Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 25

Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 25
1. mynd. Daglegar hitabreytingar i 500 og 1500 m hœð, okt.—des. 1973. uðinum, í lok fyrstu og þriðju vikunnar, eins og greinilega kemur fram á hita- ritunum. Hinn mikli kuldi, sem fylgir norðanáttinni er vegna þess, að loftið hefur komið svo langt að norðan, alla leið frá heimskautssvæðinu norðvestur af Grænlandi yfir Norður-Grænland og síðan ylir ísi lagt hafið milli Jan Mayen og Austur-Grænlands. Síðustu dagana í nóvember var vindur austanstæður, og þá mildast svipur hitaritsins. Desember var einnig mjög kaidur mánuður. Hitinn við jörð var -f-3.2 stig, sem er fjórum gráðum undir meðaliaginu frá 1954—’63, eða jafnmiklu undir meðallaginu og nóvemberhitinn. Þegar ofar dró varð munurinn minni, og vik frá meðallaginu var ekki nema tvö til þrjú stig eftir að kom upp í eins kíló- metra hæð. Eins og nærri má geta var norðanátt yfirgnæfandi í svona köldum mánuði. Telst mór til, að norðlægir vindar hafi verið ríkjandi á landinu í hálfa þriðju viku samtals, suðlægir í rúma viku, en í sex daga vindur ýmist á þver-vestan eða austan, ellegar ]iá liægviðri. Fyrstu tveir dagar mánaðarins voru einu lilýju dagarnir. Ástæðan var að sjálfsögðu sú, að þá náði til landsins hlýtemprað loft, að þessu sinni frá liafinu i grennd við Azoreyjar. Þá tók við útsynningur, en í annarri vikunni var áttin síbreytileg, reglulegir umhleypingar, því að hver lægðin af annarri kom suðvestan að og fór lnatt austur yfir landið eða rétt fyrir sunnan það. Hin síðasta hélt austur um hinn 15. Eftir það staðnæmdist mikil hæð yfir Grænlandi og olli mestu kuldunum, sem komu á vetrinum. VEÐRIÐ -- 25

x

Veðrið

Undirtitill:
Tímarit handa alþýðu
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2251-4163
Tungumál:
Árgangar:
21
Fjöldi tölublaða/hefta:
42
Gefið út:
1956-1978
Myndað til:
1978
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Veðrið.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1975)
https://timarit.is/issue/298377

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1975)

Aðgerðir: