Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 19
ANNAÐ TJÓN í ÓVEÐRINU
Föstudaginn 27. október fuku þrfr af átta íbúðarskálum starfsmanna, sem
unnu við virkjunarframkvæmdir við Mjólkár, en skálarnir stóðu í Borgar-
hvilft í Borgarfjalli í um 200 metra hæð yfir sjó. Skálarnir Jtrír gjöreyðilögð-
ust og einn þeirra lagðist ofan á bíl og eyðilagði hann með öllu. Maður var
hætt kominn í einum skálanum, en honum tókst að komast út áður en skálinn
fór um koll og brotnaði.
Sama dag hrannaðist upp krapastífla við inntaksmannvirki Búrfellsvirkjunar
í blindbyl og skafrenningi, en ár allar voru opnar upp til jökla. Lagðist krapinn
þungt á varnargarð og rauf í hann um 20 metra breitt skarð. Minnkaði þá
rafmagnsframleiðsla Búrfellsvirkjunar mjög um tíma og draga varð úr fram-
leiðslu álversins í Straumsvík.
TJÓNAMAT
Örðugt er að meta til fulls tjón það, er varð í óveðri þessu, enda sumpart um
óbeint tjón að ræða. Beint tjón vegna bilana á símalínum og nauðsynlegra við-
gerða mun samkvæmt blaðafregnum hafa numið um 10 milljónum króna. Tjón
á rafmagnslínum mun hafa orðið litlu minna eða sem svarar 8 til 10 milljónum
króna og er þá stuðst við upplýsingar frá Guðjóni Guðmundssyni skrifstofu-
stjóra Rafmagnsveitna ríkisins. Ótalið er þá beint tjón af vega- og gatna-
skemmdum, viðgerðarkostnaður við stíflugarð, tjón á húsum, girðingum, bif-
reiðum og búpeningi. Þá er og ótalið sölutjón á rafmagni, ýmiss konar fram-
leiðslutjón og síðast en ekki síst margháttuð óþægindi almennings. Sumt af
þessu er örðugt að meta til fjár, en ljóst er þó, að lieildarupphæð beinna tjóna
verður naumast metin lægra en nokkuð á fjórða tug milljóna króna.
Jóhann Pétursson. veðuratliugunarmaður, Hornbjargsvita:
Fáein orð um glitský og misjafna
hegðan veðurguðsins
Um kl. 10.30 hinn þrítugasta des. 1974 rofaði til í suðaustri og birtust þá þrír
rauðir bólsturlaga flekkir, (í lítilli hæð héðan að sjá upp af Siglufjarðarfjöllun-
um) er allir áttu rætur í undirflekk með sama lit. Skjótlega tóku þeir breyt-
ingum í hvítglært og svignuðu jafnframt í toppinn til hafs eins og væru þeir
VEÐRIÐ --- 1 9