Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 13
Hvalfjarðcirströnd. Ising 20—30 cm.
I Hvalíiröi brotnuðu 14 raflínustaurar á svæðinu frá Ferstiklu að olíustöð Esso
og 20 staurar skekktust. Mjög mikil og glær ísing var á virum, þvermál 20—30 cm.
Skemmdir urðu einnig á símalínum við Hvalfjörð. 1 Stóra-Botni í Hvalfirði
mældist sólarhringsúrkoma að morgni ]). 28. rúmir 37 mm, og hafði hún fallið
sem snjókoma, slydda og regn.
Miðdalir og Haukadalur. ísing 10—20 cm.
Miklar skemmdir urðu á síma- og rafmagnslinum í Miðdölum og Haukadal,
og var ísingarþvermál talið 10—12 cm á símalínum, en á rafmagnslínum var getið
um 15—20 cm glæra og mjög þétta ísingu. Sem dæmi um skaða á þessum slóðum
má nefna, að milli Brautarholts og Þorbergsstaða var simalínan öll slitin niður,
12 staurar brotnir og 5 fallnir. Raflínan lá einnig niðri milli þessara bæja, alls 18
staurar, þar af 6 brotnir. Símalínur biluðu einnig milli Stóra-Skógar og Sauða-
fells og Kringlu og Háafells í Miðdölum og milli Köldukinnar og Vatns í Hauka-
dal, en auk þess slitnaði vír á mörgum heimtaugum í Haukadal, sem liggja þvert
á dalinn.
Bilunin á háspennulínunni við Brautarholt varð um kl. 19 þ. 27. október,
og var þá að sögn norðaustan rok, snjókoma og hitastig um frostmark. Sólar-
hringsúrkoma að Hamraendum í Dölum mældist þó aðeins rúrnir 6 mm að
morgni þ. 28.
Hvammssveit, Fellsströnd, Skarðsströ?id og Saurbcejarhreppur. Ising 8—20 cm.
Miklar bilanir urðu á línum, einkum þeim sem lágu þvert á norðaustan áttina.
Á Fellsströnd var ísing á símalínum 10—15 cm við Svínaskóg og 8 staurar féllu.
Utar í Klofningshreppi niilli Langeyjarness og Víghólsstaða var ísing um 20 cm
og 24 símastaurar brotnuðu og allt slitnaði niður. í Skarðsstrandarhreppi slitnuðu
sfmalínur á nokkrum stöðum og 10 staurar brotnuðu við Skarð. í Saurbæjar-
hreppi var ísing talin 8—9 cm á símalínum, og brotnuðu þar 55 símastaurar.
Heita mátti, að allar raflínur í Saurbænum legðust niður, en straumurinn rofn-
aði kl. 19 J>. 27., en ])á var þar norðan rok og snjókoma að J)VÍ er segir í bilana-
skýrslu. Brotnuðu 25 raflínustaurar og ísingarþvermál var í bilanaskýrslu talið
15—20 cm, glær ísing. í Hvammssveit brotnuðu 3 símastaurar við Sælingsdals-
tungu og símalfnur slitnuðu í álmu Jtaðan að Laugum og aðallínunni að Leys-
ingjastöðum. í raflinunni milli Ásgarðs og Magnúsarskóga fórti 20 staurar á
hliðina. Á Máskeldu í Saurbæ mældist sólarhringsúrkomumagn 51 mm að morgni
þess 28., og snjódýpt jókst úr 1 cm daginn áður í 18 cm.
Auslur-llarðastrandarsýsla. ísing 15—30 cm.
Miklar bilanir urðu á símalínum í Geiradals- og Reykhólahreppum og
nokkrar í Gufudalshreppi. ísing á símalínum var um 15—20 cm á bilunar-
svæðum, og alls er talið, að brotnað hafi 18 símastaurar i þessum þrem hreppum,
VEÐRIÐ --- 1 3