Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 27
2. mynd. Daglegar hitabreytingar í 500 og 1500 m lueð, jan.—mars 1974.
hún þá yfir Bretlandseyjar og Norðurlönd í hálfa aðra viku. Á liinn bóginn
staðnæmdist liæð yfir Grænlandi, svo að loftið, sem nú streymdi að, var frá
hafíssvæðinu milfi Jan Mayen og Norðaustur-Grænlands. Upp úr miðjum
mánuðinum skiptir alveg um tíðarfar. í stað lægðarsvæðisins, sem verið hafði
yfir Bretlandseyjum, sest |)ar nú að háþrýstisvæði. En að íslandi sækja lægðir
suðvestan um Grænlaudshaf liver af annarri. Þegar þær nálgast, sveifla þær lilýju
lofti til norðurs á undan sér, en í kjölfar þeirra kemur suðvestan áttin, út-
synningurinn, og með honum koma kuldadalir fram á liitaritinu. Eru þeir mjög
áberandi fjórir talsins, seinni hluta mánaðarins.
Hitaritin fyrir mars bera allt annað og mildara svipmót en mánuðinn á
undan, enda var þetta með af-hlýjustu marsmánuðum á þessari öld. Við jörð, og
einnig að meðaltali í neðstu 2000 metrunum, var liitinn 1.4 stigum hærri
en í meðallagi. Hlýjast að tiltölu var i 500 metra hæð, 2.0 stig yfir meðallagi.
Fyrstu tvo dagana var norðaustlæg átt. Að öðru leyti mátti heita að suðlægir
vindar væru einráðir þennan mánuð. Hlýindin má best dæma af því, að í
500 metra hæð frá sjó var lengstum frostlaust og hitinn þar oft 3 til 4 stig, enda
varð meðalhiti mánaðarins þar 1.3 stig, en 3.6 við jörð. Einkennandi fyrir mán-
uðinn var, að liáþrýstisvæði lá nær alltaf yfir Norðurlöndum, en lægðir héldu
sig alllangt suður og suðvestur af íslandi. Hingað til lands kom því aðallega
loft langt sunnan af hafi, en þó einnig stundum suðaustan frá Bretlandseyjum
og Norðursjó.
VEÐRIÐ --- 27