Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 4
Hér er um alvarlegt mál að ræða, því að nokkur hætta er á, að af þessu geti
leitt stöðnun í íslenskri veðurþjónustu. Ný verkefni kalla hins vegar að, og
þörf er fyrir aukna og bætta starfsemi á ýmsum sviðum.
Augljós er þörf iandsmanna og atvinnuvega fyrir nákvæmar og traustar veður-
spár, en þar er raunar við ramman reip að draga. Þá er og Ijós þörfin á að
efla rannsóknir á íslensku veðurfari, m.a. vegna skynsamlegrar hagnýtingar á
landinu. Um þessar mundir er ennfremur að koma í ljós mjög vaxandi þörf
fyrir ýmsar sérstakar mælingar og athuganir í sambandi við margháttaða mann-
virkjagerð og stórframkvæmdir. Er þetta svið, sem Þjóðverjar hafa lagt mikfa
áherslu á og kalia mætti tæknilega veðurfræði. Hér kennir margra grasa, en
nefna má, að gerðar hafa verið sérstakar mælingar og athuganir í sambandi við
skipulagsmál á Reykjavíkursvæðinu, gerðar hafa verið mælingar fyrir vegamála-
stjórn vegna hugsanlegs ferjureksturs og brúargerðar yfir firði og á döfinni
eru athuganir í sambandi við flugvallargerð, liafnargerð og raflínulagnir. Þá er
og Ijós þörf á að auka mjög vindmælingar á næstu árum í sambandi við endur-
skoðun á íslenskum staðli fyrir vindálag á byggingar og önnur mannvirki, og
þörf verður á sérstökum veðurathugunum og rannsóknum í sambandi við meng-
un og staðsetningu stóriðjuvera.
Af öðrum sviðum, sem Veðurstofan Iiefur tiltöiulega nýlega tekið upp nokkra
starfsemi á, má nefna búveðurfræði og hafísathuganir, og tillögur hafa komið
fram um enn frekari starfsemi, og má í því sambandi nefna rannsóknir á snjó-
flóðum, sem að vonum eru ofariega í hugum manna eftir liina hörmulegu at-
burði á Norðfirði. Raunar er ljóst, að varðandi snjóflóðavarnir þurfa margir
aðilar að leggja hönd á plóginn, ef von á að vera um nokkurn árangur, og mun
þar ekki síst reyna á heimamenn á þeim slóðum þar sem snjóflóðahætta er mest.
Veðrið
Því miður á íslensk tímaritaútgáfa nú við mikla erfiðleika að stríða vegna
síhækkandi útgáfukostnaðar, og hefur Veðrið ekki farið varhluta af þeim. Af
þessum sökum liefur reynst nauðsynlegt að hækka áskriftarverð verulega, og
kostar árgangurinn nú kr. 700,—. Með þessu hefti hefst 19. árgangur tímaritsins
og er hann auðkenndur árinu 1975, en 18. árgangur var auðkenndur árinu 1973.
Hefur árið 1974 því fallið úr að því er útgáfuna varðar.
Flosi Hrafn Sigurðsson.
4 ---• VEÐRIÐ