Veðrið - 01.09.1971, Side 17

Veðrið - 01.09.1971, Side 17
FLOSI HHAFN SIOURÐSSON: ísingarhætta og háspennulína yfir hálendið Undanfarið licfur talsvert verið rætt og ritað um að leggja háspennulínu jrvert yfir hálendi íslands og tengja jrannig saman orkuveitusvæði sunnan lands og norðan. Hefur jafnvel verið raett um, að línan yrði byggð á árunum 1973—1974. likki jtarf að efa, að verulegt rekstrarhagræði og aukið öryggi yrði að slíkri sam- tengingu landshlutanna, en jafnframt þyrfti línan að flytja talsverða orku að staðaldri milli jteirra til jtess að standa undir kostnaði. Virðist j)á í fyrstu einkum vera urn að ræða að flytja orku frá stórum orkuverum við Tungnaá og Þjórsá til Norðurlands. Helzti hugsanlegur þröskuldur í vegi þessara framkvæmda er tvímælalaust hættan á línuskemmdum vegna isingar og storma samlara langri leið um óbyggð- ir og hálendi. Er Jjví nauðsynlegl, að ísingarhættunni sé gefinn fyllsti gaumur og að styrkleiki línunnar og línuleið verði ákveðin með sérstöku tilliti til hennar. Raunar er um tvær meginleiðir norður að ræða frá orkuverum sunnan fjalla. Liggur önnur um Kjöl, en hin um Sprengisand. Frá Búrfellsvirkjun liggur stytzta óbyggðaleið norður Kjöl, en frá orkuverum við Tungnaá er álíka löng leið um Kjalveg í Skagafjarðardali og um Sprengisand í Eyjafjörð, eða unt 140 km. Til Akureyrar er j>ó að sjálfsögðu stytzt um Sprengisand, en línulengd og afstaða til þéttbýliskjarna og annarra hugsanlegra stórnt notenda ldýtur ásamt ísingarhætt- unni að verða jiyngst á metunum, jtegar línuleið verður valin. Kjalvegsleiðin liggur mun lægra yfir sjó en Sprengisandsleið, en að öðru jöfnu má gera ráð fyrir að ísingar- og stormahætta vaxi nokkuð með vaxandi hæð yfir sjó. Hæst lægi vestari leiðin, frá Sigöldu í Skagafjarðardali, sunnan Kerlingar- fjalla í um 720 metra hæð yfir sjó, en meginhluti Kjalvegs liggur mun lægra. Sprengisandsleið fer liins vegar liæst í urn 920 metra hæð, ef miðað er við, að farið sé niður í botn Eyjafjarðar. Er um 12 kílómetra kafli sunnan Eyjafjarðar í yfir 880 metra hæð. Mun lægra og í miklu betra vari lægi Sprengisandsleið, ef farið væri um Mjóadal niður að Mýri í Bárðardal, en þá lengist jjví miður leiðin til Akureyrar og Vesturhluta Norðurlands úr ltófi fram. Ljóst er, að nokkur ísingarhætta er alls staðar á landi okkar, og ekki verður ]jví með öllu komizt hjá [iví, að ísing myndist á raflínum. Minni háttar ísing veldur hins vegar ekki tjóni á traustbyggðum háspennulínum, og vandamálið verður Jjví að sniðganga eftir Jjví, sem framast er kostur, Jjá staði, jjar sent ís- ingarhætta er tiltölulega mikil. En reynsla er fyrir ]jví, t. d. í Noregi, að ótrú- lega mikill munur getur verið á ísingarhættu á nálægum stöðum. Því miður eru ekki fyrir liendi, svo mér sé kunnugt, neinar beinar athuganir eða mælingar á ísingarhættu á þeim tveimur leiðum, sem helzt virðast koma til greina, og er Jjví mjög örðugt um allan samanburð. Hitt er rétt að taka fram, að ekki er ástæða til að ætla, að isingarhætta sé sérlega mikil á öllu hálendissvæðinu. VEÐRIÐ -- 53

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.