Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 10
nes. Á Vesturlandi teygði bilana- og ísingarsvæðið sig um Snæfellsnes suður í
Hvalfjörð og á Kjalarnes, og á Suðurlandi urðu skaðar í Grímsnesi, Mýrdal,
Meðallandi og allt austur í Oræfi .Var því um mjög óvenjulegt útbreiðslusvæði
að ræða. Alls munu hafa brotnað rúmlega 500 símastaurar, en 360 fallið til við-
bótar. Slitnuðu símalínur á samtals 87 km línuleið. Um 200 raflínustaurar munu
og hafa brotnað og mikill fjöldi að auki fallið eða skekkst.
VEÐURLÝSING
Aðdragandi veðursins var sá, að þann 25. október hafði myndast ný lægðar-
bylgja á kuldaskilum lægðar, sem var á austurleið fyrir sunnan land. Fór nýja
lægðin dýpkandi, enda barst kalt loft í háloftum að bakhlið hennar. Loft-
þrýstingur í lægðarmiðju lækkaði um nálægt 25 mb þennan sólarhring og lægðin
hreyfðist hægt austnorðaustur á bóginn. Næstu tvo daga, 26. og 27. október, var
lægðarmiðjan enn fyrir sunnan land og þokaðist norður.
Á meðfylgjandi veðurkorti frá kl. 06 föstudaginn 27. október er lægðar-
miðjan tæpa 800 km suður af Dyrhólaey og loltþrýstingur þar innan við 975
mb. Hitaskil voru skammt suðaustur af landinu og breið tunga af hlýju og
Veðurkort jöstudaginn 27. október 1972 kl. 06.
1 0 -- VEÐRIÐ