Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 12

Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 12
enn víða á Vestfjörðum og við Breiðafjörð og lofthiti um eða rétt ofan við frostmark, en annars staðar á landinu hafði dregið mjög úr veðurhæð. Frost- laust var og hlýnandi veður á Norðurlandi, en 3—8 stiga hiti um sunnanvert landið. Sums staðar var enn mjiig mikil úrkoma. Illviðri hélst á Vestfjörðum fram á kvöld þ. 28., og var fárviðri með mikilli snjókomu og slyddu í Æðey fram undir liádegi. Um kvöldið færðust skilin norður fyrir Vestfirði og slotaði jiá jjessu óvenjulega skaðaveðri. Ljóst er að ísingin, sem svo miklum skaða olli í veðri þessu, hefur verið úr- komuísing, aðallega slydduísing, en sums staðar einnig glerungur og krapi. Slydduísingin hefur orðið til á þann hátt að hátt x lofti hafa myndast snjókoixi við hægfara uppstreymi hins raka haflofts, eir á leið sinni til jarðar hafa snjó- kornin fallið í gegn um frostlaust loftlag og þá bráðnað að hluta og orðið að slyddu. I Jxunnu loftlagi við jörð hefur hins vegar enn verið frost og slyddan jxví strax frosið föst við snertingu við frostkaldar línur. Þegar snjór eða slydda fellur í Iivassviðri, verður lítið horn á milli brauta snjókornanna og línu, sem liggur undan vindi, og sest því tiltölulega lítið á hana. Snjókornin falla hins vegar horn- rétt á línu, sem liggur þvert á vindátt og lileðst jxví miklu meira á slíkar línur. Er hér og í breytilegum hita- og úrkomuskilyrðum að finna skýringuna á því, að mikil ísing getur komið á sumar línur, Jxótt lítil eða engin ísing setjist á nálægar línur. Yfirleitt er slydduísing t.d. bundin við mjög þröngt hæðarbil hverju sinni, Jxví að hin réttu liitaskilyrði eru ekki fyrir hendi annars staðar. Er raunar óvenju- legt við veður Jxetta, live víða um land skilyrði til slydduísingar liafa skapast nálega samtímis. Að Jxví er varðar áraun á línur skiptir meginmáli hvaða vindátt og vind- hraði er samfara ísingunni. Áður hefur verið vikið að Jxví að vindhraði var talsvert brytilegur í veðri þessu, en gróft má Jxó áætla að mesti meðalvindhraði í 10 mínútur hafi víða á aðalbilanasvæðunum náð 26 m/s fsamsvarandi 10 vind- stigum), en Jxað gæti bent til að mestu vindhviður í nokkrar sekúndur hafi veiið um 35 m/s. ÍSINGARMA GN OG LÍNUTJÓN Hér á eftir verður í stuttu máli gerð nokkur grein fyrir ísingu og tjóni á línum eftir landsvæðum, og verður Jxá fyrst fjallað um Jxá staði Jxar sem einhverjar talnalegar upplýsingar eru fyrir hendi um isingarmagn, en síðan verður vikið lítið eitt að línusköðum á öðrum slóðum. Loks verður fjallað um annað tjón sem hlaust af veðri þessu, fjárskaða, vegaskemmdir o.fl. Kjalarnes. ísing um 8 cm. Þ. 27. október brotnuðu 4 rafmagnsstaurar og vírar slitnuðu vegna ísingar við Kléberg á Kjalarnesi. Þvermál ísingarinnar var talið 3 Jjumlungar eða um 8 cm. 12 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Undirtitill:
Tímarit handa alþýðu
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2251-4163
Tungumál:
Árgangar:
21
Fjöldi tölublaða/hefta:
42
Gefið út:
1956-1978
Myndað til:
1978
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Veðrið.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1975)
https://timarit.is/issue/298377

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1975)

Aðgerðir: