Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 29
áratuginn þar á undan var 623. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Hún er í
samræmi við það, að jöklar rýrna nú mun minna en um miðja öldina, og sumir
hafa jafnvel gengið fram á síðustu árum.
Hlákur árið 1973. — Gráðudagar.
j F M A M J J A S O N D
Við jörð 96 23 83 112 146 224 298 301 246 145 39 27
500 m 58 11 51 52 40 118 193 201 169 87 19 13
1000 m 16 4 16 42 14 44 131 112 96 32 4 4
1500 m 5 2 5 15 6 13 89 52 65 20 2 4
2000 m 1 1 1 2 3 14 37 29 21 7 4 1
Knútur Knudsen:
Haustið og veturinn 1973-1974
Október. Hlýjar suðlægar áttir voru ríkjandi fyrstu vikuna og eins eftir 20.
Þann tíma var úrkomulítið á Norður- og Austurlandi, en vætutíð sunnan og vest-
an lands. Á milli var svo tímabil með norðlægri átt og frosti, föl fyrir norðan, en
björtu veðri sunnan til. í heildina var hagstæð tíð um allt land en einna lélegust
á Vesturlandi. Snjór var hvergi á láglendi í mánaðarlok og jörð var enn þíð.
Nóvember. Strax í byrjun mánaðarins kólnaði og hélst sá kuldi að heita má
óslitið fram í mánaðarlok. í Reykjavík hefur nóvember aðeins tvisvar á öldinni
verið kaldari, 1919 og 1930. Annars staðar á landinu var tiltölulegalega kaldara
en í Reykjavík. Á Akureyri hefur aðeins einn nóvember verið kaldari, en það
var 1910.
Norðlæg átt var ríkjandi og oftast var frost. Um meiri liluta landsins var
alhvít jörð flesta daga mánaðarins, haglítið og víða var fé tekið á gjöf fyrir
miðjan mánuð. Tíðarfarið í heild var óhagstætt en áfallalaust.
Desember. Ef eitthvað er þá var desember enn kaldari að tiltölu en nóv-
ember. Bæði í Reykjavík og á Akureyri var þetta kaldasti desember sem af er
öldinni. Tíðarfarið var mjög óliagstætt að öllu leyti. Umhleypingar voru miklir,
norðlægar áttir yfirgnæfandi og oft var livasst. Á norðan og austanverðu landinu
var snjójjungt og slæm færð. Snenuna í mánuðinum fórust tveir litlir bátar við
Austurland og einn maður með hvorum.
VEÐRIÐ --- 29