Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 8
en þó var heimilið honum eitt og allt. Svo rnikill skaði sem var að honum sem
veðurfræðingi og samstarfsmanni, var þó missir fjölskyldunnar stórum meiri og
sárari.
Enn er ógetið framlags Jónasar til útgáfu tímarits okkar veðurfræðinga, Veð-
ursins. í það ritaði hann margar greinar og studdi það með ráðum og dáð. Hann
var mjög hagur á mál og var einn af þeim sem lögðu Orðabók Háskólans til
ýmislegt efni og fróðieik, einkum frá bernskustöðvum sínum. Það var i samræmi
við þá afstöðu hans að viija vinna þjóð sinni sem mest og best. Siíkra manna
er gott að minnast.
Páll Bergþórsson.
Flosi Hrajn SigurÖsson og Eirihur Sigurðsson:
ísingarveðrið mikla 27.-28. október 1972
INNGANGUR
Á síðustu árum hefur vaxandi athygli beinst að veðurfræðilegum liönnunar-
forsendum háspennulína hér á landi, það er þeirri hámarksvindáraun og ísingu,
sem gera þarf ráð fyrir að línurnar þoli. Má annars vegar rekja þetta til nokk-
urra alvarlegra bilana, sem orðið liafa í Búrfellslínu 1, en hins vegar tii þess,
að framundan er mikið átak í byggingu orkuvera og lagningu meginorkuflutn-
ingslína, er tengi saman alla iandsliluta. Kröfur til öryggis í raforkudreifing-
unni munu að líkindum fara mjög vaxandi á næstunni vegna stóriðjufram-
kvæmda, frystihúsarekstrar og aukinnar almennrar iðnvæðingar, en auk jsess
er ekki ólíklegt að vaxandi rafhitun húsa geti valdið stökkbreytingu á öryggis-
kröfum.
Til að mæta þessum auknu kröfum virðast ýmsar ieiðir færar, og þarf vafa-
lítið að hagnýta þær allar að meira eða minna ieyti. Nefna má dreifingu orku-
vera í mismunandi landshluta eftir því sem hagkvæmni leyfir; varaafistöðvar á
iykilstöðum; samtengingu orkuveitusvæða og uppbyggingu miiskvakerfa til orku-
dreifingar, þannig að sem flestir staðir geti þegar fram í sækir fengið rafmagn
úr tveimur áttum; og síðast en ekki síst traustbyggðar orkuflutningslínur, sem
byggðar eru eftir raunhæfum og hæfilega ströngum veðurfræðilegum hönnunar-
forsendum.
ísing er sá veðurþáttur, sem hættulegastur er háspennulínum eins og raunar
öllum ioftiínum. Einkum á þetta við áveðurs í fjalllendi, þar sem liætta er á
8 --- VEÐRIÐ