Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 16
3. myncl. Viða urðu miklar girðingarskemmdir. Myndin er tekin ejtir óveðrið og
sýnir fallna og skekkta girðingu fyrir neðan Kelduland í Skagahreppi, A-Hún.
LjósmBjörn Bergmann.
AÐliIR íSINGARSKAÐAR.
Víða á ísingarsvæðunum urðu allmiklar girðingaskemmdir, girðingarstaurar
brotnuðu eða lögðust á liliðina og girðingar slitnuðu eða sliguðust. Þá urðu og
nokkrar síma- og raflínuskemmdir víðar en þegar hefur verið greint frá, þótt
ekki sé þeim, er þetta rita, kunnugt um ísingarmagn í þeim tilvikum. Skal nú
vikið nokkuð nánar að þessu.
Snœfellsnes.
Við Axarhyrnu skammt norðvestur af Búðum á sunnanverðu Snæfellsnesi
biluðu símalínur á tveimur stöðum og 3 símastaurar brotnuðu en 13 féllu. Um
miðbik nessins brotnuðu 20 símastaurar við Hjarðarfell og Miðhraun í Mikla-
holtshreppi, en 32 féllu. Skaðarnir urðu á línum, sem lágu þvert á norðaustan-
áttina. Nokkrir skaðar munu einnig hafa orðið á raflínum.
Isafjarðardjúp.
Stórhríð og rnikil snjókoma var við ísafjarðardjúp dagana 27. og 28. október.
Að sögn veðurathugunarmannsins í Æðey sliguðust girðingar og slitnuðu vegna
1 6 -- VEÐRIÐ