Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 7
ekki aðeins, að dagleg vaktaskipti okk-
ar þriggja félaga væru rofin. Á liverju
heimili fundu menn til þess, að kunnug-
ur gestur var horfinn úr hópnum, því
að Jónas var sá sem fyrstur flutti hér
veðurfregnir í sjónvarp, og því hélt
hann áfram til dauðadags. I því starfi
hafði auðkennt hann traust og geðþekk
framkoma, góð dómgreind og gætni.
Jónas Jakobsson var fæddur þann 3.
mars 1917 að Haga í Aðaldal, sonur
Jakobs Þorgrímssonar bónda þar og
konu hans Sesselju Jónasdóttur.
Snemma varð þess vart, að liann var
gæddur ágætum gáfum, og þrátt fyrir fá-
tækt tókst honum að komast til mennta,
fyrst í héraðsskólanum að Laugum. Þar
naut hann handleiðslu ágætra manna,
en síðan gekk hann í menntaskólann á
Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi 1941. Þaðan hélt hann svo til náms í Kali-
forníuháskóla í Los Angeles og lauk þaðan B.A. prófi í veðurfræði 1944. Að loknu
námi starfaði hann í eitt ár sem veðurfræðingur hjá flugfélaginu Pan American
Airways í San Francisco í Kaliforníu. Það ár var honum áreiðanlega mikils virði
og mótaði liann mjiig sem veðurfræðing, því að alla tíð lagði hann sig mjög fram
við þann þátt starfsins, sem laut að leiðsögn fyrir flugmenn. Er óhætt að segja,
að liann var átrúnaðargoð margra flugmanna, sem leituðu ráða hjá honum. í
fjölda mörg ár stundaði liann líka kennslu á námskeiðum flugnema og flug-
manna. Árið 1945 réðst hann til Veðurstofu íslands og starfaði þar síðan til
dauðadags sem veðurfræðingur, nær allan tímann í veðurspádeildinni í Reykja-
vík. Frá því að Jón Eyþórsson lét af störfum 1965 var Jónas deildarstjóri
þeirrar deildar. Það sem einkenndi hann í því starfi fannst mér einkum vera
mikil hollusta við stofnunina, án þess þó að hann vildi í hinu minnsta ganga á
rétt starfsmanna. Væri full þörf á að slík afstaða væri ríkjandi hjá sem flestum
þegnum þjóðfélagsins. í þessu efni var Jónasi áreiðanlega notadrjúgt það nesti,
sem hann hafði úr heimahögum í Þingeyjarsýslu. Áður minntist ég á ágæta
hæfileika Jónasar sem veðurfræðings, en þar hjálpaðist að kunnátta hans og
skapgerð.
í einkalífi sínu var Jónas Jakobsson mikill hamingjumaður. Kona hans var
Ljótunn Bjarnadóttir frá Héðinshöfða á Tjörnesi, og þau áttu þrjár dætur.
Fjölskyldan var einstaklega samhent, og sérstaklega tók maður eftir því yndi,
sem Jónas hafði af barnabörnum sínum. I tómstundum sínum hafði hann löng-
um skemmtun af skák, laxveiðum og sundiðkunum, auk þess sem liann var
mikill náttúruunnandi og náttúrufræðingur, gjörþekkli steina, skeljar og grös,
Jótias Jakobsson veðurfrœðingur
VEÐRIÐ --- 7