Veðrið - 01.04.1975, Blaðsíða 24
fögnuði: það var ekki á hverjum degi menn gerðu jafn stórfenglega uppgötvun.
I’etta var sko ekkert smáræði. Ég var hér með kominn í tölu mestu afhjúpara
mannkynssögunnar. Ég dansaði um gólfið og söng liástöfum „Yfir kaldan eyði-
sand“, (með mínu lagi en ekki sínu) rauk síðan út í dyr og rak tunguna framan í
fárviðrið. Hí á ann! Síðan inn aftur og kom þ:i svo harkalega við ráðskonuna
að hún féll afturábak oní dívan er stóð á miðju gólfi..Svona — svona.
hetta er veðursaga þessa sólarhrings á Hornbjargsvita. Svo var árið liðið,
„því miður allt of fljótt."
Júnas Jaltobsson:
Lofthiti yfir Reykjanesskaga
Októbermánuður 1973 reyndist 0.9 stigum kaldari við jörð en í meðallagi, og
er þá miðað við meðallagstölur áratugsins 1954—’63. Hins vegar var í meðallagi
hlýtt, þegar komið var upp í tveggja kílómetra hæð, eða h-5.2 stig. Lang-algeng-
ustu vindáttirnar voru suðvestan og suðaustan áttir. Er því fljótt á litið ein-
kennilegt, að hiti skyldi ekki vera fyrir ofan meðallag. En orsökin mun vera sú,
að útsynningurinn er að jafnaði lieldur svalur. Hitaritin eru fremur sveiflu-
lftil, og á þeim eru engir kuldadalir. Um miðjan mánuðinn, frá 13. til 17.
var lengstum norðlæg átt. Þá komst hitinn líka niður fyrir frostmark, en
vindur var hægur, svo að loftið, sem norðanáttin flutti með sér var ekki ættað
frá mjög norðlægum slóðum og því varð ekki kaldara en sjá má. I fjórðu vik-
unni skiptust á útsynningur og landsynningur, og bar þá helst á hitasveiflum.
Hitahryggurinn 29. dag mánaðarins stafar af því, að þá barst hingað til lands
heittemprað loft alla leið sunnan frá hafsvæðinu í grennd við Bermuda. Svipaða
sögu er að segja um lilýindin þ. 5.
Nóvember var alveg óvenjulega kaldur. Við jörð var eins stigs frost, en það
er fjórum stigum kaldara en meðallagið. Og í tveggja km hæð var frostið 10.2
stig, sem er 2.9 stigum meira frost en í meðallagi. Einkenni hins kalda tíðarfars
leyna sér ekki á hitaritunum. Gríðarlegir kuldadalir eru sex talsins, og það er
frekar undantekning en hitt, að hitinn í 500 metra hæð komist upp fyrir frost-
niark. Kalt loft berst yfirleitt til landsins með norðlægum og vestlægum vindum,
og þennan mánuð voru þeir í miklum meiri hluta, eða 19 daga alls. Hitt var
líka, að þá sjaldan suðlæg átt náði sér upp, stóð hún ekki lengi í einu, því að
lægðirnar, sem hún fylgdi, fóru svo hratt yfir landið eða fram lijá því. Hlý-
temprað loft náði Jtví ekki hingað norður nema sem snöggvast tvisvar í mán-
24 --- VEÐRIÐ