Veðrið - 01.09.1971, Síða 30

Veðrið - 01.09.1971, Síða 30
Öskrar Goði eins og liroði, eykst þá voði straumadyns; en að hann froði og frani sér troði, er fyrirboði sunnanvinds. Veðuriræðileg útskýring er til á þessu fyrirbæri. Þegar norðanátt hefur ríkt um skeið í dölum Norðurlands en er að fjara út og stilla komin á, lielzt oftast kalt loft niðri á dalbotnunum, þegar hlýnað liefur ofar af hægri sunnanátt, sem síðar á eftir að vaxa og hrærast saman við kaida botnlagið eða ýta því á undan sér út dalina. Hljóð berst liægar í köldu lofti en hlýju, og hið algeng- asta er, að loftið er eftir því kaldara sem ofar dregur. Hljóðbylgjur sveigja því að jafnaði upp á við, Jtegar nokkuð dregur frá upphafsstað, svo að liljóðið lieyrist alls ekki í nokkurra kílómetra fjarlægð frá lionum. Sé loftið hins vegar nokkrum gráðum hlýrra ofar en það er neðst, beygir liljóðb'ylgjan niður, og hljóðið iieyrist á fjarlægari stöðum en jtað mundi að jafnaði heyrast á. Ef vindur frá þeim stað, sem hljóðið kemur úr, vex með hæð, hefur það sömu áhrif tii að sveigja hljóðbylgjuna niður, og mest verða áhrifin, þegar hvort hjálpar öðru. Er lesendum bent á grein Eysteins Tryggvasonar: Sprengingar á Keflavíluirflugvelli heyrast i Reykjavik. Er hana að finna í Veðr- inu, árg. I 1956, bls. 61. Það má því teljast mjög traust spá um komandi sunnanvind, þegar hátt lætur í Goðafossi í nágrenni hans, sérstaklega á stöðum, sem liggja norðar en hann. Á sama hátt munu fossar og flúðir alls staðar á landinu hafa verið notuð sent örugg spáheimild. Þegar mikið heyrðist í þeim, mátti fljótlega búast við vindi úr þeirri átt, sem þau voru í. Sérstaklega hefur þetta verið að marka, ef vindur- inn var hlýr, eins og sunnanvindurinn er norðan fjalla. Að lokum bið ég lesendur að senda Veðrinu upplýsingar um gamlar veður- spár og veðurmerki af ýmsu tagi. Veðrið mun með ánægju, að fengnu leyfi sendenda, ltirta það, sem ritnefndinni finnst eiga erindi til lesenda tímaritsins. Einng mun fyrirspurnum svarað eftir beztu getu. 66 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.