Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 3

Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 3
VEÐRIÐ TÍMARIT HANDA ALÞYÐU UM VEÐURFRÆÐI KEMUR ÚT TVISVAR Á ÁRI - VERÐ ÁRG. KR. 700,00 1. HEFTI 1975 19. ÁRG. RITNEFND: FLOSI H. SIGURÐSSON PÁLL BERGÞÓRSSON MARKÚS Á. EINARSSON AFGREIÐSLUSTJÓRI: GEIR ÓLAFSSON DRÁPUHLÍÐ 27 - SÍMI 15131 Úr ýmsum áttum Frájall tveggja veðurfreeðinga Fámennur hópur íslenskra veðurfræðinga hefur orðið fyrir þungu áfalli. Með skyndilegum hætti hafa tveir úr hópnum fallið frá á miðjum starfsdegi og langt um aldur fram. Ólafur Einar Ólafsson veðurfræðingur lést hinn 16. september 1974 og Jónas Jakobsson deildarstjóri veðurspádeildar Veðurstofunnar varð bráðkvaddur þrem mánuðum síðar 18. desember 1974. Er þeirra beggja minnst á öðrum stað í þessu hefti. Hér skal þess því aðeins getið, að báðir áttu þeir hlut að því, að hafin var útgáfa tímaritsins Veðursins árið 1956 og rituðu í það margar greinar, en auk þess átti Jónas lengi sæti í ritnefnd þess. Hann var elstur starfandi veðurfræðinga Veðurstofunnar og höfðu því flestir starfsfélagar hans þegið góð ráð og leiðbeiningar hjá lionum. Skal þeim Ólafi Einari og Jónasi hér vottuð sérstök þökk og virðing aðstandenda ritsins. Skortur á veðurfræðingum. Áður hefur verið á þessum stað rætt um skort á íslenskum veðurfræðingum, en um árabil hefur ekki verið unnt að ráða í allar fastar stöður veðurfræðinga við Veðurstofuna. Sagði þá m.a.: „Alvara þessa máls kemur best í ljós, þegar annars vegar er haft í Imga, hve fáir nýir veðurfræðingar hafa bæst í hópinn síðustu 10—12 árin og hve langt námið er, og liins vegar, að meiri liluti íslenskra veðurfræðinga er nú korninn um eða yfir miðjan starfsaldur. Er sýnilegt, að mjög lítið má út af bera, svo að ekki komi til lireinna vandræða." Þvi miður hefur nú svo farið, að veðurfræðingum Veðurstofunnar hefur á skömmum tíma fækkað um fjóra. Tveir veðurfræðingar hafa fallið l'rá eins og greint er frá hér að framan, og tveir aðrir hafa nýlega horfið að öðrum störfum. Reynt hefur verið að mæta þessum vanda með skipulagsbreytingu og fækkun sérfræðinga, en ekki hefur þó tekist að skipa í allar stöður. hað varpar ljósi á þennan vanda, að 11 veðurfræðingar eru starfandi á Veðurstofunni, þegar þetta er ritað, en fastar stöður veðurfræðinga voru 16 fyrir nokkrum árum. VEÐRIÐ -- 3

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1975)
https://timarit.is/issue/298377

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1975)

Aðgerðir: