Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 23

Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 23
mér ullarvettlingana og jafnvel átt í streði við að binda kaðalinn við grindina því mér var orðið svo kalt á höndunum. Nú fann ég ekki fyrir þeim lengur og heldur ekki kaðlinum í greipum mínum. Þetta var ekki andskotalaust. En inn komst ég. Svona lauk þeirri veðurtökunni og rétta boðleið komst hún og á réttum tíma. En þrennt þarf ég að nefna til viðbótar: í fyrsta lagi: Algengt er að hitastig snöggbreytist með tilkomu sunnanáttar og ekki hvað síst ef himinninn er klæð- lítill, að ég tali ekki um eins og í þetta sinn, því segja má að ekki hafi verið nema einn í ský siðustu klukkustund fyrir veðurtökuna, svo að í því gat að einhverju leyti falist skýring á breytileika hitastigsins og þeim rakastigsmun er fram kom. Rétt er og að geta þess, að þegar ég var að ljúka útreikningum og færslu í veðurbók, þá skall yfir svartnættis él, er að sjálfsögðu breytti fyrri útkomu á skyggni og veðri og sú snöggbreyting hér gat að sjálfsögðu gert ykkur spotska á frost og rakastigsútkomu eins og hún birtist ykkur, án þeirrar skýr- ingar er hér kemur fram.1 Svo er annað: Hinn 28. hafði ölduhæð náð fimm metrum að minni hyggju. Nú tel ég mig fara mjög nærri urn rétta ölduhæð, því æ ofan í æ hef ég fengið mína ágiskun staðfesta rétta af mönnum á skipum er hjá hafa siglt, og síðast hinn 12. þessa mánaðar af stýrimönnum á varðskipinu Ægi. En þar bar okkur saman upp á metra og tel ég víst að þeir menn fari nærri um slíkt. En hvað um það: Hinn 29. tók sjó að lækka og áberandi úr því þar til eftir hádegi hinn 30. að ég sá örugg merki þess að hann bætti við sig. Fárviðrinu fyrir og um mið- nætti hafði aftur tekist að liamla þessu nýrisi; ég hafði öll tök á að fylgjast með því ofan úr vitakeilunni. Við skulum vera þess minnugir, að frá vitanum og ofan í fjöruborð eru ekki nema þrjátíu metrar, þar að auki var nær heiðskýrt meðan veðrið var tekið, snjóbjart og svo leikur sterk birta frá fingrum drottins — þ. e. ljósgeislunum — þegar þeim bregður yfir. Það var því orðið nær sjó- lítið eftir miðnætti hinn þritugasta, en tekur svo aftur að vaxa sama dag þrátt fyrir fárviðrið úr gagnstæðri átt og snarminnkar svo undir áramóta- miðnættið. Um þetta var ekkert að villast. Hvort nú austanáttin liefur haft þessi áhrif á hafinu eða norðaustan liræring sjálfstæð eða eftirhreytur þeirrar er rétt áður hafði hrist úr klaufunum, get ég ekki sagt um. Það er að sjálfsögðu ykkar að setja fram viðunandi skýringu sé hennar nokkur þörf. En þessi öldubreyting var staðreynd. Síðan er það síritandi loftvogin. Þeir hlógu í mér púkarnir þegar ég kom inn frá veðurtökunni, þrátt fyrir að kuldinn á höndum mér ætlaði mig að drepa, svo jafnframt því ég reiknaði út og bókfærði veðurtökuna, fylgdist ég með loft- voginni. Og viti menn: í válegustu rokunum tók armur hennar þessar líka dýfur liverja af aimarri, svo ein þeirra nam allt að hálfum sentimetra. Þetta getið þið sannreynt með því að líta á loftvogarblað áramótavikuna. Ég rak upp öskur af 1 Grein þessa sendi Jóhann á sínum tíma sem bréf til Veðurstofunnar og ávarp- ar hann því hér starfsmenn hennar. VEÐRIÐ -- 23

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1975)
https://timarit.is/issue/298377

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1975)

Aðgerðir: