Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 22

Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 22
En fátt er með öllu óviðráðanlegt, e£ liugkvæmni og vilji er fyrir hendi, og ekki var laust við að um varir mér léki glottandi kerskni. Þetta var þó eitthvað til að fást við. Og ég skyldi snúa á skepnuna. Ég sótti helvítamikinn kaðal oní kjallara, batt annan enda hans í handriðið og hinn utanum sjálfan mig: við skyldum sjá hvor hefði það. Svo byrjaði ég að skríða. Steypt stétt liggur frá tröppunum niður á slyskjuplan, en eina sex metra frá mælahúsinu. Á hana liafði hlaðist klaki og af honum bjóst ég við örlitlu vari fyrir skæðustu rokunum. Ég komst á móts við mælahúsið, en við fyrstu tilraun til að komast þvert yfir stéttina þeyttist ég blátt áfram þá lengd er ég hafði gefið út af kaðlinum án þess ég fyndi ég snerd jörð. En ég væri ekki búinn að vera liérna í fjórtán ár, ef þrjóskan væri mér ekki í blóð borin, þrátt fyrir að ég er áhlaupamaður að eðlisgerð. Ég hálfdró mig að tröppunum, gerði aðra tilraun og aftur aðra án árangurs. Djöfullinn eigi hann. I fjórðu tilraun, er ég lá ennú við stéttina í beinni línu niður af mæla- húsinu, gekk liann yfir með þvílíkum ofsa, að engu var líkara en jörðin tæki andköf og sjálfur ég jafnframt. Augnablik var eins og myndaðist lofttómt rúm í varinu af liinni litlu mishæð á stéttinni og í kringum mig. Ég þreifaði ósjálf- rátt um vit mér: Það virtist ekkert loft framar. En þetta stóð andartak: en jafn- framt þessu gerðist annað hversu fáránlegt sem það virðist. Það var sem ég fengi skilning á fyrirbæri er ég taldi mig hafa fengið skýringu á, en undir niðri aldrei ánægður með, en það var á þeim tiltektum síritandi loftvogar að mynda breiðan óreglulegan feril á blaðið í vondum veðrum. Það lá við borð ég gleymdi mér við þessa uppgötvun. Eldri skýring var sú, að þetta stafaði af því, að húsið nötraði og þar með loftvogin í mestu vindrokunum. Svo sannarlega yrði ég að ganga úr skugga um þetta þegar ég kæmi inn. En hvað um það. Að lokum gat ég klórað mig að mælahúsinu og þar varð ég að troða mér inn í grindina svo að mér gæfist tóm til að binda kaðalinn fastan, svo hægt væri að þræða sig eftir honum við næstu veðurtöku, ef með þyrfti. En þetta var ekki þar með búið: Ég varð að opna húsið, lesa af mælunum og koma glasinu undir mælinn eða lionum ofan í glasið. Með herkjum tókst mér þetta, en ég mátti nær aldrei hvorugri hendinni sleppa, og yrði mér það á að losa um aðra hvora þá var ég kominn út af tröppunni, hangandi eins og hálfviti út frá lienni í greipum fárviðrisins. En þetta bjargaðist. Eitt vakti þó furðu mína. Veðurtökuna á undan hafði þurri mælirinn sýnt 1,7 og voti 0,4 I plús. Nú sýndi hinn þurri 5,7 og voti 7,9 báðir í mínus. Að vísu hafði hitinn farið ört lækkandi, því kl. 18 sýndi þurri mælirinn 4,8 og hinn 2,0 í plús., þar að auki var veðurspáin — ef ég man rétt — heldur hækkandi liiti. Ég vissi að veðrið var vitlaust, en ég tregðaðist við að viðurkenna að ég væri orðinn það að öllu leyti — það er svo mörg vitleysan er að manni sest. — En þetta fór ekki milli rnála. Endurtekin rýni í mælana staðfesti fyrsta aflestur. Ég lauk svo því er gera þurfti og lagði af stað. — Það er engu líkara en ég sé að segja frá fyrstu skrefum í hnattreisu. — En það ætlaði ekki að ganga greitt þrátt fyrir strengdan kaðal. í baráttunni við að komast að mælahúsinu liafði ég misst af 22 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.04.1975)
https://timarit.is/issue/298377

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.04.1975)

Aðgerðir: