Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 20

Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 20
vindskafnir, og upp af þeim og út frá lék samlitur bjarmi, er ófst út og hvarf í loftblámann. Aftur roðnuðu þeir og út frá og ofan við mynduðust grænbláir fleygar, er lengdust til suðurs með daufum roða að neðanverðu, en ofan til þynntist þetta í blágrænar liringsveigðar breiður ofnar gulleitri slikju. J'að sem vakti furðu mína, var sem öldumyndað leiftur er lék um alla breið- una andartak, líkast því er gerist í norðurljósum. Oðru hvoru gengu skýjabólstrar fyrir þetta frá suðri til austurs og skyggðu á neðri hluta þessarar litadýrðar guðs- ins, er ávallt varð rauðleitari efri partinum. Síðan jafnleystist jtetta út á nýjan leik og þá kom fram í miðju jress grænsilfraður flekkur, aflangur, er svo liækkaði og skiftist i sterk-grænbláa sveipi með hægum gegnumleikandi rauðum bjarma, er varði til kl. 10.45, að Jtað tók að renna út í rauðleitan birtufleyg frá suðri til austurs og færðist ofar á himinhvelfinguna, ekki óáþekkt sólmáðri bliku með blá- grænan bakgrunn, er svo bláminn ylirtók. Svo runnu á regnský. Hálftíma síðar eða kl. 11.15 birtust í skýjarofum limm silfurlitaðir blettir, eins og væru jtað vatnsklær, líkastir jtví að guðinn liafi dýft fingrum hægri handar í bjarmasilfur og síðan þrýst Jjeim á suðurásýnd himinhvolfsins. Svo máðist Jietta út, án annarra breytinga: en góða stund á eftir gat ég ekki betur merkt, en á suðurloftið hæfist énnenguð blika, all víðfeðm. Svo myrkvaðist himinninn. En þar með er ekki sögð öll veðursaga Jtessa sólarhrings. Fyrir og upp úr hádegi tók hann að kula af suðaustri, síðan austsuðaustri, og um kl. 13 blés hann hreinlega af austri, ekki undir sjö vindstigum og hrannaði jafnframt upp sjó nteð stórum brothildum um allt sjáanlegt hafsvæði. (Rétt er að geta Jtess, að fyrir var talsverð norðaustan alda er eflaust hefur lyft undir austan- ölduna Jtó aldrei nema hún kæmi skáhallt á hana). Á sama tíma tók hann að hreinsa suðurfjöllin með sunnanátt og gekk vindur á ýmsa vegu fyrsta hálftím- ann yfir veðurtöksuvæðið, J).e. heimavið. Nú hagar svo til liér, að ljósvitinn, áfastur íbúðarhúsi, er um nítján metra frá Jjverhníptum bakkanum. Ca. sjii metra frá honum stóð þriggja metra há stöng með veifu, er að sjálfsögðu bifaðist við hvað lítinn vind sem var. Og nú tók að gerast undarlegt fyrirbæri: Á sama tíma og austan brotsjór mcð sterkum austan vindsveipum gekk á fjörur, tók hann að blása með svipuðum hraða af suðri fram á bakkann. J>að var ekki um að villast. Veifan slóst ört til undan sunnanáttinni. Ég horfði á Jjetta um stund, heldur vantrúaður, en svo ég fengi það vel stað- fest, Jjá labbaði ég mig niður að girðingu, Jjannig að mig bar miðja vegu milli veifunnar og bakkans. Og ekki bar á öðru. Fg stóð mitt í sviptingum Jjessara átta, ýmist umvafinn livirfilsveipum eða annarri hvorri áttinni hreinni. Ég gekk um bakkann og hvarvetna um hann léku Jjessar vindrósir f bland við samfelldar vindlanir. Þetta stóð yfir í rúma klukkustund með jafnvaxandi austan sjó, er orðinn var all mikill um [jað er austanáttin lagði niður laupana fyrir einráðri sunnanátt skömmu fyrir veðurtöku kl. 15. Sunnanáttin liélst svo í svipuðum mæli fram á kvöldið, en með rokum og svörtum éljum fram undir kl. 23, að lotulaust fárviðri hreinskóf himininn, nema hvað lágur skýjabakki sást til hafs. 20 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.