veðráttu á fslandi með nokkurri hliðsjón af dýralífi í landinu. Má
J>ar finna töflur og kort, sem lýsa öllum helztu veðurþáttum, og einnig cr fjallað
um skyld efni, svo sem hitasveiflur, hafís, jökla og ísaliig á vötnum og ám. Þarna
er J>ví saman kominn í aðgengilegu fornii mikill fróðleikur um íslenzkt veðurfar.
42 ---- VEÐRIÐ