Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 14
en 17 fallið. Helstu bilanasvæði símans voru á sunnanverðu Reykjanesi, við
Kinnarstaði, við vestanverðan Krókstjörð og við Gilsförð milli Króksfjarðar-
ness og Múla. ísing á raflínum var talin 20—30 cm í Geiradal. Tuttugu staurar
brotnuðu, þar af 9 fyrir neðan Tinda og 8 í línu að sjónvarpsstöð. Ennfremur
brotnaði endamastur við sæstreng, en um 30 raflínustaurar lögðust á hliðina.
Snjókoma var og slydda og hiti nálægt frostmarki. Á Reykhólum mældist úr-
koma tæpir 7 mm að morgni þ. 28.
Strandasýsla. ísing 10—20 cm.
1 Strandasýslu hlóðst víða mikil ísing á símalínur sem lágu þvert á norðaustan-
áttina. Þvermál ísingarinnar var um 20 cm við Bjarnarfjörð, en þar brotnuðu
38 símastaurar og 24 féllu frá Kaldrananesi inn á móts við Sunndal. Við Stein-
grimsfjörð brotnuðu 100 símastaurar og 55 lögðust á hliðina, en ísingarþvermál
var þar dálítið breytilegt; innan við Hólmavík var það 10—12 cm, en utar 15—20
cm sunnan fjarðar, en 12—15 cm norðan fjarðar. Þá brotnuðu og 18 staurar og
16 féllu beggja vegna Bitrufjarðar í línum sem lágu þvert á vindátt. Sólarhrings-
úrkoma að morgni þ. 28. mældist 30 mm á Gjögri, en aðeins 3 mm á Hlaðhamri
í Hrútafirði, en þar tók athugunarmaður fram, að óeðlilega lítið hefði komið
í úrkomumæli. Hitastig var nálægt frostmarki.
Húnavatnssýslur. ísing 20—30 cm.
I Húnavatnssýslum urðu miklir ísingarskaðar á síma- og rafmagnslínum á
vestanverðum Skaga og í nágrenni Hvammstanga. Milli Lækjardals og Örlygs-
staða á Skagaströnd var ísing á símalínum víða 20 cm og allt upp í 24 cm í
þvermál. Brotnaði þar 81 símastaur og 22 féllu. Skammt sunnan við Hvamms-
tanga milli Stóra-Óss og Gauksmýrar í Línakradal og milli Bergsstaða og Urriðaár
mældist ísing á símalínum um 25 cm og á stöku stað 30 cm. Brotnuðu 50 síma-
staurar í Línakradal. Á raflínum á bilanasvæðunum var ísing talin 20—30 cm,
glær eða mjög þétt. í Skagastrandarlínu, sem varð straumlaus um kl. 18 þ. 27.,
brotnuðu 50 rafmagnsstaurar á milli Syðra-Hóls og Höfðakaupstaðar, en auk
þess lágu margir staurar flatir eða skekktust. Það sama gerðist á Hvammstanga-
línu kl. 1 aðfaranótt þ. 28., en þar brotnaði 31 staur og 14 lágu flatir á milli
Múla og Syðri-Valla. Á veðurstöðvum í sveitum Húnavatnssýslu mældist furðu
lítil úrkoma í úrkomumælum, og mun hvassviðrið liafa átt sinn ]>átt í því. Sólar-
hringsúrkoma að morgni þ. 28. var á bilinu 2 til 13 mm. Frost var í uppsveitum,
en í lágsveitum var hiti um eða lítið eitt yfir frostmarki þegar hlaðast tók á línur.
Tjörnes. ísing um 7 cm.
Á vestanverðu Tjörnesi hlóðst snjór og krap á símalínur, og varð þvermálið
7 cm. Brotnuðu 8 símastaurar og 1 féll, en línur slitnuðu og tognuðu á nokkrum
stöðum. Fjöldi raflínustaura skekktist og a.m.k. 2 fóru á hliðina. Á Húsavík
brotnuðu 6 staurar í raflínunni upp Ásgarðsveg og töluverðar skemmdir urðu
1 4 -- VEÐRIÐ