Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 11
röku haflofti þar fyrir sunnan. Teygðist liún inn yfir landið úr suðaustri hátt
í lofti.
Vindur var víðast norðaustlægur og kl. níu að morgni þ. 27. var skollið á
rok við suðausturströndina. Rigning var þá um suðaustanvert landið og hiti
2—7 stig, en snjókoma eða slydda í öðrum landshlutum og hiti þar nálægt frost-
marki á láglendi. Urkoma liélst um allt land að kalla fram á morgun laugar-
dagsins 28. október, og víða var stórfellt úrfelli, einkurn um austanvert landið.
Skiiin voru nú orðin að hiýjum samskilum og bárust þau inn yfir landið úr
suðaustri, en í háloftum var sem fyrr hlý tunga af röku lofti, sem streymdi
norðvestur á bóginn upp yfir tiltölulega svalara loft í neðri loftlögum. Mun
þar og í hægri hreyfingu skilanna að leita orsaka hinnar miklu úrkomu. Norðan
við skilin var vindátt yfirleitt norðaustlæg við jörð, en sunnan þeirra var aust-
læg átt ríkjandi. Víða var hvassviðri eða stormur, en veðurhæð var þó talsvert
breytileg. Stormur var á 20 veðurstöðvum þ. 27. og á 12 þeirra voru 10 vindstig
eða meira. Þ. 28. var stormur á 13 veðurstöðvum, en meiri veðurhæð á 8 þeirra.
Eins og sjá má á meðfylgjandi korti frá kl. 6 að morgni þ. 28. var miðja lægð-
arinnar þá rúma 200 km suður af Hjörleifshöfða og samskil lágu yfir landinu
frá Faxaflóa austur um innsveitir Norðurlands. Stormur og bleytuhríð var þá
VEÐRIÐ -- 1 1